Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þægindabúnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja akstursupplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. HANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUROutlander kostar frá 6.190.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur Nýr Mitsubishi Outlander HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði mitsubishi.is Kynntu þér f rábært verð á nýjum Outlander sem eyðir að eins frá 5,5 l/100 km. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem birt var í gær, sýnir mikla breytingu á fylgi flokka á skömmum tíma, sér í lagi hjá Framsóknar- flokknum, sem fer úr tæplega 30% í öðrum könnunum að undanförnu upp í 40%. Á sama tíma hrynur fylgi annarra flokka sem hafa setið á Al- þingi síðasta kjörtímabil. Sam- kvæmt nýjustu könnun hafa Píratar einnig náð inn þingmönnum, einir „nýju“ framboðanna ef Björt fram- tíð er undanskilin. Fjórir aðilar hafa unnið og birt kannanir að undanförnu. Auk Fréttablaðsins og Stöðvar 2 eru það Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands, sem vinnur kannanir fyrir Morgunblaðið, Capacent-Gallup, sem gerir kannanir fyrir RÚV, og MMR. Aðferðafræði við val á úrtaki og stærð úrtaks er að grunni til svip- uð, en með mismunandi útfærslum og spurt yfir mislangan tíma. Reynt að fækka óákveðnum Capacent-Gallup og Félags- vísindastofnun beita nánast sömu aðferðafræði, enda hafa niðurstöður í þeirra könnunum verið mjög sam- bærilegar og innan skekkjumarka. Bæði er hringt í síma og notast við viðhorfahópa, sem stöðugt er verið að endurnýja, og aldur þátttakenda er frá 18 ára og upp úr. MMR notast eingöngu við hóp „álitsgjafa“ á aldr- inum 18-67 ára, sem skýrt er betur út hér á eftir, en niðurstöður þó svipaðar og hjá Gallup og HÍ. Fréttablaðið og Stöð 2 notast ein- göngu við símakönnun. Allar kannanir eiga það sameigin- legt að svarendur eru spurðir um af- stöðu sína til flokkanna í þrígang, til að fækka óákveðnum, en með aðeins mismunandi orðalagi. Þarna getur orðið umtalsverð fækkun á óákveðn- um kjósendum. Þannig sögðust 45% aðspurðra í símahluta síðustu könn- unar Félagsvísindastofnunar vera óákveðin eftir fyrstu spurningu en hlutfallið lækkaði niður í 30% eftir þriðju og síðustu spurningu. Þá er alltaf spurt að lokum hvort sé líklegra að viðkomandi kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þeirri aðferð hefur verið beitt í mörg ár, sem er tilkomið af því að flokkurinn hefur verið eini valkost- urinn til hægri í stjórnmálum, á meðan meira fylgisflökt hefur verið á milli vinstriflokka. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur að auki verið stærstur lengst af. Félagsvísindastofnun Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands gerði síðast könnun fyrir Morgunblaðið dagana 18. til 26. mars sl. Úrtakið var samanlagt 3.400 manns. Annars vegar var hringt í 1.600 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 1.800 manna úrtaks úr netpanel Félagsvísindastofnunar, eða viðhorfahópi. Alls fengust 2.014 svör frá svarendum á aldrinum 18- 83 ára og var svarhlutfall 60%. Fyrst voru svarendur spurðir: „Ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista mynd- ir þú kjósa?“ Ef þeir svöruðu „veit ekki“ fengu þeir spurninguna: „En hvaða flokk eða lista telur þú líkleg- ast að þú myndir kjósa?