Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.04.2013, Blaðsíða 45
að gaman væri að fara fljótlega saman í ferð á Anfield. Síðastliðið sumar fórum við saman í Veiðivötn í frábæra veiði- ferð sem ég á alltaf eftir að muna. Ég varð heillaður af þessari nátt- úruperlu en fararstjórn Ella og leiðsögn á þar stærstan þátt. Leikinn ætluðum við að endur- taka í sumar og tilhlökkunin var vaxandi. Ég veit að þessi hjartahlýi og góði drengur er ekki einn á ferð þar sem hann er nú. Söknuður samferðafólks hans og missir er mikill en minningin um hann mun lifa um aldur og ævi. Anne og sonum votta ég mína dýpstu samúð. Gunnsteinn R. Ómarsson. „You’ll never walk alone“ kem- ur fljótt upp í hugann þegar ég minnist Ellerts Þórs Benedikts- sonar, dýralæknis á Hellu. Elli dýri, eins og við fótboltafélagarn- ir kölluðum hann stundum, var frábær vinur og félagi. Ellert með sinn magnaða vinstri fót og húðflúrað Liverpool-merkið á kálfanum var skotfastur og hitt- inn á markið, leikinn og flinkur fótboltamaður, hló ef hann brenndi af og lagði alltaf allt sitt í leikinn. Ég minnist skemmtilegra fót- boltaferða með Ellerti til Eng- lands. Fyrsta ferðin okkar var á sprengjuleikinn svokallaða á Old Trafford þar sem við sáum goðin spila við „óvinina“ og við unnum, 1-0. Stemningin fyrir leikinn var rafmögnuð, margt fólk, gríðarleg öryggisgæsla, lögreglumenn á hestum og þyrlur sveimuðu yfir og leitað var á öllum sem fóru inn á leikvanginn. Við létum þetta ekki raska ró okkar í góða veðr- inu og svolgruðum í okkur bjór og vorum kátir. Ferðirnar urðu þrjár og leikirnir margir, besta stemningin var auðvitað á An- field þar sem menn sungu sig hása. Ellert var til í að prófa nýja hluti og ekki síst þá sem reyndu á líkamlegan styrk og atgervi og var hann því ekki lengi að skella sér í mótorhjólasportið með okk- ur Guðmundi. Farnir voru skemmtilegir túrar á hálendið, þar sem farið var yfir ár og læki og brattar brekkur og reynt á þrekið, komum þreyttir og sáttir heim. Það er sárt að sjá á eftir eð- almönnum eins og Ella, hann var brosmildur og með þægilega nærveru, hans verður saknað. Anne, Jónasi, Símoni, ættingjum og vinum votta ég mínu dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ell- erts. Ragnar Pálsson. Elli Kiddíar eða Elli Benna eins og við kölluðum hann oftast var einn af félögum okkar sem ól- umst upp í Stykkishólmi á seinni hluta síðustu aldar. Hann var mikið ljúfmenni í alla staði, hæfi- leikaríkur og virkur í öllu fé- lagslífi í Hólminum, æfði knatt- spyrnu, var í Lúðrasveit Stykkishólms og hestamennsku. Dýravinur var hann mikill og mikið af gæludýrum á hans heim- ili og kannski ekki skrítið að dýralækningar yrðu hans starfs- vettvangur. Í knattspyrnu brá hann sér varla í leik öðruvísi en svo að hann potaði inn einu marki eða svo. Elli Benna hleypti heimdrag- anum 1984 er hann fór í Versl- unarskólann og leigði með elsku bestu systur sinni, Láru á Æg- issíðunni, þangað vorum við fé- lagarnir alltaf velkomnir og Lára tilbúin að umbera allt ruglið í okkur félögunum. Ári seinna vor- um við flestir fluttir í bæinn, leigðum saman íbúð í hinum um- töluðu Spóahólum 18 sem fyrir okkur voru svona jafnfrægir og Dúfnahólar 10 í kvikmyndinni Sódóma Reykjavíkur, nema að Spóahólar 18 eru til. Héldum við hverja Hólahátíðina á fætur ann- arri og var Elli ómissandi þar, gestkvæmt var hjá okkur þar sem saman komu félagar úr Hólminum og Hafnarfirði. Elli bauð verslingum stundum í kaffi, átti hann góða vini í Versló, var þar virkur í félagslífinu. Álagið á hinum