Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.03.2013, Qupperneq 59
24.3. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Okkar strangi í veitingahúsi. (8) 4. Vant ullarflóka í efa. (6) 8. Trítlandi Dani flækist í kringum pilt. (8) 10. Stoppa upp mann með grjóti. (11) 12. Makaleysi skotvopns. (9) 13. Tilbúningur á múrsteinum byggir á kaldlyndi. (10) 15. Geymir lifandi þar? (11) 16. Guð þar til hann er bilaður og sér hlutina eins og þeir eru. (7) 17. Berja á lasleika. (6) 18. Höfuð við dansk-íslenskan bæ og heimili dýra. (6) 19. Opnun í einni málsgrein. (7) 20. Bútur úr fjárgirðingu er ólögmæt röskun. (10) 23. Smyrja æpandi og trufla. (5) 25. Fella stól og bylta. (10) 29. Bókstafur sem betra er að borða lendir í eyðingartæki. (6) 31. Sé þessa fimmtíu ofan í íþróttafélagi. (11) 34. Ætlan Daníels er sögð varða svæði. (7) 35. Hik, von og bænir um bónorð. (9) 36. Skálar sem innihalda gasform vatns á Snæfellsnesi. (10) 37. Sjá stingina valda óttanum. (8) LÓÐRÉTT 1. Sársauki við að framkvæma refsingu í fótbolta. (11) 2. Stjórnandi auðkennis vefsíðu á miðöldum? (9) 3. Ágeng við umfangsmikla út af dáð. (9) 5. Heyra að kvenmannsrómur veki mesta öryggi. (10) 6. Klukkuverk er rusl. (8) 7. Hjón við reyk sem er ekki takmarkaður. (5) 9. Keppni fréttamanna í formi. (9) 11. Að korti loknu kemur tónlist. (9) 14. Hér var sú fyrsta sótt í veikindum. (8) 18. Gangbeisli í grænmeti. (8) 21. Bollinn sem ég tek aftur úr sin. (8) 22. Gott á undan verk. (8) 24. Móse er stór við höfuðborg og með drykk. (8) 26. Tilraunaglös eru ekki laus við örðu. (8) 27. Hluti bókar með tvíhljóða og stami fjallar um veiði. (8) 28. Heyri allt um sæ frá hamingjusömu. (6) 30. Sá fyrsti gefur dýr. (6) 32. Komast að nærkomnum. (5) 33. Dó öfugsnúin við önugt sem var kostnaðarlítið? (5) Áskorendamótið í Londonhefur þróast eins og búistvar við; Magnús Carlsen, sem BBC kallaði „Justin Bieber skákarinnar“ og á öðrum stað er nefndur „David Beckham skák- arinnar,“ er í efsta sæti eftir fimm umferðir en hann deilir því sæti með Armenanum Levon Ar- onjan. Það sem veldur aðdáend- um Norðmannsins hinsvegar áhyggjum er hversu farsæll Ar- onjan hefur verið; Armeninn slapp með jafntefli eftir mikla erf- iðleika gegn Kramnik í fimmtu umferð og miðað við stöðurnar sem hann er að fá upp eftir byrj- unina eða í miðtaflinu virðist hann alltaf fá hámarks útkomu úr hverri viðureign. Kasparov hefur látið svo um mælt að Aronjan sé stórhættulegur keppinautur Norðmannsins og minnti á að lið- in eru 50 ár frá því að Armeninn Tigran Vartan Petrosjan varð heimsmeistari eftir einvígi við Mikhael Botvinnik. Einn þekkt- asti stórmeistari Breta, stærð- fræðingurinn John Nunn, taldi að úrslit mótsins myndu ráðast í lokaumferðinni. Staðan fyrir bar- áttu þessarar helgar en þá lýkur fyrri umferðinni af tveimur er þannig: 1.