Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 VIÐ VILJUM VITA MÖGULEG INNGANGA ÍSLANDS Í EVRÓPUSAMBANDIÐ SNÝST UM HAGSMUNI ALMENNINGS – UM LÍFSKJÖR – UM FRAMTÍÐ. KLÁRUM VIÐRÆÐURNAR OG SJÁUM SAMNINGINN. JAISLAND.IS SVIÐSLJÓS Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Líkt og greint hefur verið frá í fjöl- miðlum fer ferðamönnum til Íslands sífellt fjölgandi og forsvarsmenn nokkurra stærri hótela landsins segja stefna í gott ferðasumar. Á einhverjum stöðum er þegar upp- bókað ákveðna daga, sem m.a. má þakka ráðstefnugestum og norður- ljósaferðamönnum. „Horfurnar eru góðar, hjá okkur eins og hjá flestöllum. Það eru mörg tímabil í sumar sem eru orðin yf- irfull nú þegar,“ segir Jóhann Sigur- ólason, yfirmaður gistisviðs hjá Grand hótel Reykjavík. Hann segir stefna í met en þrátt fyrir að hótelið sé það stærsta á landinu, 311 her- bergi, þá hafi aldrei þurft að vísa jafn mörgum frá. „Fljótlega upp úr áramótum voru ákveðin tímabil í sumar orðin full, sérstaklega tímabil þegar stórar og miklar ráðstefnur eru í bænum. Það þýðir náttúrlega að ráðstefnuhótelin fyllast og þá er það mikið farið af gistirými að það er stutt í að allt annað fyllist,“ segir Jóhann. Hann segir ráðstefnutímabilin í lok maí og fram í júní og aftur í ágúst en júlí sé svo aftur háannatími hvað varðar „hefðbundna“ ferðamenn. Jóhann segir að þrátt fyrir að of- framboð sé á gistirými í janúar og febrúar hafi dreifing ferðamanna jafnast út og norðurljósaferðamenn komi þar sterkir inn. „Það eru svakalegar sveiflur í þessu en þær hafa minnkað verulega undanfarin ár, það er orðin svo miklu meiri vetrartraffík en við höfum séð áð- ur,“ segir hann. Því sé m.a. að þakka kynningarstarfsemi und- anfarin ár. Hildur Ómarsdóttir, forstöðu- maður sölu- og markaðssviðs Ice- landair Hotels, segir útlitið fyrir sumarið gott en bókanir séu enn að berast. „Það er alltaf svo að það eru ákveðnir landshlutar sem eru mjög eftirsóttir. Það má nefna Kirkjubæj- arklaustur, Egilsstaði, Akureyri og Reykjavík. Þar eru biðlistar og þeir voru komnir síðasta haust,“ segir hún. Hildur segir að þar sem Ice- landair Hotels selji mikið af gistingu í heildsölu sé erfitt að draga upp heildarmynd af sumrinu enn sem komið er. Hún segir umfjöllun um vaxandi fjölda ferðamanna að ein- hverju leyti yfirdrifna. „Mér finnst að við eigum að ein- beita okkur að því að hámarka söl- una. Það eru enn flugsæti laus til landsins og það eru enn gistirými laus. Við eigum að gera því sem best skil og einbeita okkur að því að tryggja að innviðir íslenskrar ferða- þjónustu standi undir þeim aukna straumi ferðamanna sem er að koma til landsins. Gera það vel og fókusa á það sem skiptir máli til þess að allt gangi sem best. Þannig að gestirnir fari síðan ánægðir heim, svo það komi síðan aftur fleiri ferða- menn á næsta ári og að við verðum undir það búin þegar að því kemur.“ Uppbókað ákveðna daga í sumar  Mikill gangur í bókunum fyrir sumarið hjá stærri hótelum  Gistirými fljót að fyllast þegar stórar ráðstefnur eru í borginni  Dregur úr árstíðasveiflum  Tryggja þarf innviði ferðaþjónustunnar Morgunblaðið/Golli Túristar Jóhann segir ferðamönnum frá Asíu sem koma hingað til að skoða norðurljósin hafa fjölgað mikið. Gisting » Ingólfur Haraldsson, hótel- stjóri Hilton Reykjavík Nordica, segir stöðu bókana fyrir sum- arið með svipuðu móti og und- anfarin ár. „Eigum við ekki að segja að sumarið sé fullt, það er bara spurning hvort það verði troðfullt eða minna fullt.