Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 16
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Samfélagið á Suðurlandi fær ekki nægar tekjur af ferðamönnum og litl- ar greiðslur frá ríkinu en þarf að standa straum af ýmsum kostnaði vegna ferðamanna, s.s. við salerni á vinsælum viðkomustöðum. Þessi kostnaður lendir á sveitarfélögunum á Suðurlandi og þar með á út- svarsgreiðendum, að sögn Davíðs Samúelssonar, framkvæmda- stjóra Markaðs- stofu Suðurlands. Nauðsynlegt sé að ræða hvort rétt sé að innheimta gjald á ferða- mannastöðum til að standa undir gerð göngustíga, rekstri salerna o.fl. Stuðla þurfi að því að meiri tekjur af ferðamennsku verði eftir á lands- byggðinni. „Það er ekki nóg að fá peninga til uppbyggingar, það þarf líka að reka staðina,“ segir hann. Flestir ferðamenn komi til að skoða náttúruna og það verði að vernda hana og bera virðingu fyrir henni. Fleiri dvelji á Suðurlandi Davíð bendir á að á veturna gisti flestir ferðamenn í Reykjavík og fari síðan með rútum út á land, ekki síst á Suðurland. „Ferðamaður kaupir fjögurra daga pakkaferð til Íslands og dvelur í Reykjavík allan tímann. Það er ekki óalgengt að alla þessa fjóra daga fari hann í skoðunarferðir á Suðurlandi eða í aðra landshluta en er alltaf ekið aftur til Reykjavíkur að kvöldi,“ segir Davíð. Svona ferðamennska sé alls ekki umhverfisvæn eða sjálfbær og afar litlar tekjur verði eftir á Suðurlandi. „Þær verða til hjá hótelum og rútu- fyrirtækjum í Reykjavík,“ segir hann. Yfir þrjá mánuði á sumrin sé gisting á Suðurlandi vel bókuð en mun minna sé um ferðamenn að vetri og svigrúm sé til að fjölga vetrar- ferðmönnum verulega. Það sé auðvitað gott að fyrirtæki í ferðaþjónustu skili hagnaði en það verði að huga að því að tekjurnar dreifist víðar. Á Suðurlandi sé verið að gera ým- islegt til að laða ferðamenn að og meira sé í uppsiglingu, t.d. á sviði svokallaðrar upplifunarferða- mennsku en þá er reynt að kynna matarmenningu og önnur sérkenni svæðisins fyrir ferðamönnum. „Við viljum sjá til þess að ferðamenn geti komið beint á Suðurland, til dæmis um Suðurstrandarveg, og dvalið hjá okkur og keyrt frá okkur til allra átta,“ segir hann. Þá bendir hann á að nýlega hafi verið opnuð tvö kaffihús við vinsæla staði, Svínafellsjökul og Reykjadal, sem selji ferðamönnum veitingar og gefi þeim kost á að komast á salerni. Þannig verði tekjur eftir á svæðinu. Aðalfundur Markaðsstofunnar í mars var um leið málþing um gjald- töku á ferðamannastöðum. Davíð segir að á málþinginu hafi komið fram að um 70% af tekjum af ferða- mönnum verði eftir í Reykjavík. Rík- ið innheimti háa skatta af ferðamönn- um og ferðaþjónustufyrirtækjum en lítið af því fé skili sér út á land. Þann- ig fái ferðaþjónustan á Suðurlandi aðeins nokkrar milljónir á ári til markaðsstarfs. Þá sé merkilegt að hugsa til þess að um 150 manns vinni að ýmiss kon- ar rannsóknum í sjávarútvegi en rík- ið kosti aðeins um fimm starfsmenn til rannsókna í ferðaþjónustu. Þó sé orðinn lítill munur á þeim gjaldeyris- tekjum sem þessar greinar skili þjóð- arbúinu. Gista í Reykjavík en er ekið daglega í ferðir út á land  Kostnaður lendir á sveitarfélögum á Suðurlandi en tekjurnar annars staðar Ljósmynd/Dalakaffi Hlutverkaskipti Kaffihúsið var áður sumarbústaður í Borgarfirði. Magnea sótti um fyrsta leyfið fyrir rekstrinum 7. maí 2012 og öll leyfi lágu fyrir 17. ágúst. Húsið er með stöðuleyfi því ekki er búið að gera deiliskipulag fyrir svæðið. Kaffihúsið Dalakaffi, sem er við upphaf gönguleiðarinnar í Reykja- dal ofan Hveragerðis, var opnað 17. ágúst sl. og strax varð brjálað að gera, að sögn Magneu Jónasdóttur sem á og rekur kaffihúsið ásamt eiginmanni sínum Þorsteini Hanni- balssyni. Þau eru búsett í Hveragerði og Magnea segist lengi hafa velt fyrir sér að opna kaffihús á þessum stað enda sé Reykjadalur afar vinsæll og engin þjónusta hafi verið þar í boði fyrir ferðamenn. Gönguleiðin er sex kílómetrar, fram og til baka, en ekkert salerni var á svæðinu og var töluvert um að ferðamenn færu þess í stað á bak við næsta stein til að létta á sér. Magnea samdi um það við Hveragerðisbæ að bærinn keypti lítið hús fyrir vatnssalerni en hún myndi sjá um reksturinn. Salernin eru opin allt árið og er notkun endurgjaldslaus. Kaffihúsið er opið alla daga á sumrin, frá 15. maí til 15. nóvember, á milli kl. 10 og 22. Á veturna er opið frá föstudegi til sunnudags. Í Dalakaffi er hægt að fá kaffi- drykki, súpu og meðlæti og svo er þar lítið gallerí. Fjóra starfsmenn þarf á sumrin. Og reksturinn er skemmti- legur. „Því ég er kaffisnobb,“ segir Magnea. Brjálað að gera í Dalakaffi frá fyrsta degi HJÓN Í HVERAGERÐI OPNUÐU KAFFIHÚS VIÐ GÖNGULEIÐINA Í REYKJADAL Magnea Jónasdóttir Járnskortur getur verið ein ástæðan Vandaðar bætiefnablöndur úr lífrænni ræktun, fyrir börn og fullorðna. Þreytt og slöpp? Nánar á heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum. • Einkenni járnsskorts geta verið t.d. mæði, þreyta svimi, kulsækni, hjartsláttaróregla og höfuðverkur. • Floradix og Floravital hjálpa fólki til að viðhalda góðri heilsu og heilbrigði. • Blandan byggist upp á fljótandi lífrænu járni, sérvöldum jurtum, ávaxta djús og blöndu af c- og b-vítamíni, til að auka járnbúskap líkamans. Fossil 13.900 kr. Fossil 21.800 kr. Jacques Lemans 28.900 kr. Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is Góðar fermingar- gjafir Jacques Lemans 28.900 kr. Jacques Lemans 23.400 kr. Casio 5.600 kr. Skoðaðu úrvalið á michelsen.is Davíð Samúelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.