Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Fallegu Færeyjar nefnist ferða- kynning sem haldin verður í Nor- ræna húsinu í dag, laugardag, milli kl. 13 og 16. Gestum verður boðið að smakka færeyskan mat og hlusta á færeyska tónlist. Matinn framreiðir Leif Sørensen í samstarfi við Dill restaurant en Leif er brautryðjandi í norrænni matargerð og starfar á veitinga- staðnum Koks í Færeyjum. Bárður Enni og bróðir hans Tróndur Enni skemmta gestum með færeyskri tónlist og söng. Allir sem koma geta tekið þátt í getraun um Færeyjar og eiga möguleika á að vinna ferðir með flugi eða Norrænu. Ferðakynningin er á vegum Smyril Line - Norrænu og Atlantic Airways. Allir eru velkomnir. Fegurð Tindhólmur í Færeyjum. Færeyjakynning í Norræna húsinu Samtök um kvennaathvarf bjóða til morgunverðarfundar með fulltrú- um þeirra stjórnmálahreyfinga sem bjóða fram til Alþingis á Hallveig- arstöðum, þriðjudaginn 9. apríl kl. 8.30-10.30. Rædd verður afstaða frambjóð- enda til sértækra aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi, réttarbóta til handa þolendum ofbeldis í nánum samböndum, sértækrar aðstoðar við börn sem verða vitni að ofbeldi og til fjárframlaga til Kvenna- athvarfsins. Í lok fundar verður athöfn sem markar lok uppboðs sem Kvenna- athvarfið stendur fyrir dagana 3.-8. apríl í samvinnu við bland.is og nokkra af vinsælustu hönnuðum landsins. Ræða aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi Þriðjudaginn 9. apríl kl. 9 verður haldinn morgunfundur á Hótel Sögu, salnum Kötlu. Þar mun Mich- ael Dresnez, varaforseti Inter- national Road Federation, halda fyrirlestur um „verndandi vegi“ (Forgiving Highways). Fundurinn hefst kl. 09:00. Reiknað er með því að hann standi í um tvo tíma. Fundurinn er opinn og eru þeir sem hafa hug á að sækja hann beðn- ir að senda tilkynningu um það á netfangið fib@fib.is. Morgunfundur um verndandi vegi STUTT SVIÐSLJÓS Jón Heiðar Gunnarsson jhg@simnet.is Samkvæmt nýlegum úrskurði Evr- ópudómstólsins er Dönum óheimilt að gera upp á milli einstaklinga innan ESB-svæðisins varðandi skólastyrki. Nú þurfa námsmenn frá öðrum ESB- löndum sem búsettir eru í Danmörku eingöngu að vinna í tvo mánuði í land- inu áður en nám hefst eða vinna í 10- 12 klukkutíma á viku samhliða námi til að fá svokallaðan SU-skólastyrk frá danska ríkinu. Áður fyrr þurftu námsmenn að vera búsettir í Dan- mörku í að minnsta kosti fimm ár eða leggja stund á vinnu í landinu í að lág- marki tvö ár til að fá styrkinn. Ljóst er að niðurstaða Evrópudómstólsins mun hafa gríðarlega mikil áhrif á danska menntakerfið í heild og jafn- framt íslenska námsmenn sem hafa margir hverjir verið duglegir við að nýta sér styrkinn. Það eru til að mynda um 700 íslenskir námsmenn sem nýta sér SU-styrkinn um þessar mundir samkvæmt tölum frá LÍN. Auðveldara fyrir Íslendinga „Þessar nýju reglubreytingar munu að öllum líkindum einnig gilda fyrir Íslendinga í gegnum EES- samninginn,“ segir Alma Sigurðar- dóttir, verkefnastjóri hjá upplýsinga- þjónustu Norrænu ráðherranefndar- innar. Alma telur úrskurðinn opna ýmsar leiðir fyrir íslenska náms- menn. „Nú verður mun auðveldara fyrir Íslendinga að fara í nám til Dan- merkur. Miðað við þann mikla áhuga sem er nú þegar til staðar varðandi styrkinn þá er ekki ólíklegt að fjöl- margir íslenskir námsmenn eigi eftir að nýta sér þetta úrræði á næstunni,“ segir Alma. Hún bendir jafnframt á að þeir sem fengu áður neitun frá danska ríkinu geti hugsanlega óskað eftir því að mál þeirra verði tekin aft- ur upp. „Ég hef áhyggjur af framtíðinni því þetta