Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 50

Morgunblaðið - 06.04.2013, Side 50
50 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Alex Magnússon og Björn Torfi Tryggvason héldu tombólu við verslun Sam- kaupa í Hrísalundi á Akur- eyri. Þeir söfnuðu 7.021 kr. sem þeir færðu Rauða krossinum. Hlutavelta Akureyri Katla Sigrún fæddist 25. júní kl. 22.50. Hún vó 3.288 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sveindís María Sveinsdóttir og Kristbjörn Heiðar Tryggvason. Nýir borgarar Grindavík Kamilla Kristín fæddist 18. júní kl. 14.30. Hún vó 3.530 g og var 49,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Margrét Kristín Pétursdóttir og Jóhann Helgason. Ég er á ráðstefnu núna uppi í fjöllunum með ónæmisfræði-deildinni á sjúkrahúsinu í Osló. Við erum að halda fyrir-lestra og deila upplýsingum,“ segir Bergrún Eggertsdóttir, mastersnemi í sameindalíffræði, sem er 31 árs í dag. Bergrún er við nám í Noregi þar sem hún býr með manninum sínum, Árna Guðjóns- syni, og eins og hálfs árs gamalli dóttur þeirra, Eyvöru. „Ég er að skrifa ritgerðina mína núna um ónæmisfræði og útskrifast í vor,“ segir Bergrún. Mastersrannsóknin hennar snýr að því að endur- hanna gen í vírusum sem hún vonast til að verði hægt að nota við rannsóknir á ýmsum sjúkdómum í framtíðinni, til dæmis glúten- óþoli. Bergrún og Árni hafa búið í Noregi síðastliðin fjögur ár. Þau giftu sig í ráðhúsinu í Osló í fyrra en ætla að koma heim til Íslands í sumar og halda brúðkaupsveislu fyrir vini og vandamenn. „Það kom kannski engum á óvart að við ætluðum að gifta okkur,“ segir Berg- rún og hlær. Þau Árni eru jafngömul og ólust bæði upp á Seltjarnar- nesi. Þau voru saman í grunnskóla, gagnfræðaskóla og síðar MR. „Við höfum eiginlega verið samferða allt lífið,“ bætir hún við en þau hafa verið par síðan árið 2000. „Ég er á leið heim af ráðstefnunni í dag og það er von á mömmu og pabba frá Íslandi á eftir. Þetta verður því líklega bara rólegur af- mælisdagur í faðmi fjölskyldunnar,“ segir Bergrún. Bergrún Eggertsdóttir er 31 árs í dag Í fjallgöngu Bergrún Eggertsdóttir á Kjeragbolten í Rogalandi í Noregi. Hún segist hafa gaman af því að ganga á fjöll. Mamma og pabbi koma í heimsókn J ón fæddist á Akureyri 6. apríl 1963. Fyrstu árin bjó hann á Húsabakka í Svarf- aðardal en faðir hans var þar skólastjóri. Haustið 1966 fluttist fjölskyldan til Ólafs- fjarðar. Jón lauk grunnskólaprófi frá Grunnskólanum í Ólafsfirði vorið 1979 og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri vorið 1983. Úr trésmíðum í viðskiptafræði Meðfram námi í MA var Jón á tré- smíðasamningi hjá Tréveri hf. í Ólafs- firði. Vegna verkefnaskorts í trésmíði í Ólafsfirði fór Jón á vertíð til Grinda- víkur í ársbyrjun 1984 þar sem hann kynntist eiginkonu sinni og hafa þau búið þar síðan. Þá um haustið fékk hann vinnu á trésmíðaverkstæðinu Grindinni í Grindavík og vann þar til ársins 1991 en þá hóf hann nám í Há- skóla Íslands í viðskiptafræði. Að loknu cand. oecon.-prófi vorið 1995 hóf hann störf hjá Ríkisbókhaldi sem nú er Fjársýsla ríkisins og vann þar til hausts 2001 er hann hóf störf sem fjármálastjóri Grindavíkurbæjar þar sem hann er enn. Golfferðir í fríunum Helstu áhugamál Jóns eru golf, ferðalög og útivist. Stefnan er að fara í árlega páskagolfferð til útlanda og á sumrin er fellihýsið hengt aftan í bíl- inn og veðrið elt og spilað golf. Á vet- urna er farið á skíði á heimaslóðum í Ólafsfirði og nágrenni. Fjölskylda Jón er sonur hjónanna Þóris Jóns- sonar, f. á Jarðbrú í Svarfaðardal 25. september 1938, fv. kennara í Ólafs- firði, og Aðalbjargar Jónsdóttur, f. á Mýri í Bárðardal 3. nóvember 1939, en hún lést að Hornbrekku í Ólafs- firði 31. janúar 2010. Hún var versl- Jón Þórisson, fjármálastjóri Grindavíkurbæjar – 50 ára Á Laka 2010 Jón og Svava á Laka, Lakagígar og Vatnajökull í baksýn. Orðinn alvarlega sýktur af golfveikinni Börn og tengdabörn Myndin er tekin í brúðkaupi Erlu Rutar og Vilhjálms í júní 2012 F.v. Sigurvaldi, Sólveig Dröfn, Erla Rut, Vilhjálmur, Gunnar og Rakel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.