Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Síða 53
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Útskriftarnemendur á leik-
arabraut LHÍ sýna Draum
á Jónsmessunótt, hið
kunna leikverk Shake-
speares, á laugardags- og sunnudags-
kvöld klukkan 20. Sýnt er í Smiðjunni
við Sölvhólsgötu.
2
Á sunnudag klukkan 14
verður Halldór Björn
Runólfsson safnstjóri
Listasafns Íslands með leið-
sögn á ensku um sýningarnar í safn-
inu. Í „Gamlar gersemar“ getur að
líta verk eftir löngu látna innlenda og
erlenda listamenn. Á hinni sýningunni
eru verk „erlendra áhrifavalda“.
4
Litli leikklúbburinn á Ísafirði
frumsýnir í Edinborgarhús-
inu á laugardagskvöld klukk-
an 21 söngsýninguna „Gúttó
– Hlegið hátt og dansað dátt í 40 ár“.
Saga Gúttó á Ísafirði er rifjuð upp í
tali og tónum.
5
Músíktilraunum, hinni ár-
legu grasrótarkeppni hljóm-
sveita, lýkur með loka-
tónleikum í Silfurbergi í
Hörpu klukkan 17 á laugardag. Þar
takast á þær ellefu sveitir sem komust
áfram í forkeppninni. Mega gestir eiga
von á að heyra allrahanda tónlist og
margt gott, enda hafa margar sig-
ursveitanna náð langt í kjölfarið.
3
Blúsáhugamenn eiga von á
góðu næstu daga, því Blúshá-
tíð verður haldin í vikunni í tí-
unda sinn. Laugardagur er
blúsdagur og klukkan 14 verður há-
tíðin sett í Hörpu. Þar verður tilkynnt
hver er blúsmaður ársins og lifandi
blús verður fluttur á svæðinu.
MÆLT MEÐ
1
Við snúum alltaf aftur norður að leika áhátíðinni því það er stemning yfirþví, allt önnur stemning en í Reykja-
vík,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari.
Hún stendur í sextánda sinn fyrir tónlist-
arhátíðinni Músík í Mývatnssveit um
páskana. Tvennir tónleikar verða haldnir,
þeir fyrri í Skjólbrekku klukkan 20 á skír-
dag, þar sem flutt verður svellandi fjörug
Vínartónlist, og kl. 21 í Reykjahlíðarkirkju
að kvöldi föstudagsins langa.
Flytjendur á hátíðinni að þessu sinni eru,
auk Laufeyjar, þau Einar Jóhannesson klar-
inettuleikari, Hávarður Tryggvason kontra-
bassaleikari og Aladár Rácz píanóleikari.
Sérstakur gestur á fyrri tónleikunum er
Björn Jónsson tenór en þá, rétt eins og á
seinni tónleikunum, kemur Þóra Einarsdóttir
sópran einnig fram.
Samkvæmt venju geta tónleikagestir geng-
ið kringum Mývatn að morgni föstudagsins
langa, eða notið þess að hvíla sig, skoða
sveitina og borða góðan mat, áður en tón-
leikarnir hefjast í Reykjahlíðarkirkju um
kvöldið. Laufey segir helgiblæ verða yfir
þeim en meðal annars verða flutt þrjú lög
eftir Ingibjörgu Guðlaugsdóttur við kvæði
ömmu hennar Jakobínu Sigurðardóttur frá
Garði. Einnig verða á efnisskránni verk
ítalskra snillinga á borð við Vivaldi og Ross-
ini.
„Í þessu umhverfi skapast oft mikil nánd,
annars vegar milli flytjenda, og hinsvegar
milli flytjenda og áheyrenda,“ segir Laufey.
„Tónlistarfólkið kemst oft á flug og við höf-
um átt ógleymanlegar stundir á þessum
tónleikum. Þess vegna snúum við alltaf aft-
ur.“
Afleikur á þingi
Sú nýjung verður á tónleikunum í Skjól-
brekku að í hléi munu metnaðarfullar mý-
vetnskar konur bjóða gestum að bragða á
mat úr héraðinu. Laufey vonast til þess að
það mælist vel fyrir. Hún segir Hótel
Reynihlíð að venju vera einn aðalbakhjarl
tónleikanna og það bjargi framkvæmdinni
að nokkur fyrirtæki styðji við bakið á þeim.
Laufey segir róðurinn hafa þyngst þegar
þessi tónlistarhátíð, sem aðrar, var tekin af
fjárlögum.
„Það er ekki auðvelt að láta enda ná sam-
an og það ráðslag alþingismanna að taka
tónlistarhátíðir út af fjárlögum var afleikur.
Nema að tilgangurinn hafi verið að ganga
af viðburðum sem þessum dauðum,“ segir
hún og bætir við að það sé mikilvægt að
tónlistarfólkið sem komi fram fái greitt fyrir
sína vinnu. efi@mbl.is
TÓNLISTARHÁTÍÐIN MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT HALDIN Í SEXTÁNDA SINN
„Ógleymanlegar stundir“
KUNNIR TÓNLISTARMENN TAKA
HÖNDUM SAMAN Á TVENNUM
TÓNLEIKUM Á TÓNLISTARHÁTÍÐ
VIÐ MÝVATN UM PÁSKANA.
„Tónlistarfólkið kemst oft á flug og við höfum
átt ógleymanlegar stundir á þessum tón-
leikum,“ segir Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Rósa Braga
Félagarnir Rúnar Freyr Gíslason
og Páll Steinarsson vilja glæða
Edrúhöllina lífi og bjóða alla vel-
komna á tónleika með Bigga
Hilmars á þriðjudag.
Biggi
Hilmars
Valdimar