mun kosta danska ríkið mikinn pening,“ segir Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastýra hjá Sambandi ís- lenskra námsmanna erlendis. „Við fyrstu sýn gætu margir haldið að þetta væru gleðitíðindi fyrir íslenska námsmenn þar sem danska ríkið neyðist til að lækka kröfurnar mikið. Ég er hinsvegar hrædd um að Danir þurfi að gera stórtækar breytingar á kerfinu sínu þar sem þetta fyrir- komulag gengur varla til frambúðar án þess að setja þá hreinlega á haus- inn. Ég óttast því að Danir reyni að finna upp leiðir til að breyta kerfinu og reyni jafnvel að takmarka aðgang að því. Þetta gæti því verið mjög slæmt fyrir íslenska námsmenn sé lit- ið til lengri tíma,“ segir Hjördís. Hún leggur áherslu á að upp sé komin al- gjörlega ný staða og að enn ríki óvissa um viðbrögð danskra stjórnvalda. „Við munum fylgjast vel með þróun mála enda eru gríðarlega miklir hags- munir í húfi fyrir íslenska náms- menn.“ Bannað að mismuna þegnum Kjarninn í úrskurði Evrópudóm- stólsins er sá að danska ríkinu er óheimilt að gera upp á milli náms- manna og verkamanna á frjálsum innri markaði ESB. Þegar fólk er skilgreint sem verkafólk í Danmörku er óheimilt að neita því um félagsleg- ar bætur til jafns við aðra, þar á með- al SU-skólastyrkinn. Málið kom upp þegar ónefndum erlendum náms- manni var neitað um SU-styrk í Dan- mörku á þeim forsendum að hann kom upprunalega til Danmerkur til að vinna. Hann skipti síðar um skoð- un og fór í nám við Viðskiptaháskól- ann í Kaupmannahöfn og vildi þá fá SU-styrk líkt og allir aðrir danskir námsmenn eiga rétt á. Danska menntamálaráðuneytið áætlar að úr- skurðurinn mun kosta danska ríkið um 200 milljónir danskra króna á ári. Núverandi kostnaður við SU-kerfið er um 17-19 milljarðar danskra króna á ári. „The Copenhagen Post“ greindi frá þessu máli. Mega ekki gera upp á milli fólks  Evrópudómstóllinn hefur skyldað Dani til að lækka kröfur varðandi skólastyrki  Mun hafa gríðarlega mikil áhrif á danska menntakerfið í heild og jafnframt íslenska námsmenn í Danmörku Fjölþjóðlegt Danir sjá fram á fjölgun námsmanna. Ýmsir þjóðfánar í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. SU-styrkur » Núverandi kostnaður við SU-kerfið er um 17-19 millj- arðar danskra króna á ári. » Um 700 íslenskir náms- menn nýta sér SU-styrkinn um þessar mundir samkvæmt töl- um frá LÍN. » Fjölmargir Íslendingar hafa áhuga á því að nýta sér styrk- inn á næstunni. Alma Sigurðardóttir Hjördís Jónsdóttir „Úrskurður ESB mun breyta öllu menntaumhverfi í Danmörku,“ sagði Morten Østergaard, mennta- málaráðherra landsins, í viðtali. Hann telur líklegt að erlendum námsmönnum muni fjölga mikið og að fjárhagslegur kostnaður ríkisins muni samhliða aukast til muna. „Ákvarðanataka ESB er afleiðing af þátttöku okkur í bandalaginu og við verðum að fara eftir þessum ákvörð- unum, líka þegar þær henta okkur illa,“ sagði ráðherrann. Ernst Hemmingsen, konsúll hjá danska sendiráðinu í Reykjavík, tek- ur í svipaðan streng en bendir á að þetta sé ekki eingöngu neikvæð þró- un. „Stór hluti námsmanna verður eftir í landinu að námi loknu. Það er alltaf kostur að fá inn fleiri vel menntaða ríkis- borgara og ég held að Íslend- ingar séu ávallt velkomnir,“ segir Hemmingsen. Hann bætir þó við að mikill straum- ur námsmanna frá öðrum löndum ESB geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir danskt samfélag og að skóla- kerfið geti ekki tekið endalaust við. Íslendingar velkomnir DANSKA SKÓLAKERFIÐ TEKUR EKKI ENDALAUST VIÐ Ernst Hemmingsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.