Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Ljúft er lífið Blessað ungviðið skellir sér á hjólafákana í vorkomunni og leikur við hvurn sinn fingur. Ómar Flest okkar þekkj- um allt of vel hvernig verðtryggðu lánin ruku upp í hruninu. Þegar krónan féll eins og steinn fór verð- bólgan á flug. Og þeg- ar verðbólgan fer á flug tekur hún verð- tryggðu lánin með sér. Þau hækka í hæstu hæðir og eftir stendur venjulegt fólk og starir á greiðslu- seðlana. Hönn- unargallinn í hagkerf- inu blasir við: Lánin hækka og hækka þótt fólk borgi og borgi. Krónan hækkar lánin En þetta gerist ekki bara í hruni. Verð- bólgan hér á Íslandi er viðvarandi langtum hærri en í nágranna- ríkjunum. Rannsóknir sérfræðinga Seðla- bankans sýna að blessuð krónan okk- ar ber þar mesta ábyrgð sem bæði sveiflu- og verðbólguvaldur. Því óstöðugra sem efnahagsumhverfið er – því dýrari verða lánin. Skulda- mál heimilanna verða því ekki að- skilin gjaldmiðilsmálunum. Þess vegna auglýsti Sjálfstæðis- flokkurinn fyrir kosningarnar 2009 einhliða upptöku evru. Sigmundur Davíð hélt heila ráðstefnu um Kan- adadollar. Steingrímur J. varð um hríð ástfanginn af norsku krónunni. En Seðlabankinn sló þá valkosti alla út af borðinu. Í gjaldmiðilsskýrslunni frá síðasta sumri kvað hann skýrt upp úr með að valkosturinn við óstöðuga krónu væri bara einn: upp- taka evru. „Íslandsálagið“ Í skýrslu Viðskiptaráðs frá því fyr- ir jól kemur fram að lántökukostn- aður íslenska ríkisins er að meðaltali 4,5% hærri en í samanburðarríkjum árin 1995 til 2012. Þetta er hið svo- nefnda „Íslandsálag“ sem við þurf- um að borga umfram aðrar þjóðir með gjaldmiðlinum okkar á skuldir allra heimila, fyrirtækja og hins op- inbera. Viðskiptaráð mat það svo, að „Íslandsálagið“ gæti numið á bilinu 130 til 230 milljörðum króna á hverju einasta ári. Líklega er neðri talan afar varlega áætluð því bara ríkið eitt og sér borgar um 90 milljarða króna á ári í vexti af er- lendum lánum. Þá eru eftir vaxtagreiðslur sveitarfélaganna sjötíu og sjö, fyrirtækjanna okkar og tugþúsunda heimila. Sérhvert pró- sentustig í lægri vexti einungis af skuldum rík- issjóðs getur skilað okk- ur 14-15 milljörðum á ári. Ef Ísland fengi að borga Evrópuvexti myndi það spara rík- issjóði um 60 milljarða króna á ári. Það eru raunverulegir fjár- munir. Þrefalt hærri vextir Alþýðusamband Ís- lands kemst að svipaðri niðurstöðu varðandi „Ís- landsálagið“. Þeirra út- reikningar frá því fyrir rúmu ári sýndu að vextir af nýjum húsnæð- islánum hér á Íslandi hafa verið tæplega þrefalt hærri en að meðaltali á evrusvæðinu. – Þrefalt hærri! ASÍ segir að ef Íslendingar fengju að borga meðaltalsvexti á evrusvæð- inu myndi það spara íslenskum heimilum um 117 milljarða króna á ári. Það jafngildir að meðaltali 17% hækkun ráðstöfunartekna. Þetta undirstrikar enn frekar að skulda- mál heimilanna eru nátengd gjald- miðilsmálunum. Staðreyndin er sú, að krónan er þyngsti skatturinn. Íslenski kúrinn? Niðurstaðan: Það er ekki nóg að að skera svolítið af skuldunum ef við lendum aftur á sama stað. Við Sig- mundur Davíð vitum alltof vel að ís- lenski kúrinn dugar skammt ef mað- ur bætir aftur á sig skömmu síðar. Ef ekkert er að gert í gjaldmið- ilsmálunum mun óstöðugleikinn valda því að skuldirnar hækka jafn- skjótt aftur í næsta verðbólguskoti. Bara með því að losna við „Ís- landsálagið“ geta íslensk heimili auk- ið ráðstöfunartekjur sínar svo um munar. Fyrirtækin geta bætt rekst- ur sinn. Og íslenska ríkið mun hafa úr meiru að spila því það fer tugmillj- örðum minna í vaxtagreiðslur. Eftir Össur Skarphéðinsson »Ef ekkert er að gert í gjaldmiðilsmál- unum mun óstöðugleikinn valda því að skuldirnar hækka jafn- skjótt aftur í næsta verð- bólguskoti. