Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 NÝ BÓK EFTIR METSÖLUHÖFUNDINN STEFÁN MÁNA „... krakkarnir flottir og trúverðugir, atburðarásin er hröð og töff og bókin öll hin skemmtilegasta.“ Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Borgarráð hefur tekið til umfjöllunar tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg hefji þegar við- ræður við innan- ríkisráðuneytið um sameiginlegt átak ríkis og borgar í þeim tilgangi að endurnýja úr sér gengnar hraða- myndavélar og nýta sér þá tækni sem þróuð hefur verið til að koma skilaboðum til ökumanna. Tillagan var lögð fram af borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. „Borgin hefur fyrst og fremst stýrt umferðarhraða með því að fjölga hraðahindrunum. Í það verk- efni fara 120 milljónir á ári. Á undan- förnum árum hafa margar borgir nýtt sér nýjar leiðir sem hafa gefist vel,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem jafn- framt á sæti í borgarráði. Lifandi skilti Hann segir að erlendis hafi átt sér stað mikil þróun í umferðarmálum. Aukist hefur notkun „lifandi“ skilta sem bera upplýsingar til ökumanna, t.d. um umferðarþunga, tafir, ísingu eða jafnvel mengun svo dæmi séu nefnd. „Þetta geta líka verið fyrir- mæli, t.a.m. um hámarkshraða miðað við aðstæður. Eins er um að ræða skilti sem koma tilmælum áleiðis til ökumanna um að nýta sér götur borgarinnar þar sem umferð er létt- ari,“ segir Júlíus Vífill. Hann segir að slíkum skiltum sé stjórnað af stjórnstöð. Þannig megi bregðast við ýmsum aðstæðum á rauntíma í stað þess að gera það að einhverjum dögum liðnum. Til að mynda sé mikilvægt að viðbragðstími sé stuttur þegar fólk kvartar undan ertingu í öndunarfærum vegna svif- ryksmengunar. Hann segir að lög- reglan muni stjórna skiltunum í sam- vinnu við Reykjavíkurborg. „Ég hef séð hvernig eftirlit og miðstýring um- ferðarinnar fer fram á tölvuskjám í einni borg í Bandaríkjunum. En jafn- framt gefur þetta möguleika á því að koma jákvæðum skilaboðum á fram- færi til ökumanna þar sem þeim er beinlínis þakkað fyrir að aka varlega í íbúðarbyggð eða á svæðum þar sem skólar eru nærri. Um leið fá þeir sem aka ógætilega skilaboð um að akstur þeirra valdi hættu. Með þessu er hug- myndin að ökumenn séu þátttak- endur og finni að þeir eru að vinna saman að því að tryggja öryggi í um- ferðinni samhliða því að komast fljótt á milli staða án þess að valda öðrum óþægindum eins og með því að menga umhverfið vegna umferðar- tafa,“ segir Júlíus Sparnaður til lengri tíma Hann bendir jafnframt á að margir nýir bílar séu búnir upplýsingatækni og tölvuskjám. Þeir geti tekið við upp- lýsingum um það hvernig staða um- ferðarinnar er. Hann telur að í nýjum áherslum felist sparnaður bæði fyrir lögreglu og sveitarfélög. „Ef öku- mönnum er bent á að nýta frekar göt- ur þar sem umferðarþungi er lítill er- um við jafnframt að nýta betur vegakerfið í borginni. Í því felst sparn- aður í viðhaldi sem skilar sér til lengri tíma. Sömuleiðis er hægt að stýra ak- reinanotkun og nýta betur þá fjárfest- ingu sem liggur í vegakerfinu. Það er t.d. hægt að fjölga akreinum fyrir um- ferð á leið vestur á morgnana og fækka þá akreinum fyrir umferð sem er á leið austur en snúa því við seinni part dags. Þetta er flókið og dýrt ef það er gert með handafli en einfalt ef við nýtum okkur nútímatækni. Á sama hátt má stýra akreinanotkun fyrir al- menningsvagna,“ segir Júlíus Vífill. Lifandi skilti til að létta umferð Júlíus Vífill Ingvarsson Morgunblaðið/Ómar  Samþykkt í borgarráði að vinna að því að koma upp skiltum með upplýsingum til ökumanna  Upplýsingatækni nýtt til þess að stýra umferð og auka hagkvæmni í vegakerfinu Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Engan sakaði þegar togari, sem sigla átti frá Kanada í brotajárn í Belgíu, sökk á leiðinni milli Íslands og Kanada. Áhöfn togarans komst öll yfir í togarann Cape Ballard, sem einnig átti að fara í brotajárn og var í samfloti með togaranum sem sökk. Að sögn Viðars Halldórssonar, eins eigenda Cape Ballard og hins sokkna togara, varð ljósavélarbilun í togaranum að morgni föstudagsins langa sem þá var tekinn í tog af Cape Ballard. Stuttu síðar tók veð- ur að versna mikið. Þá var ákveðið að taka áhöfn togarans yfir í Cape Ballard. Til stóð að gera við vél togarans þegar veður yrði hagstætt, en tog- arinn fékk á sig brotsjó áður en hægt var að gera við vél hans með fyrrgreindum afleiðingum. Báðir togararnir höfðu verið skoðaðir af tryggingafélagi áður en lagt var úr höfn. Cape Ballard kom til hafnar í Hafnarfirði að kvöldi miðvikudags- ins þriðja apríl. Samkvæmt upplýs- ingum frá hafnarstjóra Hafnar- fjarðarhafnar er ekki ljóst hver örlög Cape Ballard verða, en áætl- aður brottfarardagur skipsins úr höfninni hefur ekki verið ákveðinn. Morgunblaðið/RAX Brotajárn Togarinn Cape Ballard kom til Hafnarfjarðar á miðvikudags- kvöldið. Til stóð að hann og annar togari sem sökk færu í brotajárn. Engan sakaði þegar togari sökk  Vélarbilun, miklir vindar og brotsjór lögðust á eitt við að sökkva togara Ríkisstjórnin samþykkti í gær til- lögu Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra um að láta meta tvo kosti varðandi framtíðar- uppbyggingu Listaháskóla Íslands, annars vegar í Laugarnesi og hins vegar við Sölvhólsgötu. Uppi voru áform um að byggja upp húsnæði fyrir Listaháskólann við Laugaveg. Hætt hefur verið við það. „Þessi samþykkt felur í sér að okkur verður falið, í samráði við skólann og Reykjavíkurborg, að kostnaðarmeta tvo kosti, sem er annars vegar uppbygging í Laugarnesinu þar sem skólinn er með hluta af sinni starfsemi í dag. Hins vegar er uppbygging á svokölluðum Sölvhólsgötureit, þar sem leik- listar- og tónlist- ardeildin eru núna,“ sagði Katrín í samtali við mbl.is. Báðar þessar lóð- ir eru í eigu ríkisins. Valið stendur milli tveggja staða um framtíðarheimili fyrir Listaháskólann Katrín Jakobsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.