Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013
Við léttum þér lífið
F
A
S
TU
S
_H
_0
5.
01
.1
3
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900
WWW.FASTUS.IS
Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að
Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar
og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Komdu og skoðaðu úrvalið
- við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Hotel Natura þriðjudaginn 9. apríl nk.
Byggðastofnun boðar til fundar um
stefnumótandi byggðaáætlun 2014-2017
á Hótel Natura þriðjudaginn 9. apríl nk.
kl. 9:30 til 15:00.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur falið
Byggðastofnun að vinna stefnumótandi byggðaáætlun
sem lýsir markmiðum og stefnu ríkisstjórnarinnar í
byggðamálum sem og að skilgreina áætlanir á sviði
opinberrar þjónustu.
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra atvinnu- og
nýsköpunar, ávarpar fundinn.
Fulltrúar ráðuneyta fara yfir áætlanir og stefnumið
ráðuneytanna og tengingu þeirra við áætlunina.
Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og vinnu-
markaðarins lýsa starfsþáttum sem tengjast
byggðaáætluninni.
Verkefnið er mikilvægt skref í mótun heildstæðrar
byggðaáætlunar fyrir landið allt.
Fundurinn er opin öllum sem hafa áhuga á mikilvægi
stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir landsmenn.
Stefnumótandi
byggðaáætlun
2014-2017
Lánasafn Byggðastofnunar dreifist
á allar atvinnugreinar en ferða-
þjónusta, sem hefur verið vaxandi
atvinnugrein á landsbyggðinni
undanfarin ár, er nú töluverður
hluti lánasafnsins, eða 28%, og þar
næst er sjávarútvegur, með 27%.
Þetta kemur fram í inngangi Að-
alsteins Þorsteinssonar forstjóra í
ársskýrslu Byggðastofnunar fyrir
síðasta ár.
Fram kemur í innganginum að
nokkur byggðarlög á varnarsvæð-
um landsins hafa átt við mikinn
vanda að etja um langt árabil.
Þessi vandi birtist í viðvarandi
fólksfækkun, einhæfni atvinnulífs,
fækkun starfa og hækkandi með-
alaldri íbúanna. Hér er einkum um
að ræða fámenna byggðakjarna og
sveitir í umtalsverðri fjarlægð frá
stærri byggðakjörnum, segir í inn-
ganginum.
Opinbert stoðkerfi atvinnulífs á
landsbyggðinni hefur á að skipa
fjölbreyttum verkfærum til að efla
byggð og atvinnulíf, skrifar Aðal-
steinn. Hann nefnir lánveitingar
Byggðastofnunar, starfsemi at-
vinnuþróunarfélaga og Nýsköpun-
armiðstöðvar Íslands í einstökum
landshlutum og margvíslega starf-
semi einstakra sveitarfélaga. Í
ákveðnum tilvikum gagnast þetta
stoðkerfi ekki sem skyldi.
Sértækar aðgerðir
„Vísbendingar eru um að sum
vinnusóknarsvæði séu orðin það
veikburða að hefðbundið stoðkerfi
atvinnulífsins, s.s lánveitingar
Byggðastofnunar, nýtist þeim ekki
og því þurfi að beita sértækum að-
gerðum. Reynsla undangenginna
ára og áratuga sýnir að uppbygg-
ing almenns stoðkerfis hefur ekki
nýst brothættustu samfélögunum
sem skyldi.
Yfirleitt hafa íbúar fámennra
samfélaga takmarkaðar forsendur
til þess að nýta sér stoðkerfið og
raunar eru þau verkfæri sem fyrir
hendi eru ekki vel til þess fallin að
rjúfa vítahring fólksfækkunar,
samdráttar í þjónustu og einhæfni
í atvinnulífi. Því er mikilvægt að
leita nýrra leiða til að takast á við
vanda varnarsvæðanna. Í því felst
meðal annars að skýrari greinar-
munur verði gerður á stöðu ólíkra
byggðarlaga og mismunandi leiðir
þróaðar í samræmi við tækifæri og
áskoranir á hverjum stað.
