Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Side 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Side 23
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 É g er búinn að vera að þessu síðan 2006. Menn komu með þessa hug- mynd hér innan háskólans að skella sér í sjóinn og ég er alinn upp í Mý- vatnssveit þannig að ég hef svo sem synt í köldu áður. Ég var því meira en til í þetta,“ segir Arnar Egilsson sjósundskappi með meiru. Arnar og félagar fóru fyrst bara yfir sum- artímann þegar hægðist á í skólanum en eft- ir að skólinn fluttist nánast við hliðina á Nauthólsvík var farið að synda allt árið. „Okkur hefur farið fækkandi sem förum ofan í allt árið. Í vetur höfum við aðeins verið tvö en um leið og það fer að vora fjölgar í hópn- um. Í maí þegar sjórinn tekur við sér og hit- inn hækkar erum við allt upp í 12 sem skell- um okkur ofan í.“ Arnar segir að fyrir sína parta sé sjósund gott fyrir háræðarnar og líkamshitann. „Það er allavega oft verið að kvarta undan að ég opni gluggana. Ein sem hefur stundum komið með okkur á miðviku- dögum segir að hún þurfi ekki teppi og inniskó alveg fram á sunnudag þegar hún fer upp í sófa á kvöldin.“ Arnar segir að með réttu tækninni sé þetta ekkert mál þótt veðrið sé vont og sjór- inn ískaldur. „Líkaminn lærir á þetta. Hug- arástandið skiptir líka máli og öndunin. Það þarf að passa sig að anda alla leið ofan í maga. Ekki fara í grunna öndun. Svo venst þetta. Ég hendi mér bara út í. En ég ætla ekki að segja að þetta sé ekkert mál. Númer eitt, tvö og þrjú er að hugsa um öndunina.“ Rétti árstíminn til að byrja í sjósundi Arnar segir að ef menn hafi áhuga á því að byrja að stunda sjósund sé þetta rétti tíminn. „Sjórinn og hitinn er að hækka. Svo þarf að byrja rólega og aldrei fara einn. Vera alltaf með einhvern með sér. Því meira sem maður venst þessu verður maður kaldari. Maður fer lengra og það eru dæmi um að menn hafi lent í vandræðum vegna straums eða vinds. Það er því betra að hafa einhvern með sér. En það er alveg sami sjórinn við ströndina og úti á flóa. Það þarf ekkert að synda langt út. Synda bara meðfram ströndinni.“ Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjósundinu er mælt með því fara niður í Nauthólsvík, þjónustuhús Ylstrandarinnar. Þar taka starfsmenn og reyndir sjósunds- garpar vel á móti fólki og leiðbeina því. Mikilvægt er að fara varlega fyrstu ferð- irnar. Yfir veturinn er sjórinn frá -1,5° til 4°. Þeir allra hörðustu eru 5-15 mín. úti en byrj- endur 30 sek. til 1 mín. Á sumrin er sjórinn 8°-15° og þá er hægt að njóta hans mun leng- ur. „Svo er nauðsynlegt að fara í pottinn. Það er voða gott. En það er ekki gott að fara beint úr sjónum og í pottinn. Líkaminn þarf smáaðlögunartíma. Ég er ekkert viss um að ég myndi stunda þetta allt árið ef ég hefði ekki pottinn.“ Arnar kemur upp úr eftir stutt og ískalt sund. En gott var það. Morgunblaðið/Styrmir Kári ARNAR EGILSSON STUNDAR SJÓSUND Ekkert mál með réttu tækninni SJÓSUND HRESSIR, BÆTIR OG KÆTIR EN GETUR VERIÐ VARHUGAVERT. ARNAR EGILSSON, ÞJÓNUSTUSTJÓRI UPPLÝSINGATÆKNISVIÐS HJÁ HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK, STUNDAR SJÓSUND ALLT ÁRIÐ. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Arnar úti í Atlantshafinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.