unga verslun- arskólanema Ella Benna var mikið að standa sig í náminu og djamminu, var það samt eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir náminu. Okkur er það minnis- stætt eftir frekar langa og stranga Hólahátíð er við sátum félagarnir og spjölluðum um af- rakstur helgarinnar, sagði Elli allt í einu: „Ég þarf að skila rit- gerð um Pétur mikla í fyrramál- ið“, ekki stórmál, við fórum að sofa, hann að skrifa ritgerð. Ógleymanleg voru ferðalögin sem við fórum í á verslunar- mannahelgunum, minnisstætt er atvik þar sem hljómsveitin Grafík skemmti í Logalandi, þar rakst Elli óvart á rafmagnstöfluna og lekaliðinn sló öllu út, það sem honum fannst flottast var loka- tónninn í gítarnum, gvang. Elli átti það til að henda í skúffuköku eftir ball eða á góðum degi, allir áttum við það sameig- inlegt að þykja mjólk og skúffu- kaka algert lostæti, þar kom Elli sterkur inn. Aldrei vorum við varir við að hann skipti skapi þó kannski ætti hann það til, þá var það ekki í okkar návist, kannski var hann bara eins og Daninn ligeglad. Maður vildi allt fyrir Ella gera án þess að hann væri að biðja um það. Ekki vissu nú allir hvað við félagarnir vorum að aðhafast hér í denn, en einfalt var það, við vor- um bara að gera það gott. Eftir stúdentsnámið flutti Elli aftur í Hólminn og var svo lán- samur að kynnast konu sinni, Anne Bau frá Danmörku, sem kom sem au pair í Stykkishólm. Síðar lá leiðin til Danmerkur að nema dýralækningar og eignuð- ust þau synina Jónas og Símon, ákaflega vel gerða syni. Þau fluttu til Hellu þar sem hann starfaði sem dýralæknir. Kveðjum við nú þennan eðald- reng með söknuð í hjarta og biðj- um þig, góður Guð, að blessa hans fjölskyldu, Anne, Jónas, Símon, foreldra og tengdamóður, systkini og tengdasystkini. Hafþór Helgi Einarsson og Elvar Þór Steinarsson. Nú eiga margir um sárt að binda, hvert hræðilega slysið á fætur öðru hefur dunið yfir und- anfarnar vikur og eftir situr sorg og tóm. Hesta- og sveitasam- félagið á Suðurlandi er slegið vegna fráfalls Ellerts Þórs Bene- diktssonar dýralæknis og sam- hugurinn í sorginni er áþreifan- legur. Sama er hvar borið er niður, allir eru sammála um að Ellert hafi verið einstakur mað- ur, drengur góður, fagmaður fram í fingurgóma og góður fé- lagi. Ella kynntist ég í gegnum störf hans og hann reyndist mér einstaklega vel. Hann var úr- ræðagóður og ákveðinn, gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana en þó skynsamur og raunsær. Hann bar virðingu fyrir þeim til- finningaböndum sem myndast geta á milli manns og hests og sýndi nærgætni og alúð í störfum sínum. Saman tókumst við á við ýmis verkefni og hann var ávallt ráðagóður og tilbúinn til að gefa af sér. Til hans var gott að leita eftir fróðleik og hann kenndi mér ótal margt varðandi umhirðu og fóðrun hrossa, auk þess að vera alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Þá sjaldan maður hringdi og hann var ekki á vakt hafði hann yfirleitt samband til að at- huga hvað væri í gangi og hvort hann gæti lagt eitthvað til. Auk þess að vera mikill fagmaður var Elli góður félagi og fólki um allar sveitir fannst það eiga hlut í hon- um. Hann var jákvæður og glað- lyndur og aldrei heyrði ég hann segja illt orð um nokkurn mann. Hann var húmoristi og aðeins stríðinn, en alltaf í góðu. Skotin flugu á milli okkar Púllarans og Nallarans um enska boltann og ekki síður á milli Hólmarans og Keflvíkingsins þegar að körfunni kom. En alltaf var gleðin undir- liggjandi, stríðnin góðlátleg og mikið hlegið. Ellert sá um árabil um