Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Langtímaleiga www.avis.is 52.100 kr. á mánuði og allt innifalið nema bensín!* Hafðu endilega samband við okkur í síma 591 4000 eða kíktu á avis.is og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. *Hyundai l10, árgerð 2011, í 36 mánaða leigu. Komdu í langtímaleigu Avisog láttu dæmið ganga upp! Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur verið örlátur við vini og vandamenn en þarft nú á öllu þínu að halda. Hlutirnir eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og því skaltu kanna allar hliðar vandlega. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að tala skýrt og skorinort ef þú vilt ekki eiga á hættu að einhverjir misskilji þig. Farðu þér hægt og varastu að láta koma þér á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hugsaðu málið alveg upp á nýtt og finndu færa leið og treystu dómgreind þinni. Samræður fjölskyldumeðlima eru hressilegar og jákvæðar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er svo auðvelt að fylgja straumn- um en erfiðara að standa á sínu. Það er hægt að sýna öðrum fram á sannleiksgildi hluta án þess að beita til þess afli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sterkar tilfinningar og ástríður bærast í brjósti þínu af minnsta tilefni þessa dagana. Vandaðu því vel mál þitt svo að ekki þurfi að koma upp misskilningur að ástæðulausu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert á höttunum eftir auknum tekjum og leitar leiða til þess að það megi takast. Samskipti þín við stofnanir og hópa fólks ættu einnig að ganga mjög vel í dag. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Einhverra hluta vegna ert þú fullur bjartsýni á framtíðina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hagaðu máli þínu svo að enginn sé í vafa um hvað þú vilt. Ef þú finnur ekki hjá þér hvöt til að vinna að vissu verkefni er það hvorki nógu stórt né spennandi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það skiptir afskaplega miklu máli að vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Nýjar upplýsingar á næstum hvaða sviði sem er vekja áhuga þinn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Allt sem tengist kennimarki og ímynd skiptir þig máli. Taktu þér tíma til þess að kanna málin. Gefðu þér tíma með fjöl- skyldunni til að rifja upp gamlar minnningar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Tekjumöguleikar vatnsberans eru í brennidepli, honum finnst hann þurfa að grípa til einhverra ráðstafana og það strax til þess að komast upp á næsta stig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þar sem þú ert ævintýramaður muntu njóta þín bæði á öruggum og vafasömum stöðum. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu. Karlinn á Laugaveginum var áleið upp á Skólavörðuholtið til kerlingarinnar, þegar ég hitti hann, en gaf sér þó tíma til að ræða stjórnmálaástandið, sagði að sér lit- ist ekki á skoðanakannanir og sagði eins og við sjálfan sig: Mælti Líf: „Það er vandfundin lausnin þó á loforðum mikil sé rausnin í orðanna flaum. Ef þú gefur því gaum þá er gullgerðarmaðurinn lausnin!