Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er yngsta barnið og enginn hafði áhuga á hestum heima fyrr en ég byrjaði. Þá sýndu foreldrar mín- ir áhuga, fóru að keyra mig á reið- námskeið og leggja upp úr því að hafa betri hross,“ segir Harpa Birgisdóttir á Kornsá í Vatnsdal sem fékk afhenta Morgunblaðs- skeifuna við athöfn á Hvanneyri í gær. Skeifudagur Grana sem er hestamannafélag nemenda Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri er ávallt á sumardaginn fyrsta. Þá sýna nemendur afrakstur vetr- arins í tamningum og reið- mennsku. Keppt var og sýnt í reiðhöllinni á Mið-Fossum og verðlaun síðan af- hent við athöfn í húsnæði skólans á Hvanneyri. Jafnframt voru nem- endur úr námskeiðsröðinni reið- manninum brautskráðir. Jafn og blandaður hópur Þrettán nemendur úr búfræði- og búvísindanámi við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri tóku hrossaræktaráfanga í vetur. Heim- ir Gunnarsson reiðkennari segir að hópurinn hafi verið blandaður. Þar hafi verið nemendur sem vilji geta tamið eigin smalahesta og aðrir sem hafa hug á að vinna við tamn- ingar. Hópurinn var jafn og skipt- ust viðurkenningar á marga ein- staklinga. Hulda Jónsdóttir fékk Eiðfaxa- bikarinn fyrir árangur í bóknámi í hrossarækt 2, Sigurður Heiðar Birgisson fékk afhent ásetuverð- laun Félags tamningamanna og Framfaraverðlaun Reynis komu í hlut Guðdísar Jónsdóttur. Sá nemandi í hrossarækt 3 sem stendur sig best í verklegum próf- um fær Morgunblaðsskeifuna, verðlaunagrip sem Morgunblaðið hefur veitt samfellt í 56 ár. Margir þekktir reiðmenn hafa fengið Skeifuna í gegn um árin. Harpa Birgisdóttir fékk viðurkenninguna í þetta sinn. Vill rækta eigin hross Harpa er nemandi á fyrsta ári í búvísindadeild. Hún segist hafa haft áhuga á hestum frá því hún var barn. Foreldrar hennar eru með sauðfjárbú á Kornsá og heima hjá henni voru aðeins venjulegir smalahestar og stóð sem slátrað var úr til kjötframleiðslu. „Pabbi fór að setja á merar þegar ég fór að sýna þessu áhuga og þetta er allt á uppleið,“ segir Harpa. Hún heldur þó að áhugi á hestamennsku hafi blundað í foreldrunum því þau hafi haft gaman af útreiðum. „Ég stefni að því að verða sauð- fjárbóndi og er að búa mig undir það,“ segir Harpa um framtíðina. Hún tekur fram að hún sé nýorðin tvítug og margt geti breyst. Hún hefur aðeins reynt sig í keppni á heimaslóðum og unnið við tamningar en tekur fram að hún hafi ekki í huga að gera hesta- mennsku að atvinnu. „Ég hef að- eins áhuga á að rækta hross fyrir sjálfa mig og njóta þess að ríða út. Það er frábært að eiga góðan hest,“ segir Harpa. Nýt þess að ríða út  Harpa Birgisdóttir býr sig undir að verða sauðfjárbóndi heima í Vatnsdal  Hún fékk 56. Morgunblaðsskeifuna á Skeifudegi Grana á Hvanneyri Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Verðlaun Viðurkenningar í hrossaræktaráfanganum skiptust á marga. Hulda Jónsdóttir fékk Eiðfaxabikarinn, Harpa Birgisdóttir tók við Morgunblaðsskeifunni og Sigurður Heiðar Birgisson fékk ásetuverðlaun FT. Dagfinn Høybråten, fram- kvæmdastjóri Norrænu ráðherra- nefndarinnar, harmar eftirlits- heimsókn rússneskra stjórn- valda á upplýs- ingaskrifstofu nefndarinnar í Kalíningrad í fyrradag. Sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu framkvæmdastjórans var heim- sókn rússneskra stjórnvalda þátt- ur í stórauknu eftirliti með óháð- um alþjóðastofnunum í Rússlandi en hert lög um starfsemi þeirra voru samþykkt í síðasta marsmán- uði. Vildu eftirlitsmennirnir fá upplýsingar um fjármál skrifstof- unnar og þá starfsmenn sem væru þar. Kenneth Broman, skrif- stofustjóri framkvæmdastjóra, sagði að ráðherranefndin hefði hingað til átt í góðu samstarfi við rússnesk yfirvöld og því hefði heimsóknin komið mjög á óvart. Allar þær upplýsingar sem beðið hefði verið um væru opinberar. Gerði Broman ráð fyrir því að málið yrði tekið upp á fundi ráð- herranefndarinnar 2. maí næst- komandi. Harma eftirlit Rússa  Skrifstofa ráð- herranefndar skoðuð Davíð Örn Bjarnason hefur verið dæmdur í eins árs og tíu daga skilborðs- bundið fangelsi í Tyrklandi fyrir fornmunastuld en hann var tek- inn á flugvelli í landinu fyrir nokkrum vikum með marmarastein í