sónar- skoðanir hjá Þristsfélaginu og það var alltaf tilhlökkunarefni að sóna. Þetta voru skemmtilegir dagar þar sem brandararnir fuku, veðjað var um niðurstöður og gerðir sérstakir afsláttar- samningar byggðir á útkomunni. Eitt sinn hét ég á Ella að ef hann fyndi fyl í hryssu hluthafa sem hafði fengið tóma hryssu ár eftir ár myndi ég mæta með viskí- flösku í næstu skoðun. Það var eins og við manninn mælt, eins og fyrir kraftaverk, Elli fann fylið og flaskan kom með í næstu ferð. Stundum gaf hann sér tíma til að staldra við og fá sér pönnsu eða kaffi og á fertugsafmælisdag- inn minn fögnuðum við saman með rjómatertu í lok vinnudags- ins. Þessara stunda minnist ég með hlýju og það verður skrítið að sóna í sumar án Ella þótt ég efist ekki um að hann verður í huga okkar og fylgist með úr Sumarlandinu. Að horfa á eftir svo góðum dreng í blóma lífsins er þyngra en tárum taki. Eftir sitja fjölskylda, samstarfsfólk og vinir sem syrgja mann sem svo mörgum þótti vænt um. Samskipti okkar ein- kenndust af vináttu og virðingu og ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Ella og njóta samvista við hann. Hann var einn þeirra manna sem gera lífið gott. Fjölskyldu, samstarfsfólki og vinum votta ég mínu dýpstu sam- úð. Skrefin eru þung í sorginni, en góðar minningar um einstak- an mann og samhugurinn sem ykkur umlykur mun vonandi veita styrk. Hvíl í friði félagi, Hulda G. Geirsdóttir. Fyrir þrettán árum fréttist hér í sveit að nýr dýralæknir, Ell- ert, væri að koma á Hellu og fór maður strax að spá hvernig per- sóna hann væri, því fyrir bónda skiptir það miklu máli. Við fyrstu kynni varð mér ljóst hvað hann var góður í sínu fagi og því happafengur fyrir bændasam- félagið. Elli var fljótur að aðlagast mannlífinu enda einstaklega já- kvæður og traustur maður sem öllum líkaði við. Ég var svo hepp- inn að kynnast Ella líka utan vinnu í tengslum við sameiginleg áhugamál s.s. veiði og útivist og svo náttúrlega Liverpool, en við vorum báðir „meðfæddir“ stuðn- ingsmenn þess góða liðs. Við gát- um spjallað lengi um leiki, töp og sigra eða nýjustu leikmanna- kaupin hverju sinni. Elli var svo harður stuðningsmaður að hann fékk Liverpool-tattú á kálfann í fertugsafmælisgjöf frá konunni. Einnig unnum við saman tvívegis í þorrablótsnefnd á Hellu, nú síð- ast fyrir ári. Þar var Elli ævin- lega til í að undirbúa og leika stór sem smá hlutverk og var drífandi og fljótur að bjóða fram aðstoð sína. Ein góð minning um Ella er þegar hann hjálpaði okkur Gumma að reyta og svíða gæsir heila nótt eftir gott skytterí. Þeg- ar þreytan sótti á okkur sökum utanaðkomandi áhrifa (fljótandi í dósum) var gott að hafa mann eins og Ella til að hvetja sig áfram og drífa verkið af. Við þetta skyndilega fráfall Ella missir maður ekki bara góð- an félaga heldur líka góðan dýra- lækni og dýravin. Það var mikið lán að kynnast svona manni og mun það taka tímann sinn að venjast því sem orðið er. Við Margrét Harpa vottum fjölskyldu og vinum Ellerts okkar dýpstu samúð. Ómar Helgason, Lambhaga. Ellert dýralæknir útskrifaðist frá KVL í Kaupmannahöfn 1996 og öðlaðist réttindi til dýralækn- inga hér á landi sama ár. Fyrstu árin starfaði hann í Danmörku en frá árinu 2000 stundaði hann dýralækningar hér á landi og lin- aði þrautir sunnlenskra dýra. Hann vann dýralæknisverkin af fagmennsku og nærgætni, bæði við menn og dýr. Íslenska dýralæknastéttin er fámenn, hver dýralæknir vegur þungt í litlu samfélagi, stórt skarð er höggvið í stéttina við fráfall Ellerts. Hann var á hátindi starfs síns, ungur en þó reynslumikill. Læknisverkin léku í höndunum á honum, fumlaus handtök og hver maður sem á horfði vissi að þar fór góður dýralæknir. Hann var fyrirmynd ungra dýralækna sem komu til starfa hjá þeim félögum á Dýralæknamiðstöðinni á Hellu, þeirra er missirinn mikill. Starfs- bræður og -systur Ellerts minn- ast hans sem góðs dýralæknis, sem var einstaklega laginn við dýr og góður félagi. Eiginkonu, sonum og fjölskyldu Ellerts auk starfsbræðra hans á Hellu færi ég mína dýpstu samúð. