Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Árið 2012 vann Landsvirkjun rúmlega 12.000 gígawattstundir af rafmagni. Skuldir fyrirtækisins héldu áfram að lækka og framtíðarhorfur þess eru góðar. Landsvirkjun er eign íslensku þjóðarinnar – afkoma og rekstur fyrirtækisins skiptir okkur öll máli. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Á vefnum okkar, landsvirkjun.is, er aðgengileg ítarleg rafræn kynning á starfsemi og afkomu Landsvirkjunar 2012 og framtíðaráformum fyrirtækisins. „Við erum alltaf að fást við þurrð á ákveðnum lyfjum. Eftir að fákeppni varð á lyfjamarkaðnum hér á landi þegar framleiðsla og dreifing færð- ust á hendur færri aðila, þá er þetta orðið al- gengara. Þetta er það sem við þurf- um að greiða fyr- ir lægra lyfja- verð,“ segir Sigurbjörn Sveinsson, heilsu- gæslulæknir að- spurður hvort skortur á lyfjum hér á landi sé viðvarandi. Hann segir í flestum tilfellum hægt að gefa til- tekin samheitalyf. Hann segir vandann vera í raun tvenns konar. Stundum komi upp þurrð á ákveðnum lyfjum eins og sýkla- og verkjalyfjum. Í því sam- hengi nefnir hann nýlegt dæmi um skort á nauðsynlegri og algengri mixtúru fyrir börn en hún verður aftur fáanleg frá öðrum framleið- anda. Öðru máli gegni um skort á lyfjum við krónískum sjúkdómum. „Sífelld skipti milli lyfja valda óör- yggi hjá sjúklingum og jafnvel vit- leysu í lyfjagjöf, slíkt kemur fyrir,“ segir Sigurbjörn og bendir á að þetta megi rekja til greiðsluþátttöku ríkisins í ákveðnum lyfjum og lyfja- markaðarins hins vegar. „Rokk á milli lyfja er vegna þess að ríkið vel- ur að greiða niður það lyf sem er hagstæðara. Þá standa sjúklingar frammi fyrir því að þurfa að taka inn annað lyf. Oft detta lyf út af þeim lista sem ríkið greiðir niður,“ segir Sigurbjörn og bendir á að umrædd- ur vandi sé runninn af sömu rót. thorunn@mbl.is Þurrð á lyfj- um vegna fákeppni  Hefur aukist Sigurbjörn Sveinsson Mikið var að gera í verslunum ÁTVR fyrir páska en alls komu 40.886 við- skiptavinir í Vínbúðirnar miðviku- daginn fyrir páska, að því er fram kemur í frétt á vef ÁTVR. Það eru 2,7% fleiri en komu sama dag fyrir ári, þegar 39.792 viðskiptavinir komu í Vínbúðirnar. Miðvikudagur fyrir páska er einn stærsti söludagur í Vínbúðunum á ári hverju og þegar mest var að gera, milli kl. 17 og 18, voru 8.600 við- skiptavinir afgreiddir, eða um 143 á hverri mínútu. Í dymbilvikunni komu um 90 þús- und viðskiptavinir í Vínbúðirnar, sem er um 20% meira en í hefðbundinni viku á þessum árstíma, þegar um 75 þúsund viðskiptavinir koma í Vínbúð- irnar. Alls seldust 490 þúsund lítrar af áfengi í samanburði við 486 þús- und lítra árið 2012 í sömu viku. Sala áfengis var 4,4% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. „Þessa aukningu má líklega að mestu skýra með því að í ár eru páskar í mars en þeir voru í apríl í fyrra. Sama skýring á við þegar sala marsmánaðar er skoðuð en í ár seld- ust 12,2% fleiri lítrar en í fyrra,“ seg- ir á vef ÁTVR. Sala á lagerbjór er uppistaðan í sölu ÁTVR. Alls seldust 1.230 millj- ónir lítra fyrstu þrjá mánuðina, sem er 10,5% aukning frá í fyrra. sisi@mbl.is Mikil örtröð var í Ríkinu Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vínbúðin Mikið var að gera og fylla þurfti í hillurnar jafnóðum.  Rúmlega 40 þúsund manns komu í Vínbúðirnar miðviku- daginn fyrir páska  143 voru afgreiddir á hverri mínútu Spítalasýkingum virðist hafa fækk- að á Landspít- alanum síðustu tvö ár skv. viku- legum pistli Björns Zoëga for- stjóra. Í pistl- inum segir Björn að þrátt fyrir að þjónusta hafi breyst í kjölfar niðurskurðar hafi tekist að sjá um sjúklinga á öruggan hátt. Björn þakkar starfsfólki sem hafi tekið á sig aukið álag fyrir lægri laun. Þá segir hann að sjúklingar og fjölskyldur þeirra hafi einnig tekið þátt í breytingunum og virðist þeir mjög ánægðir með þjónustu Land- spítalans og vísar Björn í þjón- ustukönnun máli sínu til stuðnings. Sýkingum fækkar þrátt fyrir niðurskurð Björn Zoëga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.