Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 1
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Fulltrúar Landspítalans í samstarfs- nefnd LSH og SFR hafa ekki fengið þau skilaboð frá fjármálaráðherra sem fulltrúar SFR hafa fengið um að launaleiðrétt- ingar samkvæmt jafnlaunaátaki skuli ganga til kvennastétta SFR innan LSH. Í gærmorgun funduðu fulltrúar BSRB með vel- ferðarráðherra og fjármála- ráðherra. For- maður SFR, Árni Stefán Jónsson, sat þann fund og segir að þar hafi hann fengið staðfestingu frá ráðherr- unum á að launaleiðréttingar myndu ná til áðurnefndra hópa inna SFR. Í kjölfarið fundaði samstarfsnefnd SFR og LSH. Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri LSH, segir að skila- boð frá ráðuneytinu hafi ekki borist en skv. upplýsingum fulltrúa SFR muni þau væntanlega berast eftir helgi. Hún segir það liggja fyrir að Landspítalinn hafi ekki bolmagn til að hækka laun um- fram kjarasamninga nema til komi framlag frá ríkinu. Árni segist ganga út frá því að um sambærilegar hækkanir verði að ræða og hjúkrunarfræðingar fengu í febrúar. Hann leggur áherslu á að um sé að ræða lægst launuðu starfs- menn spítalans. M Vilja launaleiðréttingu »2 Bíða aðkomu ríkisins Stórir hópar » Um 900 fé- lagsmenn SFR vinna á Land- spítalanum. » Þeir sinna ólíkum störf- um, eru bæði fag- og ófag- lærðir. » 76% þeirra eru konur.  Hafa ekki fengið sömu skilaboð L A U G A R D A G U R 6. A P R Í L 2 0 1 3  Stofnað 1913  79. tölublað  101. árgangur  LÍFIÐ ER LÍNUDANS HJÁ STEVE MASON HJÁLPA ATVINNU- LEITENDUM SÉR FEGURÐ Í HLUTUM SEM FÓLK LOSAR SIG VIÐ SUNNUDAGUR KRISTÍN 10NÝ PLATA 56 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þrátt fyrir að hafa fylgst með þróuninni undanfarin ár kom það mér samt á óvart að sjá hvað ísinn er veiklulegur í raun og veru,“ sagði Ingibjörg Jónsdóttir, haf- ísfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Hún sigldi með Snædrek- anum þvert yfir Norður-Íshafið í ágúst og september 2012. Þá var hafísinn á norðurhjara í sögulegu lágmarki. Ingibjörg sagði að leiðangurinn hefði skilað afskaplega verðmæt- um gagnasöfnum um ástand haf- ísþekjunnar við þetta lágmark. „Megnið af ísnum sem er þarna núna er minna en árs- gamalt. Ísþekjan hefur veikst mörg undanfarin ár. Ísinn er þunnur og veður og öldur brjóta hann auðveldar upp en gamla ís- inn,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði uggvænlegt hvað breytingarnar gerðust hratt á norðurslóðum. Að- spurð sagði hún að ástand hafíss- ins í norðurhöfum þýddi ekki að ekki gæti aftur komið hafísár á Ís- landi. „Það geta verið sveiflur og þeir hjá Hafrannsóknastofnun hafa bent á að það hafi safnast fyrir ferskvatn í Norður-Íshafinu. Þeg- ar það fer út um Framsund getur það valdið tímabundinni aukningu á hafís. Það munu verða sveiflur, en líkurnar hafa minnkað á að það komi aftur hafísár eins og 1965 eða 1968. Ísmagnið er orðið svo miklu minna en það var.“ »24 Hafísinn var veiklulegur  Hraði breytinga á norðurskautssvæðinu er uggvænlegur Ingibjörg Jónsdóttir Einar Kristinn Kristgeirsson og Helga María Vil- hjálmsdóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í svigi en Skíðamót Íslands stendur yfir á Ísafirði þessa dag- ana. Einar er hér á milli þeirra Brynjars Jökuls Guðmundssonar og Jakobs Helga Bjarnasonar sem enduðu í öðru og þriðja sæti í karlaflokki. Áfram er keppt við mjög góðar aðstæður á Ísafirði í dag og á morgun. » Íþróttir Einar og Helga Íslandsmeistarar í svigi Ljósmynd/Benedikt Hermannsson Skíðamót Íslands fer fram á Ísafirði þessa dagana  Bjørn Richard Johansen, norskur sérfræðingur í áfallastjórnun og al- mannatengslum, veitir krónuhópi erlendra kröfuhafa Glitnis og Kaupþings ráðgjöf í tengslum við mögulega nauðasamninga þrotabú- anna. Þetta herma heimildir Morg- unblaðsins. Johansen þekkir vel til Íslands og stýrði meðal annars almannatengslaaðgerðum fyrir stjórnvöld í kjölfar bankahrunsins. Hlutverk krónuhópsins er að leita leiða um hvernig hægt sé að draga úr þeim áhrifum sem út- greiðsla krónueigna gæti haft fyrir fjármálastöðugleika á Íslandi. »27 Aðstoðar krónu- hóp kröfuhafa „Endurreisn vestrænna samfélaga eftir stríð byggist á samfélagslegri samstöðu um stöðugleikann sem höfuðmarkmið,“ segir Árni Páll Árnason, formað- ur Samfylkingar- innar, og gagn- rýnir stefnu Sjálfstæðis- flokksins og þó sérstaklega Framsóknar- flokksins í því sambandi. „[…]efnahags- loforð Framsóknar bendir ekki til áhuga á stöðugleika ef einhver mein- ing er á bak við það að taka 300 milljarða af óvissu fé og sáldra því yfir þjóð í höftum. Þeir peningar valda bara verðbólgu og eignabólu og við sitjum öll eftir með enn hærri lán og enn lakari lífskjör,“ segir Árni Páll. Hann telur að núverandi ríkis- stjórn hafi ekki fylgt nógu agaðri stefnu í skattamálum. Hún hefði bet- ur útfært tillögur um skattabreyt- ingar í upphafi kjörtímabilsins í samvinnu við aðila vinnumarkaðar- ins. »30-31 Tillögur Framsóknar valda bólgu  Árni Páll gagnrýnir skattabreytingar Árni Páll Árnason Lítil fjárfesting í atvinnulífinu á Ís- landi er ótrúleg „miðað við að að- stæður til að fjárfesta á Íslandi hafa í raun aldrei verið betri,“ að sögn Ásgeirs Jónssonar, lektors í hag- fræði við Háskóla Íslands. Hann bendir í því sambandi á að raunvextir og raungengi íslensku krónunnar hafi ekki verið lægra í áratugi, auk þess sem íslenskt vinnuafl sé ódýrt í alþjóðlegu sam- hengi í kjölfar gengishruns krón- unnar. „Það ætti að öllu eðlilegu að vera mjög hagkvæmt að ráðast í fjárfest- ingar á Íslandi um þessar mundir,“ segir Ásgeir. Nýjasta hagspá Seðla- bankans gerir ráð fyrir að fjárfest- ing dragist saman um 1% á þessu ári og segir Ásgeir að sú staðreynd að fjárfesting hafi ekki enn tekið við sér fimm árum eftir bankahrun sé því merki um „lömun í hagkerfinu“. „Við erum því að fórna framtíð- arvexti,“ segir Ásgeir um stöðuna þar sem geta fyrirtækja til að auka verðmætasköpun muni rýrna veru- lega að óbreyttu. »26 Aldrei verið betri að- stæður til að fjárfesta  Hagfræðingur segir framtíðarvexti fórnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.