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir. Það voru sorglegar fréttir sem við bekkjarsystkini Ella fengum mánudaginn 25. mars síðastliðinn um að hann hefði látist í hörmu- legu slysi. Kynni okkar hófust haustið 1985 í gamla Verzlunarskólanum við Grundarstíg. Bekkurinn okk- ar, 5-Y, samanstóð af tuttugu og einum strák og fjórum stelpum og varð uppskrift að mjög skemmti- legum kokteil sem síðan varð 6-Y (Sex-y). Eftir smá lærdóm, mörg skemmtileg partí, böll, bústaða- ferðir og fleiri uppákomur út- skrifuðumst við með hvítar kollur á höfði vorið 1987. Elli var mikilvægur hlekkur í bekknum okkar. Hann tók að sér ýmis nefndarstörf og var síðasta árið ritstjóri skólablaðsins Vilj- ans, sem kom út nokkrum sinnum yfir veturinn. Dugnaður hans sem ritstjóri sýndi vel þá miklu kosti, sem Elli bjó yfir þótt stundum hafi útgáfudagurinn dregist að- eins, enda vildi Elli vanda til verka. Elli var hvers manns hugljúfi, léttur í skapi og alltaf til í sprell og annan fíflaskap sem við tókum upp á þessum árum og bekkurinn varð þekktur fyrir. Bekkurinn hefur hist árlega síðustu 26 ár og skemmt sér ásamt útvöldum kennurum og mökum þeirra. Elli hefur oft mætt, þótt nám erlendis og vinn- an síðustu ár hafi stundum þvælst fyrir. Það var haft á orði að Elli breyttist ekkert í tímans rás og kennararnir sögðu sumir að mór- allinn í hópnum væri sá sami og við útskrift. Sami galsinn og glettnin væri til staðar og þar tók Elli ríkan þátt. Sex-y bekkurinn verður aldrei samur og Ella verður sárt saknað, því eins og lífið er yndislegt þá er það alltaf jafn sorglegt þegar ung- ir menn í blóma lífsins eru teknir frá fjölskyldum sínum og vinum á svo sviplegan hátt. Shakespeare sagði að „dauðinn væri ókannað land og þaðan snéri enginn aftur“. Elli tekur að sér að kanna fyrir okkur hina fögru dali, fjöll og engi þar til við hittum hann á ný, en þeir fagnaðarfundir koma síðar. Við hugsum hlýtt til Ella og fjölskyldu hans og sendum hans nánustu okkar dýpstu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Fyrir hönd 6-Y, Verzlunarskóla Íslands, 1986-1987, Halldór Sævar Kjartansson og Daði Friðriksson. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Okkur setti hljóð þennan sól- ríka og fallega mánudag í mars- mánuði þegar okkur bárust þær hörmulegu fregnir að bekkjar- bróðir okkar, Ellert Þór, væri fall- inn frá langt fyrir aldur fram. Stundum er óréttlæti örlaganna yfirþyrmandi en eftir situr minn- ing um einstaklega góðan vin. Elli Benna, eins og hann var ávallt kallaður af sínum vinum, var yndislegur félagi, ljúfur og skemmtilegur. Elli var ávallt hrókur alls fagnaðar á sinn hæv- erska hátt, með afbrigðum orð- heppinn og setti svip sinn á bekkj- armótin og það síðasta í maí 2011 var engin undantekning þar á. Þar fór Elli á kostum með ógleymanlegum skemmtisögum af sínu samferðafólki og ekki síst sjálfum sér sem við bekkjarsystk- ini hans ultum um af hlátri yfir. Ætíð síðan þá, þegar við rifjum upp þetta mót, þá er alltaf minnst á Ella og brosað. Elli var afbragðs