Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 28
Borðaðu það sem er lifandi og rotnar Á sgeir Jónsson gaf nýlega útbókina Leitin að sannleikanum um heilbrigðan lífsstíl en nafn- giftin vísar til leitar Ásgeirs að heilbrigðum næringarvenjum. Í bókinni hrekur hann margar nútímamýtur um næringu og matvæli auk þess aðkoma inn á umhverfi nútímamannsins. „Boðskapur bókarinnar er í stuttu máli þessi: Borðaðu óunninn mat sem getur rotn- að og ekki hræðast að borða mikla fitu, hreina fitu og sem fjölbreyttasta fitu,“ segir Ásgeir. Hann telur mettaða fitu hafa fengið ósanngjarna umfjöllun á liðnum áratugum, en sem betur fer sé áróður gegn henni á undanhaldi. „Segja má að þessi áróður gegn mettaðri fitu hafi hafist um 1980 og í kjölfarið komu öll þessi einföldu kolvetni inn í mataræði Vesturlandabúa. Offitufaraldurinn má að- miklu leyti rekja til þessarar þróunar,“ segir Ásgeir Hann segir að draga megi lærdóm af þessari þróun. „Eitt lykilatriði í þessu er að það er ekki eitthvað eitt sem hentar öllum og gæði rannsókna fara eftir túlkun á niðurstöðum. Gjarnan eru þær eftir höfði þeirra sem panta rannsóknina,“ segir Ásgeir. Lax er ekki sama og lax „Annar stór punktur í þessu er sá að það skiptir miklu máli hvaðan og úr hvaða umhverfi hráefnið er upprunnið. Til að mynda á ég bágt með mig þegar talað er um hvað lax sé frábær. Því sá lax sem flestir neyta er eldislax og hann er afar ólíkur villtum laxi sem er það hollasta sem þú færð. Bandarísk rannsókn á eldislaxi, sem einna helst nærist á korni, sýndi að hlutföllin á milli omega 3 og omega 6 fitusýrum eru allt önnur í honum en í villtum laxi. Það er ekki gott. Eins er mæjones meinhollt ef þú býrð það til sjálfur en því sem er fjöldaframleitt og til sölu í verslunum mætti alveg eins henda í ruslið. Ásgeir er viðskiptafræðingur aðmennt en sjálfmenntaður í næringarfræðum. Hann segir að upphafið af bókinni megi rekja til eigin leitar aðheilbrigðari næringu og betri heilsu. „Við lifum alltaf lengur en lífsgæðum og heilsu er alltaf að hraka. Tökum krabbamein sem dæmi. Læknum var fyrir þrjátíu árum kennt að 90% af ástæðum þess að menn fá sjúkdóminn megi rekja til erfða. Í dag eru menn búnir að átta sig við það að innan við 10% má rekja til genanna. Hitt er í umhverfinu. Stressið, unnin matvara og sykur eiga þar stóran þátt,“ segir Ásgeir. Sykur í svokölluðum hollustuvörum Ásgeir Jónsson rekur fyrirtækið Takmarkalaust líf sem snýr að námskeiðshaldi þar sem fjallað er um næringu og það hugarfar sem þarf til að ná sínum markmiðum. Hann var framleiðslustjóri hjá Ölgerðinni í 12 ár. „Verst af öllu sem tengt er sykri er að mínu mati fæða sem auglýst er sem hollustuvara sem er svo uppfull af sykri. Það eru t.a.m. 17 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum af Special K. Þetta magn var 9 grömm árið 1980. Þessu má líkja við nikótínmagn í sígarettum. Það var á sínum tíma aukið jafnt og þétt til aðgera fólk háðara tóbakinu. Eins er sífellt verið að setja meiri sykur í ýmis matvæli og fólk sækir þar af leiðandi í þau,“ segir Ásgeir. Í bókinni kennir ýmissa grasa. Fjallar hann meðal annars um það hvernig súrkál geti hjálpað meltingunni, hvernig of mikið hreinlæti hafi áhrif á ónæmiskerfið, hvers vegna ávaxta- sykur er verri en annar sykur og veltir því upp hvort Atkins-mataræði sé eins slæmt og af er látið. Morgunblaðið/Styrmir Kári ÁSGEIR JÓNSSON HEFUR GEFIÐ ÚT BÓKINA LEITIN AÐ SANNLEIKANUM SEM ER UM NÆRINGU OG HEILSU. Í HENNI FER HANN YFIR ÝMISLEGT TENGT HEILBRIGÐU LÍFERNI OG MIKILVÆGI ÞESS AÐ ÞEKKJA HVAÐAN MATVÆLIN KOMA. