Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 Ö ðru hverju gerist það í sögunni að tæknin umbyltir venjulegu lífi okk- ar á nokkrum ár- um eða áratugum, nóg er að nefna farsímana og tölvurnar sem dæmi. Færibandið jók mjög fram- leiðslumátt upp úr 1900 og þjark- ar, öðru nafni róbótar, hafa dregið mjög úr þörf fyrir mannshöndina í verksmiðjum síðustu árin. En nú virðist enn umfangsmeiri fram- leiðslubreyting vera á döfinni, jafn- vel bylting sem gæti gerbreytt samfélagsháttum og gert almenn- um borgurum kleift að færa „verk- smiðjuna“ heim til sín í kjallarann eða bílskúrinn. Fyrir fáeinum áratugum hefði nær allt sem fjallað verður um hér verið afgreitt með orðinu vís- indaskáldskapur, draumórar. En ekki lengur eins og sjá má af fjölda greina í virtum tímaritum eins og Economist, Atlantic og Science. Að „prenta“ hluti og menn Fyrir tæpum þrem áratugum var fyrsta nothæfa þrívíddarprentvélin/ tölvan kynnt, hér eftir verður oft- ast notað við heitið 3D. Hægt er að búa til þrívíddarteikningu af húsi eða hlut í tölvum, tæknin hef- ur lengi verið notuð af hönnuðum og arkitektum. En nú eru menn komnir lengra. Ekki er lengur lát- ið duga að prenta staf eða mynd á blað heldur eru menn farnir að framleiða með þessum hætti, „prenta“, alls konar hluti. Hvert lag af efninu er aðeins örlítið brot úr millimetra að þykkt, lögin eru „soðin“ saman með ofurhita leysi- geislans. Búnir eru til listmunir og leikföng, glös og bollar en líka fiðl- ur og byssur, einnig tanngómar, heyrnartæki og gervilimir sem eru frá upphafi sniðin að not- and- anum. Í rauninni er villandi að kalla þetta prentun, á ensku er nú fremur notað hugtakið „additive manufacturing“, fjöllaga verk- smiðjuframleiðsla sem er nokkuð stirðbusalegt. Nota má til bráða- birgða hugtakið „lag-oná-lag“. Enn sem komið er hafa menn ekki lagt í að reyna að búa til bíl- vél með 3D-tækni en smíðuð var yfirbygging á smábíl og Airbus- verksmiðjurnar stefna að því að framleiða flóknasta hluta farþega- þotunnar, sjálfan vænginn, með lag-oná-lag-tækni. En einnig gera menn nú tilraunir með hönnun og smíði líffæra! Sum erfið form er að sögn hönnuða varla hægt að framleiða nema með 3D-tækni. Á vef orku- málaráðuneytis Bandaríkjanna er fjallað um framtíð þrívíddarprent- unar og sagt að áhrifin á vöru- framleiðslu muni verða ótvíræð. Tæknin geti „hraðað geysilega ný- sköpun, stytt birgðaleiðir, snar- minnkað notkun efnis og orku og dregið úr sóun“. Og hagkvæmni fjöldaframleiðslunnar verður miklu minni en núna; auðvelt er að breyta skipunum um lögun og efn- isval í hverri tölvu. Klæð- skerasauma vöruna. Sumar af breytingunum sem 3D veldur munu gera okkur lífið þægilegra, aðrar geta bjargað mannslífum. Og hægt verður að framleiða vörur allan sólarhringinn án þess að mannshöndin geri ann- að en stilla tölvuna og starta tæk- inu. Þessi ómannaða, breska flugvél kostaði um eina milljón króna og var að mestu búin til í 3D-prentara, rafmótor hennar þó undanskilinn. Vænghafið er nær tveir metrar