Fátt bendir þó til annars en að í
náinni framtíð verði mikil þörf fyr-
ir aðkomu stoðkerfisins til að
tryggja aðgengi fyrirtækja í
dreifðari byggðum að lánsfé.
aij@mbl.is
Stoðkerfið nýtist ekki
verst settu svæðunum
Ferðaþjónusta með 28% lánasafns Byggðastofnunar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Raufarhöfn Nokkur byggðarlög á varnarsvæðum landsins hafa átt við mik-
inn vanda að etja um langt árabil og nauðsynlegt að grípa til aðgerða.
Önnur úthlutun styrkja úr menning-
arsjóði sem tengdur er nafni Jó-
hannesar Nordal, fyrrverandi seðla-
bankastjóra, fór fram í gær.
Seðlabanki Íslands stofnaði til
menningarstyrksins í nafni Jóhann-
esar í tilefni af 50 ára afmæli Seðla-
bankans árið 2011 og þess að
Þjóðhátíðarsjóður hafði þá lokið
störfum.
Alls bárust 38 styrkumsóknir og
ákvað úthlutunarnefnd að veita
tveimur umsækjendum styrk, sam-
tals að fjárhæð tvær milljónir króna.
Að þessu sinni hljóta styrk þau
Bjarki Þór Jónsson, sem hlýtur
einnar milljónar króna styrk til
verkefnisins Upphaf, þróun og varð-
veisla íslenskra tölvuleikja, og Mar-
grét Gunnarsdóttir, sem einnig hlýt-
ur eina milljón króna í styrk til
verkefnisins Þjóðbúningur verður
til. Klæðaburður Íslendinga í ald-
anna rás.
Verkefni Bjarka Þórs miðar að því
að varðveita gögn sem tengjast ís-
lenskum tölvuleikjum og tölvu-
leikjahönnun frá upphafi til dagsins í
dag.
Verkefni Margrétar miðar að því
að ljúka rannsókn á klæðaburði fólks
á Íslandi í aldanna rás og tengja við
menningarsögulega þróun landsins,
auk þess að gefa út myndskreytt rit-
verk með niðurstöðum verkefnisins.
Formaður úthlutunarnefndar er
Hildur Traustadóttir, fulltrúi í
bankaráði Seðlabanka Íslands, en
aðrir í nefndinni eru Ásta Magnús-
dóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og
menningarmálaráðuneyti, og Guð-
rún Nordal, forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum.
Þjóðbúningur og tölvuleikir
Styrkir Bjarki Þór Jónsson, Jóhannes Nordal og Margrét Gunnarsdóttir.
Hjúkrunarheimilið Sólvangur í
Hafnarfirði fær heimild fyrir þrem-
ur nýjum hjúkrunarrýmum. Tvö
þeirra eru ætluð fyrir hvíldarinn-
lagnir og eitt til varanlegrar dval-
ar. Jafnframt verður opnuð dag-
dvöl fyrir átta aldraðra einstakl-
inga. Þá mun heimilið taka að sér
matsölu til aldraðra í þjónustu-
miðstöðinni Höfn og afla þannig
sértekna. Þetta er liður í aðgerðum
til að bæta rekstrarstöðu heimilis-
ins. Fulltrúar velferðarráðuneytis-
ins og stjórnendur Sólvangs hafa
unnið að gerð áætlunar til að snúa
við miklum halla sem verið hefur á
rekstri hjúkrunarheimilisins.
Í tilkynningu ráðuneytisins kem-
ur fram að sýnt hefur verið fram á
að húsnæðiskostnaður Sólvangs
hefur verið vanmetinn og mun
ráðuneytið taka tillit til þess með
viðbótarfjárheimildum. Starfs-
mannahald á Sólvangi hefur verið
endurmetið. Niðurstöður sýna að
mönnun á heimilinu hefur verið
töluvert yfir meðaltali mönnunar á
sambærilegum stofnunum og í því
ljósi hefur stöðugildum verið fækk-
að um fjögur og hálft.
Hjúkrunarrýmum fjölgað á Sólvangi