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is *Matur og drykkir Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri LA hefur yndi af eldamennsku og býður í núðlusúpu »32Lambalæri„Þetta er frábærdýrafita. Frjálsafjallalambið okk-ar étur berin oglyngið sem er ínáttúrunni.Það gengur laust upp um öll fjöll. Þetta er eins nátt- úru- leg vara og hún getur orðið.“ Lýsi „Ég er enginn sérstakur aðdáandi lýsis en úr því fáum við nauðsyn- legar fitusýrur sem heita epa og tha sem fást bara úr lýsi eða feitum fiski en ekki t.d. úr hörfræjum.“ Special K „Þetta er auglýst sem megr- unarvara af því að í því er engin fita. En þarna eru 17 grömm af sykri í hverjum 100 grömmum. Sykurmagnið hefur vaxið úr 9 grömmum í 17 á und- anförnum tveimur til þrem- ur áratugum. Þetta er jafn mikill sykur og í vanilluís.“ Hunang „Óger- ilsneytt hunang er besti sætugjafi sem völ er á. Það er fullt af víta- mínum og steinefnum og er gott fyrir meltinguna. Það hróflar ekki við blóðsykr- inum og því frábær orku- gjafi.“ Smjör „Hreint íslenskt smjör er holl mettuð fita. Það á ekki að nota Létt og laggott eða eitthvað slíkt. Grænt smjör er án salts en salt er eitt af þessum frumefnum sem við þurfum til að lifa. Það eru margir sem halda að salt sé óhollt en því fer fjarri. Það er bara óhollt ef þú borðar mikið af unnum mat og færð saltið þannig. Þetta á ekki við ef þú borðar holl- an óunninn mat.“ 1944 „Þetta er fullkomið dæmi um unninn mat sem er tilbú- inn beint í örbylgjuofninn. Vart er hægt að upphugsa næringasnauðari matvöru. Hann er ekkert endilega verri heldur en annar unninn matur en gott dæmi um mat sem er uppfullur af rotvarn- arefnum sem endist lengi.“ Lax „Villtur lax er það hollasta sem til er en eldislax er nær- ingarsnauður. Yfirleitt nærist eldislax á korni sem og ann- ar eldisfiskur. Þá verður hlut- fall omega 3 og omega 6 fitu- sýra í fiskinum ekki rétt. Í villtum laxi er u.þ.b. 50/50 hlutfall á milli þessara fitu- sýra, en hlutfallið er um 1/20 í eldislaxi og þar sem hlutfall omega 3 er mun lægra.“ Egg „Ef þú ert með verk- smiðjuframleitt egg hefur hænan sem verpti því bara étið korn, en hænur sem fá að vera úti éta allt það sem er í náttúrunni. Hænunum er stundum gefið hörfræ og það er skárra en það er ekk- ert sem slær út egg sem koma frá hænum sem fara út.“ Síróp „Í honum er 80% ávaxtasyk- ur og er það versta sykurteg- undin. Þegar tal- að er um að syk- ur sé eitraður er verið að tala um verk- smiðjuunninn ávaxtasykur. Þetta á því ekki við um ávexti. Í þeim er svo margt annað eins og steinefni sem gerir það mun skárra að fá ávaxtasykurinn úr þeim.“ Hugleiðingar Ásgeirs LEITIN AÐ SANNLEIKANUM ER BÓK UM NÆRINGU OG HEILSU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.