-2. Carlsen og Aronjan 4½ v. (af 6) 3.-4. Svidler og Kramnik 3. v. 5.-6. Radjabov og Grischuk 2½ v. 7.-8. Gelfand og Ivantsjúk 2. v. Sennilega má afskrifa alla aðra en tvo efstu hvað varðar baráttuna um efsta sætið. Kramnik ætlar sér þó örugglega stóra hluti en hefur enn ekki komist úr jafn- teflisgírnum. Enginn er að tala um Peter Svidler og kannski kemur tími Hr. X á vettvangi heimsmeistarakeppninnar. Aronj- an hóf mótið með sigri yfir áskor- enda Anands frá því í Moskvu sl. vor í skák sem hér fer á eftir: Áskorendamótið í London; 1. umferð: Lev Aronjan – Boris Gelfand Grunfelds vörn 1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 g6 4. e3 Rf6 5. d4 cxd4 6. exd4 d5 7. cxd5 Rxd5 8. Db3 Rxc3 9. Bc4! Snjall millileikur sem kom fyrir í fyrra heimsmeistaraeinvígi Spasskí og Petrosjan árið 1966. En Gelfand hefur fengið þetta á sig áður og er öllum hnútum kunnugur. 9. … Rd5 Petrosjan lék 9. … e6 og eftir 10. bxc3 Bg7 11. Ba3 ætluðu menn vart vatni að halda af hrifningu yfir svarleiknum, 11. …. Bf8. Nú er vit- að að hvítur heldur þægilegu frum- kvæði með 12. 0-0, t.d. 12. … Bxa3 13. Dxa3 De7 14. Dc1 o.s.frv. Í stað 10. … Bg7 má reyna 10. … Bd7. 10. Bxd5 e6 11. Bxc6 bxc6 12. 0-0 Be7 13. Be3 Dd5 14. Hfc1 Dxb3 15. axb3 Bb7 16. Re5 0-0 17. Ha4 Hfd8 18. Rc4 Bf6 19. Ra5 Hd7 20. Hb4 Ba6 21. Rxc6 Hb7 22. h3 Kg7 23. Hxb7 Bxb7 24. Re5 Bd8 Ekki slæmt en undirbýr samt tapleikinn. Eftir 24. … Hc8 á svart- urgóða möguleika á að ná jafntefli. 25. b4 Hc8? Svartur ætti að halda velli með 25. …Bd5 eða 25. … Bb6. En nú kemur óvæntur leikur. 26. Bh6+! Kg8 27. Hxc8 Bxc8 28. Rc6! Bf6 29. b5! Alls ekki 29. Rxa7 Bb7 30. Be3 Kf8 o.s.frv. 29. … Bd7 30. g4! Sigurleikurinn sem afhjúpar leyndarmál margra endatafla; að oft er hægt að spinna mátnet í ein- földum stöðum. Nú gengur ekki 30. … a6 vegna 31. g5! Bh8 32. Re7 mát eða 31. … axb5 32. Rb8! og vinnur mann. 30. … g5 31. h4! gxh4 32. g5 Bxc6 33. bxc6 Bd8 Það lá alltaf fyrir að þetta væri vonlaust þar sem svarti kóngurinn er lokaður inni. 34. Kg2 Bc7 35. Kh3 – eftir að h4-peðið fellur hraðar kóngurinn sér yfir á drottning- arvænginn. Við þeirri áætlun er ekkert svar. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Aronjan er helsti keppinautur Magnúsar Carlsen Verðlaun eru veitt fyrir krossgátu vikunnar. Senda skal þátttökuseðil í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 24. mars rennur út á hádegi 27. mars. Vinningshafi krossgát- unnar 17. mars er Erla H. Ásmundsdóttir, Mela- teig 41 (201), Akureyri. Hún hlýtur í verðlaun bókina Hvítfeld, fjöl- skyldusögu, eftir Kristínu Eiríksdóttur. Forlagið gefur bókina út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.