Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Lýðræðisvaktin – fal- legt orð – sá sem stend- ur vakt um lýðræðið! Enn betra er að bak við þetta orð stendur hópur fólks sem vill láta gott af sér leiða fyrir sam- borgara sína. Ég er á lista hjá þessu framboði vegna þess að ég trúi því og treysti að sú stefna sem þar hefur verið mótuð gagnist al- menningi sem á um sárt að binda eft- ir erfiða reynslu eftir bankahrunið. Gæfulegt sýnist að færa niður höf- uðstól verðtryggðra og gengis- tryggðra húsnæðislána með almenn- um aðgerðum og mikilvægt virðist að jafnræðis sé gætt milli lántakenda og lánveitenda. Aðkallandi er að aðskilja viðskiptabanka frá fjárfesting- arstofnunum og endilega með lögum að girða fyrir svokallað kennitöluf- lakk. Velferðarmálin eru ofarlega í huga. Nauðsynlegt er að forgangsraða þeg- ar fjármunir eru af skornum skammti. Standa þarf vörð um al- mannatryggingar og fé- lagsþjónustu og að heimahjúkrun og að- stoð við aldraða sé sett í forgang. Svo þessa sé gætt er ég persónulega sátt við að byggingu nýs Landspítala sé slegið á frest þar til bet- ur árar. Umönn- unarstörf eru vanmetin og illa launuð, þar þarf að gera betur. Svo nauðsynleg eru þessi störf fyrir sam- félagið. Sömuleiðis þarf að huga að hlutskipti barnafólks og að gæta þess að konur og karlar fái í raun sömu laun fyrir sömu störf. Listir eru þarfar greinar í sam- félaginu og skila því miklu í bráð og lengd. Menntun og menningu þarf að efla og umfram allt að tryggja jafn- rétti til náms. Það var lengi svo að vel gefið fátækt fólk komst ekki til mennta vegna peningaleysis. Svo má aldrei verða aftur. Lýðræðisvaktin hefur á sinni stefnuskrá að stuðla að ofangreindu – og fjölmörgu öðru, svo sem endur- skoðun á kvótafrumvarpinu. Loks ber að nefna stjórnarskrár- frumvarpið sem hlaut svo dapurleg örlög nú fyrir skömmu. Þar var illa farið með gott málefni sem skiptir okkur meira í raun en við gerum okk- ur grein fyrir í hversdagsamstrinu. Vandað fólk og góð málefnastefna einkenna umrætt framboð. Ég hvet samborgara mína til þess að kjósa Lýðræðisvaktina okkur öllum til gæfu og gengis. Vaktstaða við gæfu og gengi Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttir »… ég trúi því og treysti að sú stefna sem þar hefur verið mótuð gagnist almenn- ingi sem á um sárt að binda eftir erfiða reynslu eftir banka- hrunið. Guðrún Guðlaugsdóttir Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Búandi erlendis er stundum skrítið að hlusta á þjóðfélags- umræðuna á Íslandi þegar maður kemur heim. Laugardaginn fyrir páska var mér brugðið að heyra í fréttum viðtal við for- mann Samtaka versl- unar og þjónustu um að það sé betra að fella niður innflutn- ingsgjöld til að lækka skuldir heimilanna heldur en að ganga að rót vandans, sem er í fjármálakerfinu sjálfu. Er það stað- reynd að matarverð sé svona miklu hærra á Íslandi en erlendis? Hverjar eru sannan- irnar fyrir því? Verð páskamatar í þremur Evrópu- löndum Ég bar saman inn- kaup í þremur löndum fyrir hefðbundinn páskamat fjöl- skyldu minnar, sem er humarsúpa, lambalundir og panna cotta- eftirréttur. Á Íslandi kostar sú mál- tíð 15.046 kr*, á Englandi 23.865 kr.* og á Ítalíu 19.354 kr.