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisráðherra. Evran og skulda- mál heimilanna Hversu oft hefur því ekki verið haldið fram að efnahagsstefna árin fyrir bankahrunið hafi einkennst af frjáls- hyggju? Og það sé síð- an þessi meinta frjáls- hyggja sem valdið hafi því að bankarnir hrundu með afleið- ingum sem við öll þekkjum. En var þetta þann- ig? Sáum við það birtast í þróun rík- isútgjalda á þessum tíma, með minni ríkisútgjöldum? Nei, aldeilis ekki. Ríkisútgjöldin jukust þvert á móti mjög verulega að raungildi og ekki síst framlögin til velferðarmála, heil- brigðismála og fræðslumála. Þvert ofan í það sem sagt hefur verið í um- ræðunni; gagnrýnislítið meira og minna. Ríkisútgjöldin jukust um 44% að raungildi Ég lagði fram fyrirspurn á Alþingi fyrr í vetur, um þróun ríkisútgjalda. Svar fékk ég á dög- unum, sem tók til ár- anna 1998 til 2011. Í þessum tölum má glögglega sjá hvernig ríkisútgjöldin þróuðust í heild og í einstökum málaflokkum, meðal annars á árunum 1998 til 2008, sem sagt á ára- tugnum fyrir banka- hrunið. Ef fylgt hefði verið frjálshyggju- stefnu hefðu þessi út- gjöld væntanlega lækkað. En var það svo? Nei. Þvert á móti. Ríkisút- gjöldin jukust á þessum tíma um 44% að raungildi. Það er eftir að bú- ið er að leiðrétta fyrir verðlagi. Hin meinta frjálshyggja birtist okkur sem sagt í því að útgjöld ríkissjóðs jukust sem þessu nemur! Mikil aukning á útgjöldum til velferðarmála Skoðum nú einstaka málaflokka og hvernig þeir þróuðust á þessum tíma og höfum í huga að um er að ræða algjörlega sambærilegar tölur á föstu verðlagi ársins í ár. Berum fyrst niður í fræðslu- málum, skólamálum af öllum toga, sem ríkissjóður fjármagnar. Árið 1998 var veitt úr ríkissjóði 38 millj- örðum í þennan málaflokk. Árið 2008 voru útgjöldin 57 milljarðar. Þetta er aukning um 50% á föstu verðlagi. Skoðum því næst heilbrigðismál. Þetta er fjárfrekasti málaflokkurinn í ríkisútgjöldunum. Til hans voru veittir 102 milljarðar árið 1998, á verðlagi ársins 2013. Árið 2008 var varið til heilbrigðismála 146 millj- örðum á sama verðlagi. Aukning um 43%. Almannatryggingar og velferð- armál: Framlögin 1998 voru 78 millj- arðar, en námu 107 milljörðum árið 2008. Þessar tölur eru á verðlagi árs- ins 2013 og því að fullu samanburð- arhæfar. Þessi útgjöld jukust um 37%. Loks má nefna samgöngumál, vegagerð, flugvallargerð og hafn- arframkvæmdir, sem sagt þann hluta innviða okkar samfélags. Þar var aukningin hlutfallslega mest. Árið 1998 var varið 25 milljörðum til samgöngumála á verðlagi ársins 2013. Árið 2008 var veitt 51 milljarði til málaflokksins. Aukning um 104%. Ríkisútgjöldin jukust umfram aukna þjóðarframleiðslu Og loks skulum við líta á ríkisút- gjöld sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu. Árið 1998 voru ríkisút- gjöldin 26,9% á þennan mælikvarða mælt. Árið 2008 var þetta hlutfall komið í 28,8%. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að lands- framleiðslan jókst á þessu tímabili, þannig að hvort tveggja gerðist í senn. Hlutfallið sem varið var til rík- isútgjalda jókst, jafnframt því að það sem var til skiptanna var hærri tala. Af þessum tölum má sjá að gagn- stætt því sem oft er haldið fram, þá jukust ríkisútgjöldin mjög verulega á árunum 1998 til 2008. Drógust að vísu nokkuð saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á árunum 2003 til 2007, en á þeim árum var mikill vöxtur þjóðarbúsins, þannig að ríkisútgjöldin jukust engu að síð- ur. Ríkissjóður fékk sem sagt stöð- ugt meira í sinn hlut. Hvernig voru aukin umsvif í þjóðarbúinu nýtt? Vöxtur í þjóðarbúskapnum á þess- um árum var nýttur til þess að greiða niður skuldir ríkisins, borga inn á lífeyrisskuldbindingar hins op- inbera og búa þannig í haginn til framtíðar. Jafnframt þessu var farið í margs konar mikilvægar sam- göngubætur, eins og að framan var rakið, sem voru liður í því að gera okkur samkeppnishæfari á mörgum sviðum. Og síðast en ekki síst: Aukin umsvif í þjóðarbúinu voru nýtt til þess að styrkja stoðir heilbrigð- iskerfisins, velferðarkerfisins og menntakerfisins, eins og tölurnar hér að undan sýna glögglega fram á. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson »Ríkisútgjöldin juk- ust mjög verulega að raungildi á árunum 1998-2008, ekki síst framlögin til velferðar- mála, heilbrigðismála og fræðslumála. Þvert ofan í það sem sagt hefur verið í umræðunni. Einar Kristinn Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Ríkisútgjöldin jukust á „frjálshyggjuárunum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.