Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Side 33
24.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 Morgunblaðið/Eggert * „Bestu uppskriftirnar komaþegar maður á ekki eitthvað tilí réttina og neyðist til að finna upp á einhverju. Ég þarf alltaf að vera að prófa eitthvað nýtt – líka heima.“ Gulla með heimilishundinn Dexter í fanginu. Vinstra megin við hana er kærastinn hennar, Stefán Bjarnarson, leikari og meðeigandi á Fish. Næstur við hann er Björn Skaptason arkitekt, þá Brynjólfur Sigurðsson matreiðslumaður, Þórhallur Víkingsson sjúkraþjálfari, Rósa Björk Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Hins hússins, Sigríður Héðinsdóttir starfsmannastjóri ISS og Sigurður Sveinsson handboltakempa. 1 poki frosin berjablanda 1 askja bláber 1 askja jarðarber, skorin í fernt nokkur rauð vínber 3 msk. rifsberjasulta 3 msk. vatn 1 marensbotn ½ l rjómi, þeyttur Hitið frosnu berin með sultunni og 3 msk. vatni í litlum potti í um það bil 10 mínútur, kælið. Brjótið marensinn í bita og setjið í glas. Hellið berjablöndunni yf- ir, setjið þeyttan rjóma þar ofan á og svo fersku ávextina. Endurtakið þetta aftur, í alveg sömu röð. Berið fram. Berjamarens Eftirréttinn er fljótlegt að útbúa. 150 g laxabiti á mann 1 sítróna ólífuolía salt og svartur pipar Roðflettið laxinn og skerið í sneiðar. Hellið olíu yfir og kreistið safa úr 1 sítrónu, saltið og piprið. Látið standa í nokkrar klukkustundir. Bakið í ofni við 180°C þar til laxinn er eldaður í gegn. Gott að stinga gafli laust í miðjan laxinn og ef engin er mótstaðan þá er hann eldaður. Ofnbakaður lax Ljúffeng bökuð laxastykki passa með alls kyns meðlæti. TIL H AMIN GJU MEÐ KON UDAG INN www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.