Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 24
Hönnun: Hans J. Wegner Framleiðandi: PP MØBLER. Stóllinn pp129 var hannaður árið 1968 og sneri aftur á danska hönnnunarmarkaðinn í fyrra. Hönnun: Louis Poulsen. Framleiðandi: Louis Poulsen. Doo-Wop var framleitt í fyrsta sinn á sjötta áratug síðustu aldar og vegna aukins áhuga í uppboðshúsum fór ljósið aftur í framleiðslu, nema nú í mörgum nýjum litum. BO BEDRE-VERÐLAUNIN 2013 Sígilt en samt ferskt DÖNSK HÖNNUN FRÁ MIÐRI SÍÐUSTU ÖLD NÝTUR STÖÐUGRA VINSÆLDA. HÉRNA MÁ SJÁ NOKKRA GRIPI, SEM HANNAÐIR VORU FYRIR NOKKRUM ÁRATUG- UM EN HAFA NÚ FENGIÐ NÝTT LÍF. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Hönnu n: Mogen s Lasse n. Framle iðandi: By Lass en Copen hagen. Stóllinn er hannað ur árið 1942 o g þykir mjög þæ gilegur. Hönnun: Illum Wikkelsø. Framleiðandi: Stouby. Eftir þrjátíu ár í uppboðshúsum setti Stouby V11-sófann frá 1965 aftur í framleiðslu Dönum og öðrum til mikillar gleði. Hönnun: Arne Jacobsen o.fl. Framleiðandi: Boråstapeter. Nú hafa verið endurvakin veggfóðurmunstur sem eru hönnun norrænna hönnuða frá sjötta áratug síðustu aldar, t.d. Arne Jacobsen, Sven Markelius, Karl Axel Pehrson og Stig Lindberg. D anska hönnunartímaritið Bo Bedre veitir árleg verðlaun sín í næsta mánuði. Verðlaun eru veitt í sex flokkum: húsgagn ársins, hönnun ársins, hönnuður ársins, eftirtektarverðasta hönnun ársins, lampi ársins og síðast en ekki síst sí- gild hönnun ársins. Í síðasta flokknum eru átta tilnefningar, sem sýndar eru á meðfylgjandi myndum. Það er gaman að skoða þessa hönnun, sem öll er gömul hönnun sem fékk á síðasta ári nýtt líf með endurvakinni framleiðslu. Dönsk hönnun frá því um miðja síðustu öld hefur lengi átt upp á pallborðið hjá Íslendingum og nýtur nú mikilla vinsælda um allan heim. Fyrir áhugasama er ennþá hægt að kjósa í þessum flokki á vefsíðu tímaritsins, bobedre.dk. Hans Wegner-stóllinn fékk mitt atkvæði. Kosningin stendur til 1. mars og verðlaunin verða síðan afhent 7. mars. Hönnun: Nanna Ditzel. Framleiðandi: Kvadrat. Hallingdal-efnið er hönnun frá 1965 en Kvadrat bauð í fyrra yngri kynslóð hönnuða að koma með sína túlkun á því. Hönnun: Helge Sibast. Framleiðandi: Sibast Furniture. Hannaður árið 1953 en kom á markað á ný í fyrra. Hönnun: Arne Jacobsen og Flemming Lassen. Framleiðandi: &tradition. Sófinn var hannaður fyrir ráðhúsið í Søllerød árið 1939 og hefur aldrei fyrr farið í framleiðslu. *Heimili og hönnunBókstafirnir í Hönnunarmars mynda nærri fimm metra háan skúlptúr sem hefur farið víða »26

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.