námsmaður, hæfileikaríkur og var alltaf boð- inn og búinn að aðstoða í félagslíf- inu. Í hans huga voru ekki til vandamál, bara lausnir. Þrátt fyr- ir sína afburðahæfileika þá var hann ætíð hógværðin uppmáluð, svo einstaklega fágaður piltur. Hæfileikar hans fengu að njóta sín í svo mörgu. Hann stundaði fótbolta af kappi, spilaði í lúðra- sveitinni, tók þátt í barnastúk- unni, barnaleikritunum í grunn- skóla og svona mætti lengi upp telja. Snemma beygðist krókurinn til þess er verða vildi. Ella var mjög annt um dýr og fengu mörg hver góða aðhlynningu hjá honum á æskuárunum í Hólminum. Skipti ekki máli hvers kyns var, mýs, grútarblaut æðarkolla, hundar eða kettir sem átti að lóga en hann bjargaði með því að taka í fóstur. Velferð dýra var honum ætíð afar hugleikin. Það fór framhjá fáum að Elli var mikill Liverpool-aðdáandi og eins og hann orðaði það svo skemmtilega sjálfur að „maður þarf stórt og sterkt hjarta til að halda með Liverpool“, það átti svo sannarlega við um hann. Elsku Anna, synir og fjöl- skylda, sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erf- iðu tímum. Megi Guð og góðar vættir fylgja ykkur. Minningin um prúðan pilt lifir í hjörtum okkar sem hann þekktum. Fyrir hönd bekkjarfélaga Grunnskólans í Stykkishólmi, ár- gangi 1967, Hrannar Pétursson. Haustið 2004 hóf göngu sína við Menntaskólann á Ísafirði nýr nemendahópur á málmiðnbraut. Eins og gengur var nemendahóp- urinn ólíkur. Einn af nemendun- um var Þröstur Þórisson, frændi minn, sem eins og pabbi hans og afi hafði valið sér málmiðn að læra. Þröstur var dagfarsprúður drengur með afbrigðum og bros- mildur. Hann var duglegur nem- andi og einstaklega laginn við smíðarnar enda sóttist honum námið vel. Að grunnnámi loknu hélt Þröstur áfram námi í stálsmíði og fór á námssamning hjá 3X Technology á Ísafirði. Hann út- skrifaðist sem stálsmiður frá MÍ vorið 2008 og lauk sveinsprófi í júní sama ár. Það er alltaf gaman að fylgjast með nemendum sínum vaxa og dafna í námi og starfi. Ég hafði gott tækifæri til að fylgjast með Þresti eftir að námi lauk en Menntaskólinn á Ísafirði er í góðri samvinnu við 3X Techno- logy þar sem Þröstur vann. Þröstur stóð sig vel, eins og hans var von og vísa, og það var gaman að sjá til hans við smíðarnar. Það var erfitt símtal sem ég fékk fyrir páskana og fékk fregn- ir af sviplegu fráfalli Þrastar. Á stundum sem þessum verður manni orða vant því það er sárt að horfa á eftir vel gerðum ung- um manni sem átti framtíðina fyrir sér í leik og starfi. Þresti Þórissyni þakka ég góða við- kynningu. Við Gósý sendum for- eldrum hans, systur og fjölskyld- unni allri hugheilar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þau og styrkja í þeirra miklu sorg. Tryggvi Sigtryggsson, málmiðnkennari við MÍ. MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. APRÍL 2013 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför yndislegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR BENEDIKTSDÓTTUR, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Erla Magnúsdóttir, Örn Þórhallsson, Guðrún S. Magnúsdóttir, Jón Sveinsson, Þuríður Magnúsdóttir, Björn Árni Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN LILJA ÞÓRARINSDÓTTIR, Grund, andaðist í Barmahlíð, Reykhólum miðvikudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Reykhólakirkju föstudaginn 12. apríl kl. 14.00. Unnsteinn Hjálmar Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Hekla Karen, Tindur Ólafur, Ketill Ingi og Kristján Steinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.