Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Háþrýstidælur Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Þegar gerðar eru hámarkskröfur F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is makes a difference Hvalveiðar Japana í Suðurhöfum hafa aldrei verið minni en í ár frá því að „vísindaveiðar“ þeirra hófust árið 1987, að sögn sjávarútvegsráðherra Japans, Yoshimasa Hayashi. Hann sagði í gær að 103 hrefnur hefðu veiðst á vertíðinni, meira en helmingi færri en í fyrra. Hann sagði að ástæðan væri „ófyrirgefanleg skemmdarverk“ umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd sem hafa truflað veiðarnar. Heimildir: Alþjóðahvalveiðiráðið/NOAA/ProjectMinke.org/Veiðimálastofnun Japans Hvalveiðar Japana Hrefna853 505 2006 07 08 09 10 11 507 172 551 680 Vertíðarlok 267 12 13 985 Fyrirhuguð veiði í ár 103 hafa veiðst, að sögn yfirvalda í Japan Heildarafli á ári Útbreiðsla hrefnu á suðurhveli Áætluð stofnstærð: 515.000 SUÐURSKAUTSLANDIÐ Aðallega hrefnur en einnig nokkrar langreyðar á síðustu árum Hafa aldrei veitt jafnfáa hvali Pakistönsk húsmóðir, sem kann hvorki að lesa né skrifa, þrátt fyrir að vera gift skólastjóra, er komin á spjöld sögunnar fyrir að vera fyrsta konan til að bjóða sig fram í kosn- ingum í þeim hluta landsins þar sem talíbanar ráða ríkjum. Badam Zari er 53 ára og líklega á hún litla möguleika á sigri. En eld- móður hennar þykir glæða vonir um breytingar í þessum íhaldsamasta hluta Pakistans. Þar þurfa konur að hylja líkama sinn frá toppi til táar á meðal almennings og fæstar þeirra nýta kosningarétt sinn. „Ég tek þátt í kosningabaráttunni af ástríðu, með hreint hjarta og hreina samvisku. Metnaður minn liggur í því að mennta komandi kyn- slóðir, stúlkur og konur, og að þjóna þeim,“ segir hún í samtali við AFP- fréttastofuna. „Ég veit að ég er fyrsta konan sem býður sig fram og ég vonast til að vinna.“ Faðir hennar sendi hana í skóla en öðrum í fjölskyldunni fannst það óviðeigandi þar sem hún væri stúlka. Þar með lauk skólagöngu hennar. Bajaur-hérað er afskekkt og þar er ólæsi útbreitt. Þar ráða afganskir talíbanar og herskáir hópar Pakist- ana ríkjum. Zari segir að sér hafi ekki verið hótað en hún megi ekki stunda kosn- ingabaráttu sína á almannafæri. Því gangi hún hús úr húsi og einbeiti sér að því að fá konur til að kjósa. Eitt helsta stefnumál hennar er að bæta heilsugæslu kvenna. „Stundum deyja konur hér í fjöllunum vegna þess að þær fá ekki heilbrigðisþjón- ustu. Við höfum ekki hreint drykkjarvatn og ég vil berjast fyrir því.“ Stjórnmálafræðiprófessor við Há- skólann í Peshawar segir að fram- boðið sé mjög athyglisvert. „Fyrir konu að stíga fram og segjast ætla að bjóða betur en allir karlarnir og konurnar, það eitt og sér er mikil áhætta.“ sunna@mbl.is Býður sig fram „með hreint hjarta og hreina samvisku“ AFP Í framboði Zari við heimili sitt. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs (til vinstri), ræddi við Dmítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, í Pétursborg í gær eftir ráðstefnu um umhverfismál á vegum Eystrasaltsráðsins. Stoltenberg sagði eftir fundinn að þeir hefðu meðal annars rætt samstarf ríkjanna á sviði sjávar- útvegs og orkumála og benti á að þorskveiðar ríkjanna í Barentshafi hefðu stóraukist. Þeir ræddu einnig samstarf Rússa og Norðmanna við leitar- og björgunarstörf í Barentshafi og samvinnu í þágu náttúruverndar á norður- slóðum. Stoltenberg kvaðst ennfremur hafa notað tækifærið til að láta í ljósi áhyggjur af hömlum sem settar hafa verið á mannréttindahreyfingar og fleiri samtök með nýlegum lagabreytingum í Rússlandi. „Við höfum tekið eftir því að slíkar lagabreytingar hafa þegar haft áhrif á samstarf norskra og rússneskra samtaka,“ sagði norski forsætisráðherrann. AFP Ræddu hömlur á samtök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.