Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Page 13
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Eiturflyfjafíkill kveikir í pípu í „Crackolandia“ þar sem fíklar koma saman til að reykja krakk í miðbæ Sao Paulo í Brasilíu. AFP *Viðskiptin með eiturlyf eru kapútal-ismi. Á meðan það er eftirspurn verð-ur framboð. Við getum auðvitað slökkt í eftirspurninni. Til þess þarf einfaldlega að fá 200 milljón eiturlyfjaneytendur til að hætta að kaupa eiturlyf.“ Tímamót urðu í júní 2011 þegar Heimsnefnd um eiturlyfjamál hélt blaðamannafund í New York. Þar voru samankomnir Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Solana, fyrrverandi framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins, George Shultz, sem var utanríkisráðherra í forsetastíð Ronalds Reagans, og Paul Volcker, fyrrverandi yfirmaður bandaríska seðlabankans. Á fund- inum lögðu þeir fram 20 síðna skýrslu. „Heimsstríðið gegn eitur- lyfjum hefur misheppnast með hræðilegum afleiðingum fyrir fólk og samfélög um allan heim,“ sagði í upphafi hennar. Ómögulegt er að segja hver verður niðurstaða þeirra umræðu, sem er farin af stað um nýja nálgun í baráttunni gegn eiturlyfjum. Enn er langt í lögleiðingu. Andstæð- ingar hennar telja að það gæti haft skelfilegar afleiðingar og hafa sín rök. Júrí Fedotov, sem leiðir stofn- un Sameinuðu þjóðanna um bar- áttu gegn eiturlyfjum og afbrotum, bendir á að árlega felli hið löglega eiturlyf áfengi 2,3 milljónir manna í valinn. 5,1 milljón manna verði tób- aki að bráð. Fórnarlömb ólöglegra eiturlyfja séu mun færri. Tvö hundruð þúsund manns láti lífið á ári vegna neyslu heróíns, kókaíns eða krakks. Að hans mati er það árangurinn af því að banna þessi eiturlyf. Ljóst er að kostnaðurinn af stríðinu gegn eiturlyfjum er óheyri- legur og erfitt að réttlæta hann. Um leið eru lausnirnar umdeildar og engin leið að segja hvað til dæmis yrði leyst úr læðingi með því að lögleiða eiturlyf. Víða er þó verið að stíga skref í þá átt, meðal annars í Portúgal og Bandaríkj- unum þar sem kjósendur greiddu atkvæði með því að lögleiða mari- júana í tveimur ríkjum í síðustu kosningum. Reynslan af þeirri þró- un mun væntanlega veita vísbend- ingar um framhaldið. ÞUNGAVIGTARMENN RÍSA UPP Afganskur bóndi vinnur á valmúaakri sínum í Nangarhar-héraði. Talibanar nota hagnaðinn af heróíni til að kaupa sér vopn. AFP DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957 Faxafeni 5, Reykjavík | Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði | Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16 betrabak@betrabak.isLeggur grunn að góðum degiwww.betrabak.is ÞÍN STUND – ÞINN STAÐUR PRIME Hægindastóll fullt verð 299.990 Skemill fullt verð 79.990 Til í mörgum útfærslum F Y R IR ÞÍ NA R BESTU STU N D IR 10% KYNNINGAR AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.