Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Side 51
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
félagi. Heimur trygginga og heimur leik-
hússins eru tveir gerólíkir heimar. Í leikhús-
inu er ætlast til þess að maður sé alltaf að
gefa af sér alls kyns tilfinningar – reiði og
gleði. Í tryggingunum eru það trygg-
ingalögin sem eru lokaniðurstaðan. Og það
er ekkert annað í boði en að fara eftir lög-
unum þegar ágreiningur rís, ekkert hægt að
ræða það fram og til baka eins og í leikhús-
inu. Á þessum tímapunkti var ég búinn að
vinna á kvöldin og um helgar í aldarfjórð-
ung en núna er ég frá níu til fimm. Það
fannst mér vera stór kostur og var ásamt
öðru það sem ég var að leita að þegar ég
skipti. Það er mjög góður andi á þessum
vinnustað, tryggingafélaginu Verði, og það
er kannski aðalatriðið, ef ég hefði lent á ein-
hverjum öðrum stað þar sem andinn væri
ekki svona góður hefði ég líklegast ekki ver-
ið svona ánægður. En ég verð líka að hafa
eitthvað skapandi með og er svo heppinn að
ég á afar skilningsríka vinnuveitendur. Það
eru ekki allir sem myndu kannski vera ró-
legir með að starfsmaðurinn í tryggingafyr-
irtækinu þyrfti að fljúga til Sardiníu til að
leika útrásarvíking. En við getum kannski
orðað þetta svo að ég sé kominn í ótíma-
bundið frí frá leikhúsinu, kannski fer ég
þangað aftur, hver veit? En ég geri töluvert
af því að lesa upp, meðal annars inn á hljóð-
bækur, og þar fæ ég nokkra útrás fyrir
sköpunarþörfina.“
Sirrý og Kristján verða eilítið vandræða-
leg þegar þau eru spurð hvort þau séu alltaf
sammála um allt. Þeim reynist í það
minnsta erfitt að finna eitthvað sem þau eru
ósammála um.
Sirrý „Ég trúi því nú varla að það sé ekki
eitthvað þarna til að deila um. Það hlýtur að
vera eitthvað Kristján?“
Kristján „Ja, það sem ég hef lagt til er
það smávægilegt að þér finnst asnalegt að
telja það upp eins og hvernig ég fer yfir
með ryksugunni.“
Sirrý „Eflaust hefur það hjálpað okkur að
við höfum tekið á vandamálum sem hafa
komið upp og ekki flúið af hólmi. En fólk er
svo allavega. Mér finnst engin ástæða fyrir
fólk að hanga saman í hjónabandi ef það
hefur enga hamingju að gefa hvort öðru. Ég
hugsa að okkar samband sé ekki nein fyr-
irmynd að því hvernig fólk á að vera. Mér
finnst ekkert unnið með því að segja fólki að
það eigi að vera eins og ég eða við. Mér
leiðast predikanir ákaflega og reyni að tala
aldrei þannig til fólks.“
Kristján „Hver og einn verður að finna
sína leið. Maður á einfaldlega að vera vel
undir það búinn þegar hamingjan kemur og
taka henni opnum örmum.“
Sirrý „Já og hamingjan getur komið yfir
mann allt í einu í hvunndeginum. Til dæmis
þegar maður situr úti í garði með kaffibolla
og er í sátt við sjálfa sig og aðra og þá er
að taka eftir þegar hamingjan bankar upp á.
Eða eins og Ingibjörg Haraldsdóttir frænka
mín sagði í kvæði sem hún orti: „Þarna er
hún lifandi komin, hamingjan.““Morgunblaðið/Golli
* „Ég er svo heppinnað ég á afar skiln-ingsríka vinnuveitendur.
Það eru ekki allir sem
myndu kannski vera
rólegir með að starfs-
maðurinn í trygginga-
fyrirtækinu þyrfti að
fljúga til Sardiníu til að
leika útrásarvíking.“