Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 viðarparket Verðdæmi: Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Nýtt 2-lock endalæsing Það einstæða atvik varð fyrir nokkrum vikum að banna varð akstur þungra bíla á höfuðleiðum vest- firska vegakerfisins. Helstu þéttbýlisstaðir fjórðungsins voru samgöngulega ein- angraðir að þessu leyti. Enginn annar landshluti býr við svo slæma vegi sem Vestfirðir. Vissu- lega hafa orðið miklar framfarir undanfarna áratugi, en þar er líka mest ógert. Vestfirðingar eru ára- tugum á eftir öðrum landshlutum varðandi öryggi og gæði vegakerf- isins. Það eru vonbrigði hversu lítið miðaði áleiðis á liðnu kjörtímabili. Skýringarnar eru augljósar, fjár- hagur ríkisins eftir bankahrunið er afleitur og framlög til nýfram- kvæmda hafa dregist mjög mikið saman. Þó tókst að finna fé til jarð- ganga í Eyjafirði og á Austurlandi, en fjárveiting til Dýrafjarðarganga var felld niður. Framundan eru mörg ár þar sem fé til vegamála verður af afar skorn- um skammti. Bráðnauðsynlegar framkvæmdir á Vestfjörðum eru margar og kostnaðarsamar. Nýr vegur í Austur-Barðastrandarsýslu, Dýrafjarðargöng, endurbygging vegar um Dynjandisheiði og nýir vegir yfir Bjarnarfjarðar- og Veiði- leysuháls í Strandafirði eru allt for- gangsframkvæmdir. Kostnaðurinn er hins vegar mjög mikill og ef ár- angur á að nást á næstu árum verð- ur að stilla kröfum í hóf. Annars er hætt við því að áfram verði kyrr- staða. Langmikilvægasta framkvæmdin fyrir Vestfirðinga er að tengja sam- an norður- og suðurhluta Vest- fjarða með Dýrafjarðargöngum og endurbyggingu vegarins um Dynj- andisheiði. Meðan sett var fram krafa um jarðgöng í gegnum Dynj- andisheiði til viðbótar við Dýra- fjarðargöng varð ekkert ágengt við að fá stuðning við framkvæmdina. Jarðgöngin hefðu orðið mjög löng og kostnaðurinn um tveir tugir milljarða króna. Það var ekki fyrr en kröfunum var stillt í hóf, hætt við jarðgöngin og sæst á nýjan veg yfir heiðina, sem kostar um 4 millj- arða króna, að skriður komst á mál- ið og þá tókst að fá Dýrafjarð- argöngin inn á vegaáætlun. Sama á við um Austur-Barða- strandarsýslu. Þar var ekki óeðlilegt í góð- ærinu mörgum árum fyrir hrun að leggja til að sneiða hjá tveimur hálsum og fara um Teigsskóg, þótt kostn- aður yrði töluvert meiri. Nú eru aðrir tímar og fé ekki á lausu. Eftir að baráttan fyrir Teigs- skógarleiðinni tapaðist í Hæstarétti eru uppi kröfur um enn kostn- aðarsamari leiðir með þverum fjarða eða jarðgöngum í gegnum Hjallaháls. Upphaflega tillagan var að endurbyggja vegina yfir hálsana tvo, Ódrjúgsháls og Hjallaháls, og hún er um 4-5 milljörðum króna ódýrari en þær leiðir sem nú er krafist. Sá vegur yrði vel fær árið um kring, ekki síður en aðrir lágir fjallvegir á Vestfjörðum og víðar um landið. Þessi kostnaðarmunur svarar langleiðina til eins árs fram- kvæmdafjár til vegamála á landinu öllu. Það væri hægt að vinna bæði verkefnin í Strandasýslu og tölu- vert af Dynjandisheiðinni fyrir mis- muninn. Meðan kröfurnar eru svo miklar miðar ekkert áfram. Vestfirðingar búa við aðrar aðstæður nú en var meðan Vestfjarðakjördæmi var og hét. Pólitísk áhrif þeirra eru ekki svipur hjá sjón. Þingmenn kjör- dæmisins þurfa að líta til annarra og fjölmennari