Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 ● Hlutafé Vátrygg- ingafélags Íslands hf. (VÍS) er verð- lagt á 17 til 20 milljarða króna í al- mennu útboði sem mun standa frá 12. til 16. apríl nk. samkvæmt tilkynn- ingu frá Arion banka. Klakki ehf. ætlar að selja 60% – 70% hlutabréfa í VÍS í útboðinu. Um- sjón með útboðinu hefur fyrirtækjaráð- gjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Stjórn VÍS hefur óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin til við- skipta á Aðallista Kauphallar Íslands í kjölfar útboðsins. „Stefnt er að því að útboðið marki grunninn að dreifðu eignarhaldi á VÍS,“ segir í tilkynningu Arion banka. Klakki hyggst selja 60% – 70% í VÍS Harpa Ólafsdóttir, formaður Heiðrún Jónsdóttir, varaformaður Árni Bjarnason Hjörtur Gíslason Kolbeinn Gunnarsson Konráð Alfreðsson Orri Hauksson Þórunn Liv Kvaran Framkvæmdastjóri sjóðsins er Árni Guðmundsson Gildi - lífeyrissjóður Sætúni 1 105 Reykjavík Sími 515 4700 www.gildi.is gildi@gildi.is lífeyrissjóður Efnahagsreikningur: 31.12.2012 31.12.2011 Verðbréf með breytilegum tekjum 111.199 90.046 Verðbréf með föstum tekjum 156.350 145.285 Veðskuldabréf 15.680 16.440 Bankainnstæður 18.978 15.320 Kröfur 1.135 1.313 Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 241 236 Skuldir - 1.324 - 3.260 Hrein eign til greiðslu lífeyris 302.259 265.380 Breytingar á hreinni eign: 2012 2011 Iðgjöld 12.547 11.956 Lífeyrir - 9.133 - 8.152 Framlag ríkisins vegna örorku 925 880 Fjárfestingartekjur 33.087 20.347 Fjárfestingargjöld - 208 - 182 Rekstrarkostnaður - 385 - 337 Aðrar tekjur 45 40 Skattur á hreina eign 0 - 214 Hækkun á hreinni eign á árinu 36.878 24.338 Hrein eign frá fyrra ári 265.380 241.042 Hrein eign til greiðslu lífeyris 302.258 265.380 Kennitölur: 2012 2011 Hrein nafnávöxtun 12,2% 8,1% Raunávöxtun 7,4% 2,9% Hrein raunávöxtun 7,3% 2,7% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) - 4,2% - 5,1% Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 3,4% 2,7% Eign umfram heildarskuldbindingar (%) - 4,4% - 4,9% Fjöldi sjóðfélaga 26.073 26.203 Fjöldi launagreiðenda 4.168 4.064 Fjöldi lífeyrisþega 16.328 15.556 (Allar fjárhæðir í milljónum króna) Stjórn sjóðsins: Ársfundur sjóðsins verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl n.k. kl. 17.00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. Ársfundur 2013 Afkoma Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins á árinu 2012 var 12,2% sem jafngildir 7,3% hreinni raunávöxtun. Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 21,5% og erlend hlutabréf hækkuðu um 20,4% í krónum. Erlend hlutabréf sjóðsins samanstanda af skráðum verðbréfum og óskráðum fjárfestingasjóðum. Til samanburðar hækkaði heimsvísitala hlutabréfa um 21,0%. Raunávöxtun skuldabréfa var 4,5%. Hrein eign samtryggingardeildar í árslok 2012 var 299,5 milljarðar króna og hækkaði um 36,7 milljarða frá fyrra ári. Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt eru heildarskuldbindingar sjóðsins 4,4% umfram eignir í árslok 2012. Eignir sjóðsins skiptast þannig: Innlend ríkistryggð skuldabréf eru 42,6%, erlend hlutabréf 23,1%, innlend hlutabréf 8,8%, veðskuldabréf 5,6%, önnur skuldabréf 10,5%, innlán 6,1% og vogunar- og fasteignasjóðir 3,3%. Séreign Hrein nafnávöxtun séreignardeildar sjóðsins var þannig: Framtíðarsýn I skilaði 13,3% ávöxtun, Framtíðarsýn II skilaði 11,5% og Framtíðarsýn III, sem er verðtryggður innlánsreikningur, skilaði 6,0%. Hrein raunávöxtun var á sama tíma 8,4%, 6,7% og 1,5%. Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild námu samtals 195 milljón króna á árinu. Hrein eign séreignardeildar í árslok 2012 var 2.764 m.kr. og hækkaði um 191 m.kr. frá fyrra ári. Starfsemi á árinu 2012 Hörður Ægisson hordur@mbl.is Bjørn Richard Johansen, norskur sérfræðingur í áfallastjórnun og al- mannatengslum, veitir krónuhópi er- lendra kröfuhafa Glitnis og Kaup- þings ráðgjöf í tengslum við mögulega nauðasamninga þrotabú- anna. Þetta herma heimildir Morgun- blaðsins. Johansen þekkir vel til á Ís- landi, en í kjölfar bankahrunsins 2008 var hann fengin til starfa fyrir stjórn- völd og fólst hlutverk hans í að skipu- leggja upplýsingastjórnun og sam- ræmingu aðgerða. Var sú ráðgjöf byggð á skipulagsformi frá NATO. Jafnframt var Johansen, sem hlaut menntun sína í norska hernum, yfir- maður erlendra fjárfestatengsla Glitnis 2005-2008. Krónuhópur erlendra kröfuhafa Glitnis og Kaupþings var settur á fót í febrúar á þessu ári. Stofnun hópsins, en hann er leiddur af breska ráðgjafa- fyrirtækinu Talbot Hughes McKillop, þykir ekki síst til marks um hversu mikilvægt er talið af hálfu erlendra kröfuhafa bankanna að þeir stilli sam- an strengi sína í samskiptum sínum gagnvart íslenskum yfirvöldum. Hlutverk krónuhópsins er fyrst og síðast að leita leiða um það hvernig hægt sé að draga úr þeim áhrifum sem útgreiðsla krónu- eigna til kröfuhafa gæti haft fyrir fjár- málastöðugleika á Íslandi – og þá um leið aukið líkur á að hægt verði að klára nauðasamninga þrotabúanna. Sá sem hefur haft umsjón með samskiptum fulltrúa kröfuhafa gömlu bankanna við íslensk yfirvöld er Ás- geir Friðgeirsson, almennatengsla- fulltrúi og fyrrverandi talsmaður Björgólfsfeðga. Auk Ásgeirs veita m.a. Einar Karl Haraldsson, fyrrver- andi upplýsingafulltrúi Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra, og Gunnar Steinn Pálsson almannateng- ill Glitni ráðgjöf í þessu efnum. Ráðleggur krónuhópi erlendra kröfuhafa  Norskur sérfræðingur í áfallastjórnun  Stýrði almannatengslaaðgerðum yfirvalda eftir hrunið 2008 Bjørn Richard Johansen                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +12./3 ++1.41 ,-.4-5 ,-.4+, +1.032 +,1.+4 +.,0/ +1+.-1 +00.1/ +,-.45 +15.+, ++4.22 ,-.4/0 ,-.435 +1./,3 +,1.00 +.,043 +1+./, +0/.2 ,+2.//, +,+.,2 +15.03 ++4./1 ,+.-,/ ,+.-2/ +1./1+ +,1.4+ +.,/25 +1,.+/ +0/.35 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Bresku tónlistar- og myndbanda- verslunarkeðjunni HMV hefur verið bjargað af fjárfestingarsjóðnum Hilco, sem hefur keypt allar búðir keðjunnar, 141 að tölu, samkvæmt frétt AFP í gær. Kaupin gætu bjargað 2.500 störfum í Bretlandi hjá einni stærstu tónlistar- búðakeðju Bretlands, en samkeppni við stórmarkaði og netveitur hefur reynst HMV erfið á síðustu árum. Í byrjun árs var tilkynnt að keðjan hafði óskað eftir greiðslustöðvun, en tæplega 100 verslunum hefur verið lok- að síðan þá og tæplega 2.000 manns hafa misst vinnuna. Fyrirtækið opnaði sína fyrstu verslun árið 1921. Sögu þess má þó rekja allt aftur til ársins 1899, þegar það gaf út tónlist á vaxkeflum, sem voru undanfari hljómplötunnar. Hilco fjárfestingar- sjóður HMV til bjargar ● Jón Finn- bogason hefur ver- ið ráðinn for- stöðumaður skuldabréfa hjá Stefni. Jafnframt mun Jón gegna stöðu staðgengils framkvæmda- stjóra. Jón starfaði áður hjá viðskiptabankasviði Íslands- banka. Áður var Jón starfsmaður Rekstrarfélags Kaupþings banka (nú Stefnir), segir í tilkynningu frá Stefni. Ráðinn forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni Jón Finnbogason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.