og hámarkshraði um 160 km á klukkustund. Lag ofan á lag ofan á lag ofan á ... *Búnir eru til listmunir ogleikföng, glös og bollar enlíka fiðlur og byssur, einnig tanngómar, heyrnartæki og gervilimir sem eru frá upphafi sniðin að notandanum. Möguleikar 3D-prentunar virðast ævintýralegir, búin hafa verið til flauta og fiðla í slíkum tækjum. Síðastnefnda hljóðfærið, reyndar í tveim eintökum, var búið til í fyrra við háskólann í Exeter og sagt frá málinu á CNN-sjónvarps- stöðinni. En úr hverju er fiðlan? Efnið er háþróað polymer-efni sem kallast polyether ketone, það er ákaflega sterkt og er m.a. notað í geimför og tæki sem grædd eru í sjúklinga. 3D-tækið sem bjó til fiðluna notaði svo- nefnda laser-sintering aðferð til að móta einstaka hluta fiðlunnar og þá er hitinn allt að 385 gráður á Celsius. Laura Powell, 15 ára stúlka, nemandi við South West- tónlistarskólann í Exeter var látin prófa fiðluna og bar ekki á öðru en að allt virkaði mjög vel. GÆÐAFIÐLA SEM BÚIN VAR TIL Í VÉL OG VIRKAR Laura Powell með 3D-fiðluna. Gert er ráð fyrir að um 2025 verði komið í gagnið hnattrænt net af miðstöðvum 3D-prentara til vöru- framleiðslu. Nýting á hráefni verð- ur margfalt betri en í hefðbundnum verksmiðjum, afsag er nánast ekki neitt af því að vélin notar aðeins það magn af hráefni sem hún þarf. Hægt verður að framleiða flókna hluti í einu lagi. Velja má hönnun úr ýmsum áttum, skanna hana inn í tölvuna, endurbæta hönnunina eða lagfæra, búa til sína eigin hönnun. Ekki þarf að hafa til taks fjölda verkfæra og ekki þarf lengur að nota og eiga fjölda móta fyrir mis- munandi stærðir og gerðir um- ræddra tækja eða áhalda. Nóg að breyta stillingunni í tölvunni. Árið 2006 urðu þau tímamót að kynnt var fyrsta vélin sem getur „fjölgað sér“, búið til varahluti í sig og jafnvel aðra, sams konar vél. En hvað verður um einkaleyfi ef fólk getur t.d. búið til sín eigin lyf heima eftir að hafa komist yfir formúlu sem einhver hefur lekið á netið? Gefast lyfjafyrirtækin upp bar- áttulaust? Því er spáð að 3D- tæknin muni á næstu árum hleypa af stað harkalegum málaferlum um allan heim. Þrýst verði á löggjafann að setja skorður við framleiðslu 3D-prentaranna sem á næstu ára- tugum gætu orðið álíka hvers- dagsleg heimilistæki og eldavélar. EINKALEYFISHAFAR GÆTU HAFIÐ STRÍÐ DRAUMAR VÍSINDASKÁLDSAGNANNA RÆTAST NÚ MEÐ ÓTRÚLEGRI ÞRÓUN ÞRÍVÍDDARPRENTUNAR, ÖÐRU NAFNI 3D. HITI FRÁ LEYSI-GEISLUM ER NOTAÐUR TIL AÐ HLAÐA UPP ÖRÞUNNUM LÖGUM AF MULDU EÐA FLJÓTANDI HRÁEFNI AF ÖLLU HUGSANLEGU TAGI OG ÚTKOMAN VERÐUR HLUTIR EINS OG BOLLAR OG LEIKFÖNG EN LÍKA HEYRNARTÆKI OG HUGSANLEGA FLUGVÉLAVÆNGIR – JAFNVEL LÍFFÆRI! Kristján Jónsson kjon@mbl.is 3D-vélin sem leysir vandann og getur fjölfaldað sjálfa sig. Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti) koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is. Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Nánari upplýsingar eru á ob.is/Vildarkerfi. -15kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.