Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.3. 2013 BÓK VIKUNNAR Sumar án karlmanna eftir Siri Hustvedt er besta bókin á markaðnum nú um stundir. Skemmtileg, snjöll og vitsmunaleg skáldsaga. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Öll ættum að við leggja okkurfram við að varðveita barnið íokkur því fátt er ömurlegra en að verða úrill og nöldrandi manneskja. Afar fá börn eru þannig en ansi margir fullorðnir. Gott ráð til að glata ekki al- gjörlega barninu í sér er að lesa einstaka sinnum barnabækurnar sem heilluðu mann í æsku. Um daginn var ég minnt á bækur sem ég lá yfir þegar ég var barn. Þetta gerðist þegar ég sá í sjónvarpi þáttinn Just Willi- am sem er breskur gamanþáttur byggð- ur á sögunum um Grím grallara eftir Richmal Cromp- ton. Ég vissi ekk- ert um höfundinn fyrr en nýlega, en Crompton var kona sem giftist aldrei og var barnlaus, en skildi óþekka drengi býsna vel. Grímur var ansi uppátækjasamur drengur með kald- hæðinn húmor og hafði ákveðna óbeit á borgaralegu og ófrumlegu lífi fullorðna fólksins. Hann var stöðugt að fá hugmyndir og var óhræddur við að hrinda þeim í fram- kvæmd. Hann lagði það á sig að stela rjómabúðingi úr búrinu til að gleðja nágrannastúlkuna. Hann tók klukkuna heima hjá sér í sundur til að kanna inn- volsið og tilkynnti foreldrum sínum að það væri nánast kraftaverk að klukkan hefði virk- að allan þennan tíma því hún hefði frá upphafi verið vitlaust samansett. Grímur var aldrei kyrr og komst yfir að gera margt, for- eldrum sínum til mikillar mæðu. Ég var prúð og stillt stúlka sem var flestum stundum inni að lesa bækur og fékk aldr- ei jafn frumlegar hugmyndir um verkleg- ar framkvæmdir og Grímur grallari. En ég dýrkaði hann og safnaði bókunum um hann sem urðu ansi margar. Ég á enn bækurnar um Grím grallara uppi í hillu og las í þeim eftir að hafa séð sjónvarpsþáttinn. Þær eru enn jafn bráð- skemmtilegar og heillandi. Ég gæti aldr- ei látið þessar bækur frá mér. Fyrir einhverjum árum heyrði ég Ein- ar Kárason bera lof á bækurnar um Grím grallara. Var það mjög við hæfi því enginn íslenskur rithöfundur er líklegri til að vera aðdáandi Gríms grallara en einmitt hann. Mig langaði til að faðma Einar þegar ég heyrði hann hrósa bók- unum en hann kunni sumt í þeim utan að. Einar hafði orð á því að þessar bækur ætti að endurútgefa. Ég gæti ekki verið meira sammála honum. En bækurnar eru á sínum stað í bókahillunni og eru ekki líklegar til að rykfalla. Þetta eru bækur sem gleðja og gera mann yngri. Orðanna hljóðan SÍGILDUR GRALL- ARI Einar Kárason B oðskapur Lúsífers er spennusaga eftir Norðmanninn Tom Egeland. Hún er fjórða bók hans sem kem- ur út á íslensku. Í Boðskap Lús- ífers er fornleifafræðingurinn Björn Beltö aðalpersónan og hefur leit að sögunni á bak við ævafornt handrit. Egeland hefur skrifað allmargar bækur um Björn Beltö og þær njóta vinsælda víða um heim. „Allar bækur mínar um fornleifafræðinginn Björn tengjast efni úr Biblíunni,“ segir Egel- and. „Í þessum bókum er ég að kynna hug- myndir Biblíunnar og túlka þær á nýjan hátt. Boðskapur Lúsífers fjallar um Satan. Í Gamla-testamentinu er Satan engill, hægri hönd Guðs, en í Opinberunarbókinni er hann orðinn að skrímsli. Hluti af Boðskap Lúsífers fjallar um umbreytingu Satans frá því að vera engill yfir í það að verða djöfull sem að lokum fékk horn og hala“. Spennusögur þínar um Borg fjalla í og með um efni Biblíunnar. Hvaðan sprettur þessi áhugi á Biblíunni? „Ég er guðleysingi sem er heillaður af Biblíunni því þar eru sagðar mikilfenglegar sögur. Ég hef haft áhuga á Biblíusögum síðan ég var tíu ára. Ég var mjög trúaður en þegar kom að fermingarundirbúningnum glataði ég trúnni. Að hluta til var það vegna þess að presturinn sagði mér hvernig hlutirnir væru. Það var enginn efi í hans huga. Hann hafði fundið sannleikann. Innra með mér gerði ég uppreisn gegn því. Bækurnar um Björn Beltö eru glæpasögur þar sem grunnurinn er gagnrýn afstaða til