svæða og hlusta á kröfur íbúa þar. Þess vegna þurfa forystumenn Vestfirðinga að stilla kröfum í hóf vilji menn ná fram stuðningi og skilningi við meiri framkvæmdir og framfarir á Vest- fjörðum á næstu árum en annars staðar á landinu. En það er ná- kvæmlega það sem þarf til. Sem betur fer er víða utan fjórðungsins skilningur á þessari sérstöðu Vest- firðinga. Meðal annars sýndi Ög- mundur Jónasson, samgöngu- ráðherra og síðar innanríkisráðherra, bæði góðan skilning og stuðning, þegar hann vann að því að afla stuðnings fyrir Vestfirðinga innan ríkisstjórn- arinnar og varð ágætlega ágengt. En samkomulag náðist ekki um leiðirnar og kostnaðinn. Stjórnmál eru list hins mögulega og til þess að ná árangri þarf að finna það sem mögulegt er og hafa kjark til þess að semja um það. Hitt vill því miður stundum verða nið- urstaðan, að það vanti kjarkinn og raunsæið til þess að geta samið um framfarir. Ýtrustu kröfur eru auð- veldasta leiðin, en ekki sú árangurs- ríkasta. Kyrrstaðan og töfin bitnar fyrst og fremst á Vestfirðingum. Samgöngur: kröfum þarf að stilla í hóf Eftir Kristin H. Gunnarsson Kristinn H. Gunnarsson » Stjórnmál eru list hins mögulega og til þess að ná árangri þarf að finna það sem mögu- legt er og hafa kjark til þess að semja um það. Höfundur er fv. alþingismaður. Mikið er talað um verðtryggð lán þessa dagana og hefur margt verið sagt sem orkar tvímælis. Til þess að fá skýrari mynd af stöðu lántak- enda skoðaði ég hækkun verðtryggðra lána og bar saman við hækkun launa. Aug- ljóst samhengi er þarna á milli, við greiðum af lánum með launum. Fram kemur í tölum Hagstofunnar frá desember 1994 til desember 2012 að laun hækkuðu um 227,13% en verðtryggð lán um 135,48%. Það var einungis frá des- ember 2007 til desember 2009 sem höfuðstóll lána hækkaði meira en laun. Frá desember 2008 til desem- ber 2012 hækkaði höfuðstóll verð- tryggðra lána um 20,82% en laun um 23,78%. Í meðfylgjandi töflu frá Hagstofu Íslands kemur fram hvernig launavísitala (lt) og neyslu- vísitala (nt), sem ákvarðar hækkun verðtryggðra lána, breyttist milli ára frá desember 1994 til desember 2012 (sjá töflu). Í júní 1991 tók ég húsbréfalán hjá Íbúðalánasjóði. Höfuðstóll láns- ins var 1.889.506 kr. Húsbréfið var selt á markaði með miklum afföll- um og fékk ég greidd- ar um 1.350.000 kr. Greitt hefur verið af þessu láni í tæp 22 ár. Lánið var að sjálf- sögðu verðtryggt sem ég geri ekki at- hugasemdir við með vísan til töflunnar hér að ofan. Aftur á móti voru hin miklu afföll við sölu húsbréfsins og 6% fastir vextir ekki við hæfi. Jóhanna Sig- urðardóttir var ráð- herra húsnæðismála 1991 og kom á húsbréfakerfinu sem síðan var lagt af. Nú eru ýmsir að ræða um að endurvekja það kerfi og kalla það „danska kerfið“. Það er tvennt sem gerir stöðu þeirra erfiða sem keyptu fasteign fyrir hrun. Verðtryggð lán hækk- uðu um 42,73% frá desember 2007 til desember 2012 en laun aðeins um 31,42% og margir tóku 90% lán til kaupa á íbúð þegar markaðsverð fasteigna var í hámarki. Þann 10. apríl sl. birti Hagstofan skýrslu um laun á Íslandi árið 2012. Þar kemur fram að heildarlaun karla voru að meðaltali 548.000 kr á mánuði og kvenna 425.000 kr sem er ótrúlega mikill munur. Tekju- skattur hjóna með þessar tekjur er 285.131 kr á mánuði en ef þrepa- skipting tekjuskatts væri afnumin væri hann 270.254 kr. Í „launa- umslagið“ fengju þau um 15.000 kr meira en í dag og gætu nýtt þann ávinning til að greiða af lánum sín- um, t.d. lækka höfuðstól verð- tryggðra lána. Verðtryggð lán Eftir Gísla Ragnarsson Gísli Ragnarsson » Verðtryggð lán hækkuðu um 42,73% frá desember 2007 til desember 2012 en laun aðeins um 31,42%... Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Ár lt % nt % 1994 133,8 % 170,8 % 1995 141,8 5,98 174,2 1,99 1996 148,7 4,87 177,8 2,07 1997 160,7 8,07 181,4 2,02 1998 173,3 7,84 183,7 1,27 1999 184,0 6,17 194,0 5,61 2000 198,0 7,61 202,1 4,18 2001 217,0 9,60 219,5 8,61 2002 228,7 5,39 223,9 2,00 2003 241,0 5,38 230,0 2,72 2004 255,5 6,02 239,0 3,91 2005 273,9 7,20 248,9 4,14 2006 300,8 9,82 266,2 6,95 2007 326,6 8,58 281,8 5,86 2008 353,6 8,27 332,9 18,13 2009 366,5 3,65 357,9 7,51 2010 383,1 4,53 366,7 2,46 2011 418,2 9,16 386,0 5,26 2012 437,7 4,66 402,2 4,20 launavísitala (lt) og neysluvísitala (nt) Á vefsíðunni vesturverk.is má lesa eftirfarandi: „Á fundi ríkisstjórnarinnar 21. desember 2012 kynnti Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og ný- sköpunarráð- herra, árlega skýrslu sam- starfshóps sem hefur það hlut- verk að fylgja eftir markmiðum stjórnvalda um aukið afhending- aröryggi raforku á Vestfjörðum.“ Síðan kemur stórkostlega merkileg skýrsla þar sem þessi gullkorn er að finna meðal annars: „Nú eru afar litlar líkur að Mjólká geti ekki komið neinni orku frá sér til einhverra notenda sem er breyting frá því sem var í upphafi tímabilsins. Til dæmis er hringurinn frá Mjólká um Þing- eyri í Önundarfjörð og til baka í Mjólká allt annar en áður. Í þess- um hring er Þingeyri og nú er jarðstrengsvæðingu að ljúka þar innanbæjar og gömul loftlína af- lögð. Eðlilegt er í þessu sambandi að leggja niður rafstöðina á Þing- eyri sem er 1,5 MW og minnka þannig umframstærðina sem var nauðsynleg áður.“ Það er eins og ein góð kona seg- ir stundum: Þetta er mikil speki. Frá því er að segja að nánast á sömu stundu og ríkisstjórn Ís- lands fékk umrædda skýrslu í hendur fyrir síðustu jól, hrynur allt. Mjólkárvirkjun kom ekki dropa af rafmagni frá sér, ef svo mætti segja, til Þingeyrar og nær- sveita í nokkra daga. Þá voru gömlu rokkarnir í rafstöðinni á Þingeyri keyrðir fullum fetum. Svo gerist það sama aftur í upp- hafi árs 2013, nokkrum dögum síð- ar. Mjólkárvirkjun kom engri raf- orku inn á umrætt kerfi í nokkra daga. Rafmagnsvélarnar á Þing- eyri, sem eru löngu afskrifaðar ef að líkum lætur, björguðu því sem bjargað varð. En auðvitað ætti að vera búið að flytja þessa raf- magnsrokka í burtu þaðan fyrir löngu og selja þá í brotajárn. Varla færu menn að setja þá upp einhversstaðar annarsstaðar, eld- gamlar vélarnar! Þetta er nátt- úrlega stórkostlegt, ekkert annað og verða menn bara að reyna að hafa gaman af þessu. Margt er sér til gamans gert sem betur fer, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Spyrja verður: Er þetta hægt, Matthías? HALLGRÍMUR SVEINSSON, Brekkugötu 48, 470 Þingeyri. Öllu gamni fylgir nokkur alvara Frá Hallgrími Sveinssyni Hallgrímur Sveinsson Bréf til blaðsins - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.