Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 SVIÐSLJÓS Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Einstakur andi, baráttuþrek og já- kvæðni umlykja allt starf á end- urhæfingardeild Landspítala á Grensási. Það má í raun segja að þol- inmæðin og þrautseigjan sé allt að því áþreifanleg þegar gengið er inn í húsakynni Grensásdeildarinnar. Í dag eru 40 ár síðan deildin var opnuð og af því tilefni settist blaða- maður niður með Stefán Yngvasyni yfirlækni eftir að hafa gengið um húsnæði Grensásdeildar, sem stend- ur við Álmgerði í Reykjavík. „Þessi staður hefur auðvitað all- mikla sérstöðu, oft eru sjúklingar hér lengi, fólk kynnist, návígið er mikið, umgengni og samstarf við fjölskyldur sjúklinga er oft á tíðum töluvert,“ segir Stefán um starfið á Grens- ásdeildinni. „Við látum okkur ekkert mannlegt óviðkomandi, hvort sem það er akstur bifreiðar, húsnæði við- komandi, kynlífsvandamál, sam- skiptavandamál, við reynum að koma að þessu öllu til að hjálpa fólki að ná þeim lífsgæðum sem það sækist eft- ir.“ Breytingar á mörgum sviðum Eins og vænta má segir Stefán að starfsemin hafi tekið töluverðum breytingum á þeim fjörutíu árum sem starfsemi hefur verið á Grensási. „Í tæknimálum sjáum við heil- mikla breytingu, s.s. tölvuverkefni og hugbúnað sem hjálpar okkur mikið við þjálfun sjúklinga. Við erum t.d. með gönguvélmenni sem hjálpar fólki að læra að ganga á ný, hugbúnað til að meta ökuhæfni fólks og búnað til að hjálpa til við þjálfun vegna löm- unar í höndum,“ nefnir Stefán sem dæmi um þróun síðustu ára. Þá tekur hann fram að mikil þekk- ing starfsmanna á endurhæfingu hafi safnast og verklag breyst til sam- ræmis við styttingu legutíma. með árunum. Einnig segir Stefán að flæði sjúklinga og verkefni deildarinnar hafi tekið töluverðum breytingum með breyttum samfélagsháttum. Slysin og sjúkdómarnir sem hrjá sjúklinga hafi tekið töluverðum breytingum á árunum fjörutíu. En hver eru verkefni og hlutverk Grensásdeildar í dag? „Við erum í raun endurhæfingarmiðstöð Land- spítalans. Við tökum við fólki af bráðadeildum spítalans sem hefur orðið fyrir færnitapi af einhverju tagi s.s. skertri hreyfigetu eða einhvers- konar vitrænum truflunum eftir heilablóðfall, höfuðáverka, slys eða sjúkdóm af einhverju tagi.“ Á Grensási koma saman margir fagaðilar sem í sameiningu vinna með viðkomandi sjúklingi að því að há- marka lífsgæði hans. Þjónustan sem veitt er skiptist í þrjú þrep. Í fyrsta lagi sólarhringsþjónustu, í öðru lagi dagdeild og í þriðja lagi göngudeild. Þjónustan er því veitt á mjög víðum grundvelli enda þarfir hvers og eins mjög mismunandi. Mjög víðtæk þjónusta „Til þess að sinna þessu verkefni þarf mjög fjölbreyttan hóp starfs- fólks sem vinnur saman að verkefn- inu. Auk lækna og hjúkrunarfólks eru hér sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sálfræðingar og tal- meinafræðingar, hér er því stór hóp- ur sem getur veitt þjónustu á mjög víðu sviði.“ Eins og áður segir hefur starfsemi Grensásdeildar breyst töluvert í ár- anna rás, nefnir Stefán að þegar hann hafi komið til starfa árið 1998 hafi verið starfandi tvær legudeildir með 60 rúmum, í dag séu 24 sólar- hringsrúm. „Stóra breytingin varð 2009 þegar við fækkuðum sólarhring- srúmum úr rúmlega 40 í 24. Það var hluti af þeirri breytingu sem hér varð eftir hrun. Stofnunin hefur tekið á sig hagræðingu á bilinu 30-35%. Til þess að mæta niðurskurði stækkuðum við dagdeildina og breyttum verkferlum þannig að við reynum að skrifa fólk hraðar út af sólarhringsdeildinni,“ segir Stefán og bætir við að þetta hafi þýtt aukið álag á aðstandendur sem og þjónustuaðila úti í samfélaginu. Stefán eins og allir innan heilbrigð- iskerfisins vonar að botninum sé náð og nú sé hægt að horfa fram á veginn. „Við þurfum að tryggja að okkur geti haldist á starfsfólki, það eru ákveðnir brestir í því eins og úti um allt í heil- brigðiskerfinu.“ Nauðsynlegt að bæta aðstöðu Þá segir Stefán að nauðsynlegt sé að huga að aðbúnaði og aðstöðunni sem Grensásdeild sé búin. „Það háir okkur verulega hvað þjálfunar- aðstaðan er þröng og hún setur okk- ur mjög þröngar skorður varðandi það hvað er hægt að gera í þjálfun.“ Þá segir Stefán að á legudeild sé al- gengt að sjúklingar búi í tvíbýli, það sé hinsvegar tákn gamalla tíma og standist ekki kröfur nútímans. „Það snýst um smitvarnir, sjálfsvirðingu, persónuvernd og aðstöðu fyrir fjöl- skyldur sjúklinga.“ Stefán vill sjá að byggt verði við núverandi húsnæði, forsenda bættrar aðstöðu sé að olnbogarými skapist svo hægt verði að fara í aðgerðir til að bæta núverandi aðstöðu. Einstök starfsemi á Grensási  Grensásdeildin er 40 ára í dag  Láta sér ekkert óviðkomandi í baráttunni fyrir bættum lífsgæð- um skjólstæðinga sinna  Vona að hægt sé að spyrna við nú eftir niðurskurðinn undanfarin ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrbætur Stefán Yngvason hefur verið yfirlæknir á Grensási síðan 1998. Hann segir að þótt húsakostur starfsem- innar sé um margt ágætur, standist hann ekki kröfur nútímans, t.d. búi einstaklingar á legudeild í tvíbýli. Starfsemin á Grensási » Um 400 einstaklingar fara í gegnum ýmiskonar endurhæf- ingu á Grensási á ári hverju. » 55-