* (sjá hér að neðan). Augljóst er að páskamat- urinn okkar er ódýrastur á Íslandi! Þegar litið er á tölurnar er mat- urinn 59% dýrari í Englandi og 27% dýrari á Ítalíu en á Íslandi. Auðvit- að er humar dýr í Englandi og á Ítalíu (en við útreikningana var not- ast við verð á ferskum „scampi“ sem er líkur íslenskum humri). Ef ég sleppi forréttinum í útreikn- ingum þá er páskamaturinn í Eng- landi samt 24% dýrari en á Íslandi, en á Ítalíu er verðið þá orðið svipað. Matarmenning skapast af náttúru landsins Á Ítalíu er matur almennt mjög ódýr ef hann er framleiddur þar, en um leið og um innflutning er að ræða er það talið vera munaðarvara fremur en nauðsynjavara og því dýrara. Hvað með Ísland; erum við ekki vel stödd með framleiðslu á mat? Nýtum við ekki heita vatnið til að framleiða alls konar úrvals- grænmeti og ávexti? Öldum saman höfum við neytt okkar heilbrigða og holla lambakjöts. Landbúnaði á Ís- landi hefur ekki verið breytt í iðn- aðarframleiðslu eins og t.d. hefur mikið gerst í Bretlandi (en þar er nú hreyfing til að breyta því til baka). Í sveitum okkar er stund- aður fjölbreyttur land- búnaður og dýr njóta þar meira frelsis en víðast hvar annars staðar. Svo ekki sé minnst á að við höfum besta fisk í heimi, sem er ekki bara góður heldur líka tiltölulega ódýr; til dæmist hinn klassíski íslenski hversdagsmatur, soðin ýsa og kartöflur, er 48% dýrari í Bretlandi en á Íslandi. Er ekki eðlilegt að matur og matarhefðir mótist af umhverfi og menningu þar sem maturinn er fram- leiddur? Hvernig á þá ódýrari innflutningur á mat að hjálpa skulda- stöðu heimilanna? Sjálfbjarga þjóð Ég spyr, hverjar eru langtímaafleiðingar þess að fella niður inn- flutningsgjöld? Eflaust verða afleiðingarnar þær að landbúnaður Ís- lands leggist af og við verðum ekki lengur sjálfbjarga að fæða okkur sjálf. Grundvöllur sjálf- stæðs lands er að tryggja matvæla- öryggi með eigin framleiðslu. Ég bið Íslendinga að hugsa sig vel um og varast áróður þeirra sem vilja fórna íslenskri matvælafram- leiðslu. Eins og ítalskt máltæki seg- ir: Ef staðreyndarugl er endurtekið í sífellu verður það álitið sann- leikur. Lítum á rökin og stað- reyndir sem liggja að baki áður en við tökum afstöðu og gerum breyt- ingar sem geta haft skaðlegar af- leiðingar. Við höfum gnótt af hreinu vatni, við framleiðum nóg af ódýrri orku og mat til sjá fyrir öllum landsmönnum; sem er einstæður lúxus í þessum heimi. Verum stolt af þessari sterku sérstöðu okkar og metum hana fyrir það sem hún er. Seljum ekki matvælaöryggið frá okkur, verðum ekki þrælar er- lendra markaðsafla, höldum sjálf- stæði okkar. *Útreikningar voru miðaðir við verð á kílógrammi af kjöti, skelfiski eða lítra af rjóma. Til að einfalda útreikninga var verði á grænmeti og kryddjurtum sleppt. Gengi á pundi og evru var fengið frá vef- síðunni www.xe.com/currencyconverter, 31.. mars 2013. Matarverð á Íslandi var fengið hjá Nóatúni og Hagkaupum. Á Englandi var matarverð fengið hjá Wait- rose (www.waitrose.co.uk) og Fishfanatics (www.fishfanatics.co.uk), en á Ítalíu var matarverð fengið hjá Esselunga (www.es- selungaacasa.it). Er sjálfstæði Íslands til sölu? Eftir Ragnhildi Þóru Káradóttur Ragnhildur Káradóttir »…páskamat- urinn okkar er ódýrastur á Íslandi! Þegar litið er á töl- urnar er mat- urinn 59% dýr- ari í Englandi og 27% dýrari á Ítalíu en á Ís- landi. Höfundur er lektor í taugavísindum við háskólann í Cambridge, Bretlandi. www.gilbert.is FYRIR ERFIÐUSTU AÐSTÆÐUR SIF BJÖRGUNARÚRIÐ ÍSLENSKT 1000 METRA VATNSHELT OFURÚR Heildsöludreifing: Oddi Höfðabakka 7, S: 515 5000 m ag gi @ 12 og 3. is 21 .8 52 /0 1. 13 sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni Lífrænir maíspokar Pokarnir henta vel við flokkun á lífrænum eldhúsúrgangi sem fer til jarðgerðar. Þeir eru fram- leiddir úr maíssterkju og samlagast moltunni við jarðgerðina á nokkrum vikum. Þessir pokar eru allt öðru vísi en hefðbundnir plastpokar sem eyðast afar hægt og geta verið skaðlegir náttúrunni. Fást í öllum helstu verslunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.