“ Í Vísnahorni í gær voru rifjaðar upp vísur, sem Jón Helgason skáld í Kaupmannahöfn hafði skrifað á saurblað bóka. Ég á í fórum mínum „Halldórskver, sálmar og kvæði“ eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, sem var mikill bindind- ismaður og stórtemplar. Á saurblað þeirrar bókar skrifaði Eiríkur frá Dagverðargerði ferhendu með yfir- skriftinni „Umsögn“: Þó að ljóðalistin sjatni lestri mætti betur una ef að lögg af lífsins vatni lekið hefði á flatneskjuna. Nú er ekki tilefni til að taka þessa umsögn of hátíðlega þar sem þeir Halldór og Eiríkur köstuðu einatt fram kviðlingum hvor til annars, en mennirnir ólíkir um flest. Þessa stöku fann ég í safni föður míns með yfirskriftinni Hugarhjal: Allt vill ganga andhælis allt vill ranga veginn allt vill spranga úrhendis allt vill þangað veginn. Og þessa sem er jafnklassísk í dag og þegar hún var ort (hvenær sem það nú var): Eg því svara, ef þú spyr, hvað auðnu heimsins brjálar: Það eru of margir Merðirnir en miklu færri Njálar. Önnur af sama toga: Sagnir falla mjög á mis, mannorðs halla sóma; ég hata alla helvítis heimsins palladóma. Þessi staka skýrir sig sjálf: Fjölnis rjóma renna læt um Rögnis síl í Boðnar strokk, bullan Friggjar byrli-mæt Berlings smjör fyrir Suttungs kokk. Og sömuleiðis þessi: Fingruð prófar fötin þröng fingra mjóva sætan slyng; kringum lófa linns á spöng lyngorms glóa jarðarþing. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af gullgerðarmönnum og klassískar ferhendur Fagur flokkur hesta og manna tölt-ir í dag um götur Reykjavíkur- borgar. Hlutverk þarfasta þjónsins hefur vægast sagt breyst mikið á síð- ustu öld. Saga hestsins er samofin sögu þjóðarinnar; hann fluttist hing- að til lands með okkur og hefur ein- angrast hér síðan sem gerir hann jafn einstakan og raun ber vitni. Hann var áður nýttur til almennra bústarfa, kom fólki á milli staða en í dag gegnir hann í raun því hlutverki að gleðja stóran hóp fólks; fyrir það eitt að vera hann sjálfur. En nóg um þessar almennu upplýsingar. x x x Hestur er ekki bara hestur og eruþeir jafn ólíkir og litur þeirra ber vitni um; hvort sem um er að ræða lund eða ganglag. Skapgerð þeirra má líkja við geð mannfólksins; sumir eru kaldlyndir, aðrir geðgóðir og ljúfir, fleiri eru frekir, margir eru örlyndir en ívið fleiri jafnlyndir, ein- staka hestar eru sérhlífnir og sem betur fer er stór hópur hrossa ósér- hlífinn og þar fram eftir götunum. x x x Fyrir flesta sem eiga hesta skiptirafslöppunin sem í því er fólgin öllu máli. Það sem meira er að við það að temja og þjálfa hesta mætir maður stöðugt sjálfum sér; með sín- um kostum og göllum. Víkverji á nefnilega hesta og hefur oftar en ekki þurft að horfast í augu við slíkt. Víkverji á það nefnilega til að vilja drífa hlutina oft af, til þess eins að komast yfir mikið – í þessu tilfelli, nýta tímann vel til útreiða og fara hratt og mikinn. En það er kannski ekki alltaf vænlegt til árangurs, ef maður vill ná stjórn á öllu því sem hesturinn framkvæmir því það þarf einnig að temja hestana, kenna þeim ákveðin atriði og fleira þess háttar. Þegar Víkverji þarf að hægja á sér og dunda sér grípur hann oft óþolin- mæði og ákefð. Hann vill einlæglega ná settum markmiðum en það gerist of hægt að hans mati. En einbeiting og þolinmæði er víst dyggð. x x x Fyrir þá sem vilja leyfa yngri kyn-slóðinni að bregða sér á bak er kjörið að fara í dag í Húsdýragarð- inn, frítt inn. víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn birtist honum úr fjarlægð: Með ævarandi elsku hef ég elskað þig, fyrir því hef ég látið náð mína haldast við þig. (Jeremía 31:3) Í klípu „VIÐ ÞURFUM AÐ ÁKVEÐA HVERT VIÐ SETJUM ÞAÐ LITLA SEM EFTIR ER AF PEN- INGUNUM ÞÍNUM. ÉG LEGG TIL EITTHVAÐ SKAMMTÍMA, EINS OG MINNIÐ ÞITT.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FARÐU ÚR SKÓNUM, ÉG VAR AÐ LEGGJA NÝ DAGBLÖÐ Á GÓLFIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem hefst með kossi. FJÁRMÁLA- RÁÐGJÖF HRJÓT HÚN ER BÚIN AÐ TAKA TRAMPÓLÍNIÐ ÚR GEYMSLUNNI. HVAÐ FÓR ÚRSKEÐIS HJÁ OKKUR Í STORMINUM Í GÆRKVÖLDI? ÞÚ GLEYMDIR AÐ SETJA EINHVERN Í AÐ LENSA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.