Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013
S
tríðið gegn eiturlyfjum
er dýrt, hvort sem talið
er í mannslífum eða
peningum. Um þessar
mundir er einn blóð-
ugasti vígvöllurinn í Mexíkó. Þar
hafa rúmlega 70 þúsund manns
fallið frá árinu 2006. Á und-
anförnum sex árum hafa 20 þúsund
manns horfið í landinu. Þriðjungur
þeirra er á aldrinum 10 til 17 ára,
fjórðungur á aldrinum 18 til 30 ára.
Þessar tölur eru frá forsetatíð
Felipes Calderons, sem skar upp
herör gegn eiturlyfjabarónum
landsins og sendi herinn á vett-
vang. Í desember tók Enrique
Pena Nieto við af Calderon. „Við
þurfum að horfa til allrar álfunnar
til að sigrast á þeirri félagslegu
eyðileggingu, sem blasir við í lönd-
um okkar,“ sagði Nieto á fundi
leiðtoga Mexíkó og Mið-Ameríku í
febrúar. „Við þurfum náið samráð
til að styrkja friðinn.“
Á níunda áratug liðinnar aldar
var Mið-Ameríka vettvangur borg-
arastyrjalda. Nú eru eiturlyfin
vettvangur blóðsúthellinga í álf-
unni. Að sögn bandarískra yfir-
valda farra 90% þeirra eiturlyfja
sem koma frá Suður-Ameríku í
gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó.
Í Mið-Ameríku er talað um þrí-
hyrninginn í norðri, þrjú lönd þar
sem ástandið sé verst. Það eru
Hondúras, sem líkt hefur verið við
stóran flugvöll fyrir eiturlyfja-
smyglara, Gvatemala, þar sem of-
beldisfyllsta eiturlyfjahringinn, Los
Zetas, er að finna, og El Salvador,
þar sem ofbeldinu hefur reyndar
linnt eftir að helstu gengin gerðu
með sér vopnahlé.
Líkin hrúgast upp
Stríðið gegn eiturlyfjum hefur farið
fram með stuðningi Bandaríkja-
manna. Nú er hins vegar svo kom-
ið að æ fleiri lýsa yfir efasemdum
um þær aðferðir, sem beitt hefur
verið.
Otto Perez Molina, forseti Gvate-
mala, hefur á alþjóðlegum ráð-
stefnum á borð við efnahags-
ráðstefnuna í Davos í Sviss brýnt
menn til að taka upp nýjar aðferðir
og sagt að harðlínustefnan, sem
Bandaríkjamenn styðji, leiði aðeins
til þess að líkin hrúgist upp. Hann
hefur lagt til lögleiðingu eiturlyfja
til þess að taka gróðann úr hinu
banvæna hagkerfi eiturlyfjanna.
Gróðinn er slíkur að eiturlyfja-
gengin svífast einskis, reyna jafn-
vel að ráða þjóðarleiðtoga af dög-
um þyki þeim þeir gerast of
aðgangsharðir. Í fátækum löndum
geta eiturlyfin verið eina leiðin til
að komast í álnir og hún freistar
jafnvel þótt henni fylgi lífshætta.
Verðið hækkar síðan eftir því sem
nær dregur markaðnum og hið
endanlega verð er ekki í neinu
samhengi við kostnaðinn, sem er í
raun óverulegur.
Áhættan er hins vegar veruleg
og þeir sem eru gripnir lenda í
fangelsi. Þegar mikið er gert upp-
tækt hækkar verðið. Þeir sem eru
háðir eiturlyfjum eru tilbúnir að
borga hvað sem er, en þeir, sem
ekki neyta þeirra, myndu ekki gera
það hversu ódýr sem þau væru.
Útgjöldin margfaldast
Stríðið gegn eiturlyfjum hefur nú
staðið í rúmlega 40 ár og hefur
verið kallað lengsta stríð okkar
daga. 17. júlí 1971 flutti Richard
Nixon, þáverandi forseti Bandaríkj-
anna, ræðu þar sem hann sagði að
misnotkun eiturlyfja væri „helsti
óvinur Bandaríkjanna“. Sú ræða
hefur verið kölluð fyrsta skotið í
stríðinu gegn eiturlyfjum. Það er
háð gegn kókabændum í Kólumbíu,
ópíumbændum í Afganistan og
kannabisræktendum í Kaliforníu,
gegn smyglurum og burðardýrum,
framleiðendum metamfetamíns og
krakks, og neytendum um allan
heim.
Árið 2010 neyttu 200 milljónir
manna ólöglegra eiturlyfja að talið
er. Sú tala hefur haldist óbreytt
um árabil. Hin árlega neysla er
sögð skiptast þannig: 40 þúsund
tonn af maríjúana, 800 tonn af kók-
aíni og 500 tonn af heróíni.
