Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Matur og drykkir Þ að kom margt á óvart,“ segir Friðrik V. Karlsson sem undirbýr síðustu kvöldmáltíðina. „Þegar ég eldaði miðaldamat hélt ég að maturinn yrði grár og ég stóð í þeirri meiningu að Biblíumatur yrði enn grárri! Það var algjör misskilningur. Hráefnin eru meira og minna þau sömu, meira að segja pylsur! Þær voru oft úr geitum.“ Á skírdag verða framreiddir sælkeraréttir úr hráefnum þess tíma í safnaðarheimili Neskirkju og verður veislan í anda tilefn- isins. Hjónin Friðrik og Arnrún Magn- úsdóttir standa fyrir viðburðinum ásamt Sigurði Árna Þórðarsyni presti í Neskirkju og konu hans Elínu Sigríði Jónsdóttur. „Þetta er fyrir alla þá sem hafa áhuga á upplifunaratburði í kirkjulegu samhengi og með einum besta kokki á Íslandi,“ segir Sig- urður. Áhugasamir geta nálgast miða á Miði.is. Borð í húsum kristinna manna Sigurður segir altarið miðpunktinn í öllum kirkjum, sem þýði að borð sé í öllum húsum kristinna manna. „Þar minnumst við þess að Jesú brýtur brauðið til að undirstrika við vini sína sem voru viðstaddir að hann sé brauð lífsins,“ segir Sigurður. Og kvöldmáltíðin verður í anda þessarar borðhefðar. „Gestir endurupplifa að ein- hverju leyti það sem gerðist í máltíð Jesú og fá um leið margrétta máltíð. Hráefnin eru í anda Biblíunnar, svo sem bitrar jurtir, ósýrt brauð og vín, og allt hefur þetta tákn- rænu hlutverki að gegna.“ Andblær dagsins verður notaður til að huga að eðli manna og lífsins og skírskota til lífsreynslu hvers og eins, að sögn Sig- urðar. „Ég geri ráð fyrir að Júdas Ískariot verði í salnum, en ég ætla ekki að segja þér meira um það. Það verður mikið lagt upp úr matseldinni, að tengja saman skynjun og skírdag, himin og jörð, mannlíf og eilífð.“ Mikið um mat í Biblíunni Kvöldverðurinn hefst kl. 17.45 og síðan er messa frá 20-21 eins og hefð er fyrir á skír- dag í Neskirkju. „Það er gengið til altaris í þeirri messu og í lokin eru ljósin slökkt í kirkjunni og allt sem er á altarinu borið út, kertaljós, bikar, Biblía og dúkur. Það verður borið inn aftur með viðhöfn á páskadag. En við leggjum fimm rósir á altarið sem verða þar til páskadags,“ segir Sigurður. Hann bendir á að nánast í hverjum ein- asta kafla Biblíunnar beri mat á góma, en þar sé hinsvegar enga uppskrift að finna. Þó megi segja að hráefnið í réttunum sé heilsu- fæði nútímans. „Hann veit helling um mat, en ég veit ekkert um trú,“ segir Friðrik brosandi, kominn fram úr eldhúsinu á veit- ingastaðnum Friðriki V. á Laugavegi, þar sem samtalið fer fram. Sætvín, döðlur og fíkjur „Þemað er að nota engin hráefni sem ekki voru notuð á þeim tíma, en við matreiðum þau eins og okkur hentar,“ segir Friðrik. „Fyrir utan að við eldbökum brauðið og steikjum það á hellu. Menn voru ekki með ofna á þessum tíma.“ Víngerðin hefur breyst mikið, en borin verða fram sætvín eins og tíðkaðist á dögum Krists. „Þau voru líka krydduð og með hun- angi. Það var aðalsætuefnið. Eins var hun- angið afgerandi í kökunum og sætir ávextir, döðlur og fíkjur. Svo var fullt af ávöxtum sem þar til nýlega voru framandi fyrir okk- ur, eins og granatepli og ástaraldin.“ Friðrik segir það upplifun að takast á við síðustu kvöldmáltíðina. „Það er stór áfangi í mínum leiðangri. Einu sinni hélt ég hrossa- veislu í Skagafirði, sem ég hafði talið ómögulegt, og nú á ég bara eftir hvalaveislu á Húsavík.“ – Það gæti orðið þín síðasta kvöldmáltíð. „Gæti verið,“ svarar hann og hlær. Innblástur frá Da Vinci Þegar talað er um síðustu kvöldmáltíðina er ekki annað hægt en að minnast á málverkið eftir Leonardo da Vinci. „Við veltum því fyrir okkur þegar við skipulögðum veisluna,“ segir Friðrik. „Að öllum líkindum sitjum við bara öðrum megin við borðið og við erum að athuga hversu nærri við komumst með borðbúnaðinn, til dæmis leirskálar, könnur og bast.“ – En mætir fólk í lökum? „Við höfum ekki gert kröfu um það, en við myndum ekki reka neinn út.“ „Eina vandamálið er að það er svo mikið um teygjulök,“ skýtur Arnrún inn í og blandar sér í samræðurnar. „Svo kemur fótaþvotturinn síðar! Ef þetta verður end- urtekið að ári megum við ekki spila út öllum trompunum strax.“ Og fótaþvottur er raunar meðal þess sem er á dagskrá hjá unglingum úr safn- aðarstarfi kirkjunnar sem verða með vöku alla nóttina í safnaðarheimilinu. EINSTAKUR VIÐBURÐUR Á SKÍRDAG Síðasta kvöldmáltíðin EFNT VERÐUR TIL SÍÐUSTU KVÖLDMÁLTÍÐARINNAR Á SKÍRDAG Í SAFNAÐARHEIMILI NESKIRKJU. HRÁEFNIÐ VERÐUR ÞAÐ SAMA OG Á DÖGUM KRISTS OG INNBLÁSTUR AÐ STEMMNINGUNNI SÓTTUR Í MÁL- VERK DA VINCIS. ÞÁ VERÐUR TÆKIFÆRIÐ NOTAÐ TIL AÐ HUGLEIÐA EÐLI MANNSINS OG LÍFSINS. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Eldaður perlulaukur. Friðrik og Sigurður bollaleggja veisluna. Ósýrt brauð eldað á heitri pönnu. Ljúffengt leirpottaeldað lambakjöt verður borið á borð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Allskyns flatfiskur var notaður á tímum Krists. Nú er árstíð rauðsprettunnar. Fulleldað ósýrt brauð. Fyrir 4 800 g beinlaust lambalæri eða lambabóg- steik 6-8 stk. lárviðarlauf 2-3 stk. rósmarínkvistar 4-5 stk. timjankvistar 20 stk. perlulaukar 10 stk. vorlaukar 3-4 stk. hvítlauksrif ½ dl ólífuolía Sjávarsalt Nýmalaður pipar Aðferð Nuddið vöðvann með ólífuolíunni og krydd- ið með salt og pipar, setjið laukinn í botninn á jarðleirspotti. Ég nota íslenskan en þeir eru til margskonar. Einnig er hægt að nota ofn- potta eins og margir eiga úr stáli. Setjið lambið ofan á laukinn og kryddjurtirnar þar ofan á. Setjið inn í kaldan ofn þannig að leir- potturinn hitni með ofninum upp í 150°. Lát- ið malla þar í 1½-2 klst. Takið út úr ofninum leyfið að standa 30 mín. áður en kjötið er sneitt og borið fram með lauknum og jurtunum. Gott er að hafa ósýrt brauð með. Ofnbakað lambakjöt í leirpotti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.