Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16, sunnud. 14–16 Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Síðustu forvöð til að koma með verk á uppboðið er mánudaginn 15. apríl Vefuppboð Keramik og speglar lýkur 8. apríl Myndlistaruppboð lýkur 9. apríl Silfuruppboð lýkur 29. apríl Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ungan dreng var þetta alveg nýr heimur. Heimili þeirra er á sunn- anverðu Eistlandi og engan sjó er þar að sjá. „Ég kunni ekki að synda þegar ég kom til Íslands en lærði það hér,“ segir Kadri hlæjandi en hún synti þó ekki í sjónum en hver veit nema hún eigi það eftir. Draumahúsið í skóginum Kadri segir laun tónlistarkennara betri á Íslandi en í heimalandi sínu en þar vinna kennarar jafnan mikla aukavinnu. Þar er líka dýrt að lifa og rafmagn er mjög dýrt. Kadri hefur kjark og þor til að koma draumum sínum í framkvæmd en hún er með draumahúsið sitt í byggingu í heimalandinu. „Þetta er stórt timburhús í skógi í sunn- anverðu Eistlandi, stutt frá Rúss- landi og Lettlandi. Þar er líka hús afa míns þar sem móðir mín býr ásamt börnum mínum og ég hef keypt landskika í skóginum kringum bæði húsin,“ segir Kadri ánægð. Þarna sér hún fyrir sér að í framtíð- inni gæti hún stofnað eins konar gistiheimili og boðið líka upp á lif- andi tónlist. Í skóginum finnast merki um stríðsátök frá fyrri tíð og gamlar byssukúlur sitja enn í trjá- stofnum, segir Kadri en umhverfið er fagurt og hefur alla burði til að geta orðið vinsæll ferðamanna- staður. Vindurinn á Íslandi hressandi Hinni sígildu íslensku spurningu um veðrið svarar Kadri með stríðn- islegu brosi: „Það er kannski betra að vera svolítið léttgeggjaður til að geta þolað veðrið hérna en mér finnst vindurinn bara hressandi, úti í Eistlandi er oft mjög kalt en það er aldrei vindur á heimaslóðum mínum í skóginum. Svo lærist það fljótlega að ekki þýðir að ákveða of langt fram í tímann og veðrið getur á svip- stundu breytt öllum fyrirætlunum.“ Það er meira en veðrið sem þarf að takast á við á Íslandi, það er sjálf íslenskan. Kadri er ágætlega ensku- mælandi og því hafa samskipti eink- um verið á því tungumáli. Hún er nú að læra íslensku gegnum skype hjá eistneskum kennara sem búið hefur hér á landi um árabil og er afar ánægð með það. Tónlistarsúpa og tónlistarbúðir Kadri ber hag tónlistarskólans fyrir brjósti og stuttu áður en hún fór út í páskafrí stóð hún fyrir „tón- listarsúpu“ í íþróttahúsinu til fjár- öflunar fyrir tónlistarskólann, sem vantar bæði hljóðfæri og annað bún- að. Súpa var þá í boði í hádeginu, nemendur skólans fluttu tónlist og innkoman var um sextíu þúsund krónur sem renna til skólans. Kadri er metnaðarfullur kennari og hefur einnig komið á tónlist- arbúðum fyrir nemendur sína, bæði á Þórshöfn, Bakkafirði og á Sval- barði í Þistilfirði. Nemendur gista saman eina nótt í búðunum og kallar Kadri þetta 24ra stunda tónlist- arbúðir, þar sem nemendur spila saman undir stjórn hennar og eiga einnig góðar hvíldarstundir saman. Nemendur frá Raufarhöfn og Lundi í Öxarfirði hafa einnig tekið þátt í tónlistarbúðunum. Kadri fékk op- inberan styrk til þess að fara með nemendur sína og aðstoðarfólk í tón- listarbúðir til Eistlands í fyrrasum- ar. Sem nærri má geta var það skemmtilegur viðburður hjá ís- lensku nemendunum sem voru reynslunni ríkari eftir dvölina. Harmonikkan uppáhaldið Kadri kennir á ýmis hljóðfæri en aðspurð segir hún harmonikku vera uppáhalds hljóðfæri sitt. Hún segir að sér sýnist tónlistaruppeldi eist- neskra skólabarna nokkuð frá- brugðið því sem er hér á landi. Á fyrstu níu árum grunnskólans í heimalandi hennar er mikil áhersla á grunnþekkingu á nótum og nótna- lestri og telur hún að þetta styðji síðar við nám í öðrum