Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 37
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Óskarsverðlaunamynd fjár-
mögnuð með Kickstarter
Það vakti töluverða athygli á dög-
unum þegar kvikmyndin Innocente
hlaut Óskarsverðlaun sem besta
stutta heimildarmyndin, en hún var
að fullu fjármögnuð í gegnum Kick-
starter. Handritshöfundurinn Char-
lie Kaufmann (Being John Malko-
vich, Eternal Sunshine of the
Spotless Mind) fjármagnaði nýlega
gerð sinnar fyrstu teiknimyndar á
Kickstarter, og í síðustu viku bárust
fréttir af því að aðdáendur hefðu að
hluta fjármagnað kvikmynd um
Veronica Mars, byggða á vinsælum
sjónvarpsþáttum með sama nafni á
móti Warner Bros-kvikmyndaverinu
(framleiðendur leituðu að $2 millj-
ónum, en fengu alls loforð fyrir $3,7
milljónum). Þá voru 12% þeirra
mynda sem kepptu á síðustu Sund-
ance-kvikmyndahátíð fjármögnuð í
gengum Kickstarter.
Flest verkefni sem leitað er eftir
stuðningi við tengjast einmitt
myndbanda- og kvikmyndagerð og
um 40% þeirra hafa fengið fjár-
mögnun. Þar á eftir eru tónlistar-
verkefni ýmiss konar, og svo aðrar
listgreinar, en sem dæmi má nefna
að ljósmyndarinn Spencer Tunnick,
sem er frægur fyrir hópnekt-
armyndir sínar, nýtti Kickstarter til
að fjármagna tökur í Ísrael nýlega.
Þegar horft er á tölur um árangurs-
ríka fjármögnun snýst þetta við.
Tónlist er sá flokkur sem á flest
fjármögnuð verkefni, en um 54%
þeirra verkefna hljóta fjármögnun.
Þannig hafa minna þekktir tónlist-
armenn líkt og Íslandsvinirnir Am-
anda Palmer og Daniel Johnston,
sem spilar í Fríkirkjunni í sumar,
notið stuðnings frá Kickstarter-
samfélaginu við að gefa út plötur
undanfarið.
Það eru þó ýmiskonar tæknivörur
sem hafa fengið mestan stuðning
frá Kickstarter-samfélaginu. Vin-
sælasta verkefni Kickstarter til
þessa er Pebble, armbandsúr sem
tengist snjallsíma og birtir upplýs-
ingar um SMS og tölvupósta á
skjánum. Pebble aflaði rúmlega $10
milljóna en upphafleg beiðni um
stuðning nam $100.000. Það er rúm-
lega 10.000% fjármögnun. Þá söfn-
uðu framleiðendur Ouya-leikjatölv-
unnar rúmlega $8 milljónum til að
hefja framleiðslu þessarar nýju
leikjatölvu sem mun byggjast á
Android-símastýrikerfinu. Tölvu-
leikir hafa líka notið talsverðrar vel-
gengni, en enginn flokkur hefur
safnað hærri upphæð. Alls hafa
rúmlega 4.000 verkefni í tölvu-
leikjum safnað rúmlega $90 millj-
ónum, sem er um 20% allar þeirrar
fjármögnunar sem safnað hefur fyr-
ir tilstilli Kickstarter. Samt jafn-
gilda tölvuleikir einungis 5% þeirra
verkefna sem hafa leitað eftir fjár-
mögnun þar.
Engar tryggingar í boði
En þrátt fyrir að margir hafi látið
drauma sína rætast fyrir tilstilli
Kickstarter heyrast gagnrýn-
israddir. Margir hafa vakið máls á
að engar tryggingar séu fyrir því að
vara verði að veruleika, þrátt fyrir
að full fjármögnun náist. Þá hefur
verið bent á að verkefni tengd ým-
iskonar áhugamálum eða sérvitr-
ingslegri söfnunaráráttu eigi mun
auðveldara með að fá hljómgrunn
hjá Kickstarter-samfélaginu en ann-
að. Að sama skapi hefur talsvert
verið fjallað um það hvað nýleg
fjármögnun á hluta framleiðslu-
kostnaðar við mynd um Veronicu
Mars kunni að þýða þegar fram í
sækir. Margir telja að þetta verði
til þess að fleiri kvikmyndaver fari
þessa leið til að draga úr óvissu-
kostnaði við framleiðslu kvikmynda,
sem kynni að hafa slæmar afleið-
ingar, bæði fyrir kvikmyndagerð,
sem og Kickstarter-samfélagið.
Hvernig á tilvonandi sjálfstæðum
heimildamyndum á borð við Ósk-
arsverðlaunamyndina Innocente eft-
ir að vegna í samkeppni um pen-
inga við næstu
Hollywood-stórmyndina? Þá hafa
rannsóknir sýnt að nær 75% verk-
efna sem fá fjármögnun koma
seinna úr framleiðslu en lofað var,
þó að mikill meirihluti verkefna
komi, sum seint og um síðir.
*Stofnendur Kickstarter hafa bent á aðMozart og Beethoven hafi þurft aðtreysta á fyrirfram fjármögnun verka sinna
frá velgjörðarmönnum þeirra tíma. Hjá
Kickstarter er tónlist sá flokkur sem á flest
fjármögnuð verkefni, en um 54% tónlistar-
verkefna hljóta fjármögnun.
Jake Bronstein er fyrrverandi ritstjórikarlatímaritsins FHM, en hefur í dagsnúið sér að gerð slitsterks karl-mannafatnaðar sem framleiddur er í
Bandaríkjunum fyrir tilstilli Kickstarter.
Bronstein hóf framleiðsluna á nærbuxum
úr gæðabómull undir merkinu Flint and Tin-
der, sem hann lofaði að væru slitsterkari,
þægilegri og endingarbetri en aðrar nær-
buxur. Og þar að auki framleiddar í Banda-
ríkjunum.
Hann óskaði eftir fjármögnun upp á
30.000 dollara en fékk tæplega tíu sinnum
þá upphæð og fyrirfram pantanir fyrir
23.000 nærbuxur. Nú óskar Bronstein eftir
fjármögnun fyrir hettupeysu sem hann lofar
að endist í tíu ár. Ef hettupeysan skemmist á
þeim tíma geturðu sent hana til baka og
hún verður löguð þér að kostnaðarlausu.
Enn er um mánuður eftir af fjármögn-
unarlotunni á Kickstarter, en þegar þetta er
skrifað hefur verið heitið rúmlega 600.000
dollurum, sem er talsvert yfir 50.000 dollara
markinu sem óskað var eftir
ÚR TÍMARITUM Í KARLAFATNAÐ
Velgengni
Jakes Bronsteins
Jake Bronstein hefur nýtt Kickstarter við fjármögnun á karl-
mannafatnaði undir merkinu Flint and Tinder.
Smáralind | Sími 512 1330
Laugavegi 182 | Sími 512 1300
Lækkuðverð
iPhone5
iPhone4
Verð: 129.990.-
Verð áður: 139.990.-
Vörunr. IPHONE516GBB
Verð: 79.990.-
Verð áður: 84.990.-
Vörunr. IPHONE516GBB
1.000 kr.
símnotkun á mánuði í
12 mánuði hjá NOVA
fylgir iPhone5,
keyptum hjá epli.is
Gildir í áskrift og frelsi.
1.000 kr.
símnotkun á mánuði í
6 mánuði hjá NOVA
fylgir iPhone4S,
keyptum hjá epli.is
Gildir í áskrift og frelsi.
16GB
8GB