Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Síða 15
geti túlkað verkið á sinn hátt. En
getur ekki verið að höfundurinn
hafi ekki vitað hvernig hann ætti
að enda leikritið? Ég segi: Farðu
heim og kláraðu leikritið.
Það gerist ansi oft að verk sem
fæstir áhorfendur skilja fá styrki
upp á margar milljónir. Svo sitja
fimmtán manns í salnum og remb-
ast við að greina það sem er að
gerast á sviðinu. Ég er ekki sú
eina sem hef tekið eftir þessu.
Styrkir eru borgaðir af þjóðinni og
því ekki að styrkja líka þá lista-
menn sem áhorfendur vilja sjá?
Ekki geta allir unnið í Þjóðleik-
húsinu eða Borgarleikhúsinu og
mér finnst frábært að vinna sjálf-
stætt. En þegar kemur að út-
hlutun styrkja þá virðist sem fólk
sem áratugum saman vinnur sjálf-
stætt og sannar sig margítrekað
eigi ekki möguleika. Svo er áber-
andi hversu þeir listamenn sem
vinna við gamanleik eiga erfitt
með að fá styrki. Til gamanleikara
er gerð sú krafa að þeir standi sig
svo vel að fólkið komi alltaf til að
horfa á það sem þeir gera. Þeim
má ekki mistakast. Ég vildi óska
að sjóðurinn myndi stundum
styrkja uppáhaldslistamenn fólks-
ins, þá yrðu örugglega búin til
fleiri íslensk gamanleikrit.“
Hvað um sjálfa þig og styrkja-
kerfið?
„Ég þarf að treysta á sjálfstæða
framleiðendur til að taka upp
veskið af því að þeir hafa trú á
mér og kosta þess vegna upp-
færsluna á verkum mínum. Það
kostar 7 milljónir að setja upp
Blakkát, það er sjálfstæður fram-
leiðandi úti í bæ sem fjármagnar
sýninguna. Ég sé ekki fram á að
fá menningarstyrki eða styrki frá
Leiklistarráði fyrir næstu verkefni,
nema einhver stórkostleg breyting
verði. Ég hef lært af reynslunni að
það gerist ekkert í mínu lífi nema
ég geri það sjálf. Ég er mikið til
hætt að sækja um styrki. Við
Gunni rekum Gaflaraleikhúsið
ásamt Ágústu Skúladóttir leik-
stjóra og Lárusi Vilhjálmssyni og
sóttum um styrk vegna starfsem-
innar. Svarið var nei og þegar ég
leitaði eftir skýringu var talað um
að við yrðum að sanna okkur. Það
er enn verið að segja okkur Gunna
að við eigum eftir að sanna okkur.
Okkur finnst það dálítið ein-
kennilegt svar því við höfum svo
lengi unnið að list okkar og yf-
irleitt gert hlutina sjálf.“
Ertu farin að huga að næsta
verkefnum?
„Ég frumsýndi nýjan söngleik
með Verslunarskóla Íslands í febr-
úar sem hefur slegið aðsóknarmet.
Við erum á leið í leikferð til Ak-
ureyrar 13. apríl og munum sýna í
Hofi, þannig að í vetur eru tvær
frumsamdar sýningar eftir mig á
fjölunum
Svo er ég með hugmynd um
fjölskyldusýningu sem gerist á
veitingastað. En ég ætla ekki að
segja meira. Fyrst er að byrja,
svo getur maður sagt frá.
Björk Jakobsdóttir Ég
hef lært af reynslunni
að það gerist ekkert í
mínu lífi nema ég geri
það sjálf.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
*Það geristansi oft aðverk sem fæstir
áhorfendur skilja
fá styrki upp á
margar milljónir.
Svo sitja fimm-
tán manns í
salnum og remb-
ast við að greina
það sem er að
gerast á sviðinu.
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Við bjóðum
góða þjónustu
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir
verkefni á sviði umhverfismála með
sérstakri áherslu á endurnýjanlega orku,
sjálfbæran sjávarútveg og verndun
hafsvæða. Markmið sjóðsins er að hvetja til
nýsköpunar og þróunar á þessum sviðum.
Heildarupphæð úthlutunar er allt að fimm
milljónum króna. Nánari upplýsingar um
sjóðinn og úthlutunarreglur hans má finna
á vef Íslandsbanka.
Úthlutunardagur er 18. apríl 2013
Sækja skal um á vef bankans
til ogmeð 11. apríl 2013:
www.islandsbanki.is/frumkvodlasjodur
Frumkvöðlasjóður
Íslandsbanka auglýsir
eftir umsóknumum styrki
Umsóknum skal fylgja, eftir því sem við á:
· Greinargóð lýsing á verkefninu
· Verk- og tímaáætlun
· Ítarleg fjárhagsáætlun
· Upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis
· Ársreikningur
· Upplýsingar um eignarhald og rekstrarform
Holtagörðum, s. 553-1800
Opið virka daga 11-18, laugardaga 11-15
www.facebook.com/fondurlist
Föndur
Föndraðu fyrir
ferminguna
Úrvalið er hjá okkur
Föndur
Fríar vinnustofur*
Kertaskreytingar
Skreyta Gestabækur
Shamballa - Skartgripagerð
Skreyta Mynda albúm (skrapp)
Skartgripagerð með Premo leir
*Þú greiðir aðeins fyrir efni
NÝTT