Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 16
* Valdimar Ellertsson vinnur við jarðhitaboranir á Nýja-Sjálandi »18Ferðalög og flakk Ein af gulrótunum við það starf að vera íþróttafréttamaður er að fá að ferðast til að elta okk- ar fremsta íþróttafólk. Fá að ferðast til staða sem maður hefði líklega annars aldrei heimsótt. Síðustu daga hef ég og þrír aðrir íslenskir fjölmiðlamenn verið í Ljúbljana í Slóveníu til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Allir erum við sammála um að borgin hafi komið okkur nokkuð á óvart. Hún iðar af lífi og er talsvert huggulegri og hreinlegri en ég bjóst við. Við erum allir á hóteli miðsvæðis í borginni og óhætt að segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Veðrið hefur leikið við okkur en sveiflurnar í veðrinu eru ansi miklar. Í dag spókar fólk sig á stuttermabolum með ís en fyrir nokkrum dögum gat landsliðið ekki æft í borginni þar sem snjór lá yfir öllu. Þegar þetta er skrifað eru aðeins nokkrir klukkutímar í sjálfan landsleik Slóveníu og Ís- lands. Eftir hann verður unnið af krafti og svo flogið snemma morguns til München, þaðan til Kaupmannahafnar og loks heim til Íslands. Elvar Geir Magnússon ritstjóri fótbolti.net Við aðaltorgið í Lúbljana er alltaf mikið líf og þar má hitta allskyns fígúrur. Kaffihús borgarinnar eru ófá og veitingastaðirnir fjölbreyttir. Hugguleg og hrein borg Borgin býður af sér mikinn þokka og þar má finna tignarlegar byggingar. PÓSTKORT F RÁ LJÚBLJAN A Trevi-gosbrunnurinn er líka tengdur kvikmynd Federicos Fellinis, La Dolce Vita, órofa böndum en frægt atriði með Anitu Ekberg og Marcello Mastroianni gerist þar. Það var Úrban páfi VIII sem fyrstur manna lagði til að gos- brunnur í barokkstíl yrði reistur í miðborg Rómar 1629. Það var þó ekki fyrr en heilli öld síðar að hreyfing komst á málið. Arki- tektinn var Nicola Salvi, sem þó hafði beðið lægri hlut fyrir Y ou’re a work of art, you’re the Trevi Fountain,“ söng Holly gamli Johnson í lagi sínu Love Train um árið. Kynti þar með bál í brjóstum allra sem þangað hafa komið, fyrr og síðar. Trevi-gosbrunnurinn í hjarta Rómaborgar er einn sögufrægasti gosbrunnur í heimi. Orðlagð- ur fyrir fegurð og frábæra stemningu, ekki síst á hlýju sum- arkvöldi. Þá iðar torgið við brunninn og nánasta umhverfi af lífi. Alessandro Galilei í samkeppni sem haldin var af þessu tilefni. Lýðurinn hafnaði á hinn bóginn Galilei. Salvi sálaðist í miðjum klíðum, 1751, og kom það í hlut Giuseppes Panninis að ljúka við Trevi-gosbrunninn árið 1762. Nýverið var tilkynnt að Trevi-gosbrunnurinn fengi stærstu andlitslyftingu sína frá upphafi á næstunni, í boði tískurisans Fendi. Áætlaður kostnaður er 350 milljónir króna. AFP DÁLÆTI FERÐAMANNSINS Trevi, tromp Rómaborgar TREVI-GOSBRUNNURINN ER EITT HELSTA KENNILEITI RÓMABORGAR OG SOGAR TIL SÍN MILLJÓNIR FERÐAMANNA Á ÁRI HVERJU. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ferðamenn spóka sig við Trevi-gosbrunninn að kvöldlagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.