Í upphafi áttunda áratugarins
setti stjórn Nixons 100 milljónir
dollara í baráttuna gegn eitur-
lyfjum á ári. Í tíð Baracks Obama,
núverandi forseta, er upphæðin
komin í 15 milljarða dollara. Ef
tekið er tillit til verðbólgu hefur
upphæðin þrjátíufaldast.
Því viðhorfi vex ásmegin að
stríðið gegn eiturlyfjum sé á alger-
um villigötum og þótt því fari fjarri
að sátt hafi skapast um það hvað
skuli koma í staðinn heyrist æ oft-
ar talað um lögleiðingu.
Veldur bannið vandanum?
„Engin vara í heiminum býður upp
á jafnmikinn hagnað og kókaín eða
heróín,“ segir Ethan Nadelman,
sem leiðir Samtök um eiturlyfja-
stefnu (Drug Policy Alliance), í við-
tali við Der Spiegel. „Hvers vegna?
Út af banninu.“ Samtökin vilja að
ný stefna verði tekin upp í barátt-
unni gegn eiturlyfjum og njóta
stuðnings Georgs Soros, sem er
einn auðugasti maður heims. Nad-
elman lærði í Harvard og kenndi í
Princeton. Í 25 ár hefur hann unnið
í þessum málaflokki, skrifað bækur,
haldið fyrirlestra og gefið álit sitt.
„Viðskiptin með eiturlyf eru kap-
ítalismi,“ segir hann. „Á meðan það
er eftirspurn verður framboð. Við
getum auðvitað slökkt í eftirspurn-
inni. Til þess þarf einfaldlega að fá
200 milljón eiturlyfjaneytendur til
að hætta að kaupa eiturlyf. En
hljómar það eins og það sé raun-
hæft?“
Reyndar hefur mönnum dottið
það í hug. Fyrir aldamót fór af
stað herferðin Eiturlyfjalaust Ís-
land fyrir 2000 og Sameinuðu þjóð-
irnar blésu til herferðar undir kjör-
orðinu Eiturlyfjalaus heimur: Við
getum það.
Umskipti í Kólumbíu
Fyrir tveimur áratugum var Kól-
umbía samnefnari fyrir kókaín. Þar
réð Pablo Escobar lögum og lofum
þar til hann lést 1993. Escobar
stjórnaði 80% kókaínviðskipta í
heiminum og var einn ríkasti mað-
ur heims. Sagt er að hann hafi látið
myrða 30 dómara, 450 lög-
reglumenn og mörg hundruð borg-
ara. Nú er ástandið betra í Kól-
umbíu og vígvöllurinn hefur færst
til Mexíkó. Eiturlyfjahringirnir
berjast ekki lengur í Medellín í
Kólumbíu heldur Ciudad Juares og
Acapulco í Mexíkó.
… en vandi enn til staðar
Vandinn er hvergi nærri horfinn í
Kólumbíu. Luis Alberto Perez
hershöfðingi leiðir baráttuna gegn
eiturlyfjum í Kólumbíu. Í fyrra
gerðu menn hans 72 tonn af kók-
aíni upptæk, um 9% heims-
framleiðslunnar, eyðilögðu 1.200
kókaínframleiðslustöðvar, tóku 400
báta og 150 litlar flugvélar í sína
vörslu, eyðilögðu 22 flugbrautir og
handtóku 76 þúsund manns. Perez
segir að hann geti stöðvað alla
ræktun í landinu, hann þurfi bara
meiri peninga og meiri mannskap.
Aðrir telja að þessi barátta sé
vonlaus og vilja binda enda á stríð-
ið. Þungi þeirra sjónarmiða fer
vaxandi.
Vaxandi efa-
semdir um
40 ára stríðið
RÚM 40 ÁR ERU SÍÐAN NIXON BLÉS TIL STRÍÐS GEGN
EITURLYFJUM. TUGIR ÞÚSUNDA MANNA HAFA LÁTIÐ LÍFIÐ
Í ÞVÍ STRÍÐI, FANGELSIN ERU FULL, EN EITURLYFJAHRING-
IRNIR LÁTA EKKI DEIGAN SÍGA. KRAFAN UM NÝJA STEFNU Í
BARÁTTUNNI GEGN EITURLYFJUM VERÐUR NÚ HÁVÆRARI
OG RADDIR HEYRAST UM LÖGLEIÐINGU.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Mexikó
Ekvador
Venesúela
Kólumbía
Medellín Cómbita
Bogotá
Perú
BerlínLondon
París
Aruba
Putumayo
Kókaræktarsvæði
Neytandi í Evrópu:
65
milljónir kr.*
*Venjulega hefur kókaín verið
margútþynnt við sölu
Ein
milljón
kr.
210.000 kr.
650.000
kr.
Helstu dreifingarleiðir kókaíns Kílóverð á hreinu kókaíni
Sali í
Evrópu:
4,9
milljónir kr.
Grænt laufblað verður að hvítu gulli
Úttekt