Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Viðtal H úsið er auðþekkjanlegt. Það er flennistór mynd af Ladda á gaflinum,“ segir Ágúst Guðmundsson kvikmynda- leikstjóri þegar við mælum okkur mót á heimili hans á Grettisgötunni. Það stendur heima, Laddi fletur sig sann- arlega út á gaflinum, í draugslíki. Vel fer á því að viðtalið fari fram á heimili Ágústs enda er nýja kvikmyndin hans, gam- anmyndin Ófeigur gengur aftur, að stórum hluta tekin þar. Ágúst og fjölskylda fluttu bara út í tvo mánuði á meðan. „Það var mun hagkvæmara að flytja út en að setja upp leikmynd í stúdíói. Allt var hreinsað héðan út og nýir húsmunir komu í staðinn. Þá voru allir veggir málaðir dökkir til að auðvelda lýsingu,“ upplýsir Ágúst. Húsið var líka málað að utan fyrir tök- urnar og ekki hefur gefist tóm til að mála það aftur. Steypuskemmdirnar sem sjá má eru því falsaðar. Á húsbóndastólnum í stofunni liggur heim- iliskötturinn Skúli í makindum. Opnar annað augað til að huga að gestum. Hverfur síðan aftur inn í draumalandið. Saknar jarðlífsins En þá að erindinu. „Myndin fjallar um ungt par sem býr í þessu húsi,“ útskýrir Ágúst. „Faðir kon- unnar er nýlátinn og snemma í myndinni fer að bera á reimleikum. Hinn látni, Ófeigur, bjó hér alla tíð og er mjög ósáttur við áform unga fólksins um að selja húsið. Ófeigur saknar líka jarðlífsins og er ennþá bundinn af holdsins lystisemdum. Hann á erfitt með að láta af sínum löstum sem felast annars vegar í kvensemi og hins vegar brennivíns- drykkju.“ Það eru bara höfuðlestirnir! Ágúst segir það löngum hafa verið trú okkar Íslendinga að látnir alkóhólistar drekki í gegnum lifandi fólk. Spurður hvort hann þekki persónulega dæmi um þetta svarar hann neitandi – og þó. „Ég fór einu sinni til miðils sem sagði framliðna súpa af árunni. Hvað sem hann átti við með því. Hann kvaðst sjálfur vera óvirkur alkóhólisti og færi hann að drekka aftur yrði hann eins og stórfljót fyrir framliðnar fyllibyttur.“ Unga parið í myndinni lendir að vonum í vandræðum með hinn drykkfellda draug en greinir á um aðferðir til að taka á málinu. Hann vill grípa til galdrabókar en hún er því með öllu mótfallin. Með hagsmuni vænt- anlegra bíógesta í huga er best að segja ekki meira. Ágúst hafði lengi langað að gera mynd um draugagang og þegar háskólakönnun leiddi í ljós fyrir um sex árum að 70% þjóðarinnar trúa á drauga færðist hann allur í aukana. „Það vantar mynd fyrir þennan markhóp,“ segir hann kíminn. „Það er ekkert skrýtið að fólk hafi áhuga á framhaldslífi,“ segir Ágúst spurður um þetta draugablæti okkar Íslendinga. „Það er nánast eðlislægt að hafa trú á framhaldi á tilverunni. Íslendingar þekkja drauga og uppvakninga vel og vita hvaðan þeir eru komnir. Við erum svo vel að okkur í ætt- fræði. Og við þekkjum oft persónulega þá sem koma fram á miðilsfundum.“ Fór í smiðju til Þórbergs Rifjar hann í þessu sambandi upp gamla bók, Ævisögu Eyjasels-Móra, en þar hermir af vofu sem fylgdi ákveðinni ætt í nokkra liði. Var hægt að greina hver Móri þessi hafði verið í lifanda lífi. Ágúst tilgreinir einnig afturgönguna Jón Vestmannaeying sem Þórbergur Þórðarson lýsti í bókinni um Indriða miðil. „Ég notfæri mér einmitt frá- sögn af því þegar Jón Vestmannaeyingur reyndi að kasta Indriða miðli út um glugga á húsi. Ófeigur hefur svipaða tilburði frammi gagnvart óboðnum gesti í myndinni.“ Ekki orð um það meir. Tækni hefur fleygt fram í kvikmyndagerð og það var vatn á myllu Ágústs. „Nútíma- tækni í kvikmyndagerð leyfir það að gerðar séu allskonar fantasíur. Það er ein af ástæð- unum fyrir því að ég vildi gera þessa mynd núna, það hefði verið illmögulegt fyrir tutt- ugu til þrjátíu árum. Ég vildi að hinir fram- liðnu tilheyrðu annarri vídd og fékk til liðs við mig mikinn brellumeistara, Jörund Rafn Arnarson, sem fylgdist grannt með tökum og hefur unnið að útfærslunni ásamt sínu fólki síðan í desember. Auk þess að vera hálfgagnsær er draugurinn lýstur öðruvísi.“ Kvikmyndatökustjóri var Bergsteinn Björgúlfsson og litgreiningu annaðist Konráð Gylfason. Ágúst Guðmundsson kvik- myndaleikstjóri hefur ekki orð- ið var við draugagang á heimili sínu eftir að tökum lauk. Bundinn af holdsins lystisemdum GAMANMYND ÁGÚSTS GUÐMUNDSSONAR, ÓFEIGUR GENGUR AFTUR, VERÐUR FRUMSÝND Í SAMBÍÓUNUM Á MIÐVIKUDAGINN KEMUR. HERMIR ÞAR AF UNGU PARI SEM LENDIR Í VANDRÆÐUM MEÐ DRYKKFELLDAN OG KVENSAMAN FÖÐUR KONUNNAR – SEM FARINN ER YFIR MÓÐUNA MIKLU. MYNDIN VAR AÐ STÓRUM HLUTA TEKIN UPP Á HEIMILI LEIKSTJÓRANS SJÁLFS Á GRETTISGÖTUNNI. ÞAR UM SLÓÐIR GERIST VÍST MARGT! Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Portrett: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Ágúst tók sjálfur að sér hlutverk prestsins í myndinni. Hér gengur Gísli Örn Garðarsson til altaris. Halldóra Geirharðsdóttir leikur miðilinn sem fenginn er til að skakka leikinn á Grettisgötunni. *Hann kvaðst sjálfurvera óvirkur alkóhól-isti og færi hann að drekka aftur yrði hann eins og stórfljót fyrir framliðnar fyllibyttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.