“ » Hann segir tölur Hagstof- unnar um fjölda ferðamanna ekki ríma við raunveruleikann, þar sem margir gisti hjá vinum eða kunningjum eða í svartri gistingu í íbúðum eða her- bergjum. „Fyrstu heimilismennirnir flytja inn um helgina,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, en nýja hjúkrunarheimilið Ísafold var opnað þar í gær. Heim- ilisfólkið kemur flest frá hjúkr- unarheimilinu á Vífilsstöðum eða 40 einstaklingar. Vífilsstaðaheim- ilið mun þá standa autt en Gunnar segir það á valdi ríkisstjórn- arinnar að ákveða framtíð þess. Á hjúkrunarheimilinu eru 60 rými í formi einstaklingsíbúða en þeim hefur öllum verið úthlutað og biðlisti er farinn að myndast. Gunnar segir mögulegt að opna á milli íbúða ef hjón eða sambýlis- fólk sækir um hjá þeim. „Við stí- um ekki hjónum í sundur sem vilja koma hingað,“ segir hann en bendir þó á að báðir aðilar þurfi að fá vistunarmat til að geta sótt um. Gunnar segir hjúkrunarheimilið ekki einungis fyrir Garðbæinga þótt það sé þar. „Hver sem er get- ur sótt um hjá okkur ef hann hef- ur fengið vistunarmat,“ segir Gunnar en bætir við að oft sæki fólk þó um á hjúkrunarheimilum í nágrenni við heimili sitt. Á neðstu hæð Ísafoldar verður hægt að sækja ýmsa þjónustu líkt og fót- snyrtingu, sjúkraþjálfun, hár- greiðslu og fleira. Gunnar segir þá þjónustu ekki einungis fyrir heim- ilismenn heldur muni hún nýtast öðrum Garðbæingum líka. Ísafold stendur við Strikið í Sjá- landi en götunöfn hverfisins eru skírskotun í sameiginlega sögu Ís- lands og Danmerkur. Hallgrímur Helgason átti þátt í nafngiftum í Sjálandi og að sögn Gunnars var leitað til hans þegar kom að því að nefna hjúkrunarheimilið. „Ísafold þýðir gamla Ísland og forðum daga í Kaupmannahöfn voru mörg ljóðin samin um Ísafold,“ segir Gunnar. Hver deild hjúkrunarheimilisins er svo nefnd eftir náttúruperlum Íslands líkt og Þórsmörk, Heið- mörk, Dynjandi og fleira. „Við viljum sýna virðingu okkar fyrir starfi fólksins sem hefur lifað og byggt upp landið og er komið þarna til að hvíla lúin bein,“ segir Gunnar um hugsunina að baki nafngiftunum. Morgunblaðið/Ómar Ræða Erling Ásgeirsson formaður bæjarráðs Garðabæjar hélt tölu í tilefni opnunar hjúkrunarheimilisins. Rými fyrir 60 manns  Hjúkrunarheimilið og þjónustumiðstöðin Ísafold í Garða- bæ í notkun  Heimilisfólk kemur flest frá Vífilsstöðum Jarðskjálftavirkni fyrir norðan land fer hægt minnkandi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ís- lands. Samkvæmt vef Veðurstof- unnar varð þó skjálfti upp á 3,6, kl. hálfellefu í gærkvöld, en styrkleiki hans fékkst ekki staðfestur hjá Veðurstofu Íslands. Töluverð virkni var á svæðinu í gærdag með fjölda smáskjálfta. Rétt fyrir miðnætti í fyrrakvöld jókst virkni en þá urðu tveir skjálft- ar af stærð 3,4 og 3,6 skömmu fyrir miðnætti Skjálftarnir áttu upptök sín um 15 km norðaustur af Gríms- ey. Skjálftarnir fundust vel í Gríms- ey og í kjölfarið jókst virkni en datt aftur niður um tvöleytið um nóttina. Kemur í smáhviðum „Ef horft er yfir daginn þá kem- ur þetta í smáhviðum. En það lítur ekki út fyrir að það virkni sé að aukast núna. Ástandið er búið að vera stöðugt í dag og í raun ekkert nýtt,“ sagði Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfing- um hjá Veðurstofu Íslands, um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hann tók þó fram að ómögulegt væri að spá fyrir um framhaldið, virkni gæti allt eins rokið upp aftur. Tiltölulega stöð- ugt fyrir norðan  Jörð skalf NA af Grímsey í gærkvöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.