Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 5
PIPAR\TBW
A
•
SÍA
•
130978
kopavogur.is
Björn Thoroddsen tónlistarmaður hlaut hæstan styrk, en Björn hefur árlega haldið jazz- og
blúshátíð í Salnum. Tónlistarhátíð unga fólksins sem haldin hefur verið í bænum undanfarin
sumur hlaut einnig veglegan styrk sem og Töfrahurðin, afar vinsæl og fjölbreytt tónlistar-
fræðsla fyrir leik- og grunnskólabörn.
Af öðrum verkefnum má nefna danssmiðju, hádegistónleika, örnefna- og kennimerkjaskrán-
ingu, sögu hernámsáranna, uppsetningu leiksýningar, gerð kvikmyndar og tónleika. Auk þess
voru afhentir rekstrarstyrkir til Kvennakórs Kópavogs, Karlakórs Kópavogs, Myndlistarfélags
Kópavogs, Sögufélags Kópavogs og Ritlistarhóps Kópavogs.
Auglýst er eftir styrkjum einu sinni á ári en auk þess eru veittir svokallaðir skyndistyrkir vegna
tilfallandi verkefna. Hátt í fjörutíu styrkir voru veittir á síðasta ári.
Styrkir úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar voru veittir við hátíðlega
athöfn í Gerðarsafni fimmtudaginn 21. mars. Styrkirnir voru veittir til margvís-
legra verkefna sem efla og auðga blómlegt lista- og menningarlíf bæjarins.
Til hamingju