farteskinu. Dómurinn var kveðinn upp í gær. Davíð segist ekki þurfa að fara til Tyrklands vegna dómsins og ætli sér ekki þangað aftur. Þetta kom fram í fréttum RÚV. Davíð var hnepptur í varðhald í Tyrklandi í byrjun mars. Í lok þess mánaðar var honum sleppt og hann kom fljótlega til Íslands í faðm fjöl- skyldunnar. Skilorðsbundið fangelsi vegna marmarasteins Davíð Örn Bjarnason Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Strandveiðar mega hefjast á fimmtudag í næstu viku, 2. maí, og hafði Fiskistofu borist 221 um- sókn eftir hádegi á miðvikudag. Þá höfðu borist 95 umsóknir um handfæra- og línuveiðar á mak- ríl og er greinilegt að það vefst fyrir mörgum útgerðarmönnum minni bátanna á hvorn veiði- skapinn þeir eiga að veðja í sumar. „Strandveið- ar eða makrílveiðar? Þar er efinn,“ segir á Twit- ter-síðu Fiskistofu, þar sem hægt er að fylgjast með umsóknum og umræðum um þessar veiðar. Bátarnir mega ekki stunda aðrar veiðar sam- hliða strandveiðum og segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda, að það komi sér ekki á óvart að ýmsir eigi erfitt með að gera upp á milli strandveiða og makríls. Hann gerði lauslega könnun meðal félagsmanna sambandsins í vetur um hversu margir hygðu á makrílveiðar og í ljós hefði kom- ið að rúmlega 100 bátum var stefnt á makríl í sumar. „Allt er þetta spurning um afkomu og mögu- legt aflaverðmæti,“ segir Örn. „Í fyrra jókst fjöldinn á strandveiðum á ný og 760 bátar fengu leyfi til strandveiða. Í fyrra voru hins vegar að- eins 16 krókabátar á makríl og ég hef trú á mik- illi aukningu í þessum flokki. Gangi könnunin eftir verður ljóst að smábátar gera sig vel gild- andi í makrílveiðum með nýtingu grunnslóðar- innar þar sem veiðar með stórvirk veiðarfæri eru bannaðar. Fjölgun báta á makrílveiðum tel ég nauðsyn- lega þannig að útgerðarformið verði sem fjöl- breyttast og hámarksverðmæti fáist fyrir mak- rílinn. Ef hátt í 100 bátar fara á makrílinn í sumar gæti það leitt til þess að fjöldinn á strandveiðum færi undir 700,“ segir Örn. Flestir á vestursvæðinu Makrílkvóti smábáta var aukinn verulega í ár og mega þeir nú veiða 3.200 tonn á móti 1100 tonnum sem veiddust í fyrra. Hugsanlega gætu menn farið á makríl þegar strandveiðileyfi renna út í lok ágúst, en þá er ekki á vísan að róa með hversu mikið verður eftir af makrílkvót- anum. Eins og áður eru flestar umsóknir um strand- veiðileyfi á vestursvæðinu, þ.e. frá Borgar- byggð vestur til Súðavíkur. Gjald fyrir strand- veiðileyfi er 22 þúsund krónur, en auk þess sér Fiskistofa um innheimtu sérstaks strandveiði- gjalds sem er 50 þúsund á leyfi. Til þess að virkja strandveiðileyfi þarf því að greiða 72 þús- und. Veiðigjald er 9,50 kr. á hvert þorskígild- iskíló sem veitt er og verður það innheimt í haust. Fari afli umfram 30 þorskígildistonn ber auk almenns veiðigjalds að greiða hálft sérstakt veiðigjald. „Strandveiðar eða makríll? Þar er efinn“  Fiskistofa hefur fengið 221 umsókn um strandveiðileyfi  95 umsóknir um krókaveiðar á makríl  Makrílkvóti smábáta aukinn í 3.200 tonn  Erfitt að gera upp á milli strandveiða og makríls Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sumar Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar. Til að komast í strandveiði þarf að greiða 72.000 kr. Tuttugu og tveir nemendur út- skrifuðust úr reiðmanninum í gær en það er áfangaskipt tveggja ára nám í reiðmennsku, hrossarækt og almennu hesta- haldi sem endurmenntunardeild Landbúnaðarháskólans býður upp á. Nemendurnir voru á Hellu og í Víðidal í Reykjavík. Reiðmaðurinn er bóklegt og verklegt nám sem stundað er í hópum víða um land og á Hvanneyri. Ásdís Helga Bjarna- dóttir verkefnisstjóri segir að nemendur komi úr ýmsum átt- um. Allir hafi mikinn áhuga á hestamennsku. Sumir hafa hug á að halda áfram í hestafræði á Hólum og aðrir hafi áhuga á keppni. Hún nefnir að í hópnum séu nokkrir sem vinni við hestaferðir og hafi áhuga á að nýta þekkinguna til að miðla til ferðafólks. Fimm hópar voru á fyrra ári í reiðmanninum í vetur, alls yfir 60 manns, og útskrifast nem- endurnir að ári. 22 „reiðmenn“ útskrifaðir NÍUTÍU Í REIÐMENNSKUNÁMI VIÐ ENDURMENNTUNARDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.