sagna Biblíunnar og Biblíutúlkana. Ég er ekki að ráðast á trúna en ég er að vara við bók- stafstrú því hún getur verið mjög hættuleg. Egeland hefur verið kallaður hinn norski Dan Brown. „Við enda hringsins kom út árið 2001 tveimur árum áður en Da Vinci lykillinn, þannig að ég var ekki að stæla Dan Brown. Velgengni Da Vinci lykilsins varð svo til þess að mikil eftirspurn varð eftir bókum sem tengjast gömlum tímum og Biblíunni. Þannig opnaðist stór markaður fyrir bækur mínar sem koma nú út í 23 löndum. Það hefði ekki gerst án Dans Brown. Ég er honum þakk- látur en ég er ekki sérlegur aðdáandi bóka hans. Hann er vissulega fundvís á góðan söguþráð en stíllinn er stirður og klaufaleg- ur.“ Velgengni bóka Egelands hefur orðið til þess að hann getur nú lifað afar góðu lífi á ritstörfunum en áður starfaði hann sem fjöl- miðlamaður. Framboð á norrænum glæpa- sagnahöfundum er mikið. Hverju þakkar hann velgengni sína. „Maður þarf að vera heppinn og hafa einhverja sérstöðu sem glæpasagnahöfundur,“ segir hann. „Á síðasta ári komu út rúmlega 50 glæpasögur eftir norska höfunda þannig að lesendur hafa úr nægu að velja. Norskur glæpasagnahöfundur sem ætlar að ná árangri getur ekki leyft sér að skrifa eins og allir hinir. Þegar ég hóf feril minn ákvað ég að skrifa ekki löggusögu því það er einmitt það sem svo margir norskir höfundar eru að gera. Löggan í sögum þeirra er með drykkjuvandamál, þunglynd og býr við vandræði í einkalífi. Ég kaus að skrifa um fornleifafræðing sem er ekki dæmigerð hetja eða spæjari. Þetta gekk upp því mér gengur afskaplega vel. Meðan lesendur hafa áhuga mun ég halda áfram að skrifa glæpasögur í þessum dúr.“ Hversu vel vegnar þér fjárhagslega? „Ekki eins vel og Jo Nesbø en samt þannig að ég lét það eftir mér að kaupa Ferrari.“ Læturðu þig dreyma um að Hollywood sækist eftir að kaupa kvikmyndaréttinn að bókum þínum eins og gerðist hjá Nesbø? „Nesbø sagði eitt sinn í gríni að hann myndi selja kvikmyndaréttinn að bókum sín- um ef Martin Scorsese hringdi. Svo einn daginn hringdi Scorsese. Ég sel Hollywood kvikmyndaréttinn að mínum bókum ef Ste- ven Spielberg hringir.“ TOM EGELAND ER TRÚLEYSINGI SEM SÆKIR EFNIVIÐ Í BIBLÍUNA Heillaður af Biblíunni Tom Egeland. Norskur glæpasagnahöfundur sem ætlar að ná árangri getur ekki leyft sér að skrifa eins og allir hinir. Þegar ég hóf feril minn ákvað ég að skrifa ekki löggusögu. BOÐSKAPUR LÚSÍFERS ER SPENNU- SAGA EFTIR NORÐMANNINN TOM EGELAND EN BÆKUR HANS NJÓTA MIKILLA VINSÆLDA VÍÐA UM HEIM. Erfitt er að gera upp á milli barna sinna – í þessu tilviki bóka og höf- unda. Til einnar bókar leita ég oftar en annarra þegar kollurinn fer á skjön – Handa og orða Sigfúsar Daðasonar. Sjálfgerðir fjötrar / eru traustastir fjötra – sagði Sig- fús. Átta ára týndist ég einn dag, las Dittu manns- barn – undarlegt að láta karlinn Martin Andersen Nexö segja sér hvað það er að vera stúlka – jafn undarlegt og Svanurinn hans Guðbergs – að karl- maður skrifi slíka bók! Ský í buxum Majakovskís opnaði nýja sýn ámóta og Unglingurinn í skóginum hans Hall- dórs Laxness – en Gerpla – hvílíkt háð um stríð og kallagrobb! Sögur Svövu Jakobsdóttur – bara taka heilann úr konunni – flott. Börn Arbats eftir Rybakov sagði mér enn og aftur hve valdið er hættulegt, hið sama með Forseta lýðveldisins eftir Asturias. Ég dett í höfunda: eftir Homo Faber Max Frisch komu aðrar bækur hans, sama gilti með Bulgakov eftir Meistarann og Marga- ritu, Toni Morrison eftir Beloved. Að ógleymdum dásemdarhöfundum: Pedro Almodovar, André Breton, Anaïs Nin … Bækur Auðar Jónsdóttur skrifaðar með ótrúlegri yfirvegun og hlýju og Kristínar Eiríksdóttur sem er svo gammelklog – að það hálfa er nóg. Og Gyrðir allur. Enginn þarf að örvænta – nóg að lesa! Í UPPÁHALDI BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Birna Þórðardóttir örvæntir ekki enda hefur hún nóg að lesa. Morgunblaðið/Golli Sigfús Daðason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.