Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Side 40
Andersen & Lauth Pallíetturnar eru ákveðið einkennismerki hjá þessu fatamerki. Línan var fjöl- breytileg en munúðin var aldrei langt undan. 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Föt og fylgihlutir Mundi 66°Norður Nýtt samstarf var kynnt með stuttmynd á RFF, auk þess sem nokkrir leikaranna komu á svið, gang- andi á bretti. Línan kallast snjóblinda og sameinar súrrealískan heim Munda og tæknilega hlið fatnaðar frá 66°Norður. HÁTÍÐIN RFF HALDIN Í FJÓRÐA SINN Tískuveisla í Hörpu TÍSKUHÁTÍÐIN REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL VAR HALDIN Í FJÓRÐA SKIPTI UM SÍÐUSTU HELGI OG FLÉTTAÐIST AÐ ÞESSU SINNI VIÐ DAGSKRÁ HÖNNUNARMARS. SJÖ ÍSLENSK TÍSKUMERKI TÓKU ÞÁTT OG MÁ SJÁ HÉR BROT AF ÞVÍ BESTA. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Eva Björk Ægisdóttir evabjork7@gmail.com Farmers Market Borgarvænn útivistarfatnaður Farmers Market á víða upp á pallborðið og gengur við mörg tækifæri. Efnin eru náttúruleg og sniðin klæðileg. Huginn Muninn Þetta merki er þekktast fyrir fjölbreytilegar og nýstárlegar herraskyrtur sínar en þarna var bæði karl- og kvenfatnaður til sýnis og mátti greina ákveðinn víkinga- og valkyrjuanda í sýningunni þó að hann væri tónaður niður. S jö íslensk tískumerki tóku þátt í Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu síð- astliðinn laugardag. Þetta er í fjórða sinn sem þessi mikla tískuhátíð fer fram en í þetta skipti var hún með breyttu sniði og sýningarnar fóru allar fram sama dag en var ekki skipt niður á tvö kvöld. Hátíðin var að þessu sinni hluti af Hönn- unarmars og var margt um að vera í húsinu á sama tíma. Hátíðin er haldin til að vekja athygli á því sem ís- lenskir hönnuðir eru að gera og koma fjölmargir er- lendir gestir til landsins af þessu tilefni og hefur það nú þegar skilað sér í einhverri alþjóðlegri umfjöllun, meðal annars á vefsíðu þýska Vogue. Fatamerkin sem tóku þátt voru Huginn Muninn, REY, Mundi 66°Norður, JÖR by Guðmundur Jör- undsson, Andersen & Lauth, Farmers Market og ELLA og sýndu hönnuðir haust- og vetrartískuna 2013-14. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af því besta sem var sýnt á pöllunum um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.