“ Ef viðmæl- endur svöruðu aftur „veit ekki“ voru þeir spurðir: „En hvort heldur þú að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista?“ Capacent-Gallup Capacent-Gallup framkvæmdi síðast könnun á fylgi flokkanna dag- ana 14. mars til 1. apríl sl. Heildar- úrtaksstærð var 7.290 einstaklingar 18 ára og eldri af öllu landinu og svarhlutfallið var 60,2%. Ein- staklingar í netúrtaki voru handa- hófsvaldir úr svonefndum við- horfahópi Capacent-Gallup en einstaklingar í símaúrtaki voru vald- ir af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“ Ef fólk var óákveðið var þá spurt: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“ Ef svarendur voru enn óá- kveðnir var spurt: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“ Fréttablaðið-Stöð 2 Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu síð- ustu könnun 3. og 4. apríl. Úrtakið var 1.231 manns úr þjóðskrá en hringt var þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki og skipt jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?“ Ef ekki fékkst svar var spurt: „Hvaða flokk er lík- legast að þú myndir kjósa?“ Ef ekki fékkst svar var að endingu spurt: „Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?“ Alls tók 64,1% þátt- takenda í könnuninni afstöðu. Aðferð MMR Síðasta könnun MMR var gerð dagana 22. til 25. mars sl. Svör feng- ust frá 893 einstaklingum á aldr- inum 18-67 ára, sem valdir voru af handahófi úr hópi álitsgjafa MMR. Spurt var: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru næst spurðir: „En hvaða flokkur yrði lík- legast fyrir valinu?“ Ef fólk var enn óákveðið var spurt: „Hvort er lík- legra að þú kysir Sjálfstæðisflokk- inn eða einhvern hinna flokkanna?“ Samtals gáfu 81,7% upp afstöðu til flokka, aðrir voru óákveðnir (7,7%), myndu skila auðu (6,3%), myndu ekki kjósa (1,5%) eða vildu ekki gefa upp afstöðu sína (2,8%). Val á svarendum MMR fer fram í gegnum síma en könnuninni sjálfri er svarað á netinu. Álitsgjafar MMR eru yfir 16 þúsund einstaklingar sem valdir hafa verið með tilvilj- unarúrtaki úr þjóðskrá og fengnir til þátttöku í netkönnunum með síma- könnun. Er hópurinn endurnýjaður reglulega, að því er fram kemur á vef MMR. Það kemur svo í ljós eftir þrjár vikur, hinn 27. apríl, hvaða skoðana- kannanir lenda næst úrslitunum þegar talið hefur verið upp úr kjör- kössunum. Mismunandi útfærslur notaðar  Skoðanakannanir sýna miklar breytingar á fylgi flokkanna  Úrtakið valið með mismunandi hætti og spurt yfir mislangan tíma  Fylgi Framsóknarflokksins eykst meðan flestir aðrir tapa fylgi Niðurstöður skoðanakannana á fylgi flokka þeir flokkar sem eru nefndir hjá öllum könnuðum 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Framsóknar- flokkur Björt framtíð Sjálfstæðis- flokkur Hægri grænir Lýðræðis- vaktin Samfylkingin Vinstri grænir Píratar Aðrir flokkar Kosningar (25. apríl 2009) Capacent-Gallup (14.mars-1. apríl) Félagsvísindastofnun-Morgunblaðið (18.-26.mars) MMR (22.-25.mars) Fréttablaðið-Stöð 2 (3.-4. apríl) 12 ,7 % 11 ,4 % 12 ,1 % 8, 3% 14 ,8 % 28 ,3 % 28 ,5 % 29 ,9 % 40 % 23 ,7 % 22 ,4 % 26 ,1 % 24 ,7 % 17 ,8 % 2, 1% 2, 1% 2, 5% 3, 5% 3, 1% 2, 6% 1, 7% 2, 8% 29 ,8 % 15 % 12 ,8 % 12 ,7 % 9, 5% 21 ,7 % 8, 5% 8% 8, 8% 5, 6% 4, 4% 3, 3% 3, 9% 5, 6% 3, 6% 5, 2% 3, 6% 6, 9% Morgunblaðið/Árni Sæberg Kosningar Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undirbúa sig fyrir umræður í kosningasjónvarpi RÚV. Kosningar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.