greinum. „Hér hafa börn almennt ekki þessa grunnþekkingu, þau eru eins og óskrifað blað sem hægt er að móta í tónlistinni,“ segir Kadri og nefnir að því fylgi bæði ábyrgð og mikil áskorun. Eftir gott frí úti hjá börnunum sínum kom Kadri aftur heim til Ís- lands um páskahelgina. Hún slær ekki slöku við fremur en fyrri dag- inn og verður ekki nema rétt stigin út úr bílnum þegar hún drífur sig í næsta verkefni. Hún ásamt fleiri heimamönnum hélt uppi tónlistar- fjöri á veitingastaðnum Bárunni hér við höfnina aðfaranótt annars páskadags en iðjuleysi er ekki að- alsmerki þessarar kjarnakonu frá Eistlandi. Tónlistarkennari vinnur fyrir framtíðarheimili í Eistlandi  Kadri Giannakaina Laube hefur í tvo vetur séð um tónlistarkennslu ungmenna á Þórshöfn Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Í fjörunni Kadri bregður á leik með harmonikkuna í fjörunni við heimili sitt. Harmonikkan er í mestu uppáhaldi. VIÐTAL Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Frá litla húsinu við fjöruna berast harmonikkutónar sem hljóma vel við gjálfur bárunnar sem nær stundum að teygja sig alveg upp að grasblett- inum við húsið. Þarna í fjöruborðinu býr eistneski tónlistarkennarinn Kadri Giannakaina Laube sem hefur nú í tvo vetur séð um tónlistar- kennslu ungmenna í byggðarlaginu. Erlendir tónlistarkennarar hafa oft unnið við tónlistarskólann á Þórs- höfn en eitt er sérstakt við Kadri. Hún tók þá stóru ákvörðun að skilja börnin sín þrjú eftir í Eistlandi hjá móður sinni og flytja til Íslands. Þar vinnur hún að því að búa þeim góða framtíð. Börnin eru á aldrinum þriggja til níu ára og því var yngsta barnið aðeins tveggja ára þegar Kadri fór frá þeim. Þetta hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun en aðspurð svarar Kadri: „Þó það kunni að hljóma ein- kennilega þá hef ég í raun meiri tíma fyrir börnin mín núna heldur en þeg- ar ég var heima í Eistlandi. Netið brúar mikið bil og ég á samskipti við börnin mín gegnum skype á hverjum degi, ég hjálpa þeim með heima- vinnu fyrir skólann og syng með þeim. Þegar ég fer til þeirra í frí er ég virkilega í leyfi, t.d. á jólum og páskum en er ekki alltaf bundin við undirleik hér og þar, eins og venjan var hjá mér.“ Líður vel við sjóinn Kadri var áður gift úti í Grikklandi en þar vildi hún ekki búa og eig- inmaðurinn ekki á Eistlandi og síðan skildi leiðir þeirra. Hún segist aldrei hafa fundið neina „heimatilfinningu“ á búskaparárunum á Grikklandi en á Íslandi er þessi tilfinning sterk. „Hér er gott að vera og mér finnst alltaf gott að koma hingað heim aft- ur eftir frí. Börnum mínum líður vel úti, eru ánægð í skólanum sínum og amma þeirra hugsar vel um þau.“ Eldri börnin hafa komið hingað í heimsókn og sagði hún drenginn vera svo hrifinn af því að vera svona alveg við sjóinn, að hann afþakkaði að fara með henni í skólann og vildi fá að vera heima í litla húsinu í fjör- unni þó að ungur væri og fylgjast með öllu lífinu við höfnina sem blasir við út um gluggana. Selur gerir sig stundum heimakominn á steini í sjónum framan við húsið og fyrir Áhugasamir nemendur Tónlistarsúpan hjá nemendum tónlistarskólans heppnaðist vel, ágóði tónleikanna nýtist í hljóðfærakaup fyrir skólann. Lögregla á þremur lögreglubílum og þremur bifhjólum sektaði gesti í Garðabæ grimmt í gær- kvöldi vegna stöðubrota. Vegna skorts á bílastæðum lögðu fjöl- margir gestir á körfuboltaleik Stjörnunnar og Snæfells eða á fimleikamóti gjarnan upp á gras- eyjar eða annars staðar þar sem þeir gátu. Lögreglan fór á stað- inn og sektaði fjölmarga öku- menn og mega þeir búast við sekt upp á fimm þúsund krónur vegna yfirsjónarinnar. Margir sektaðir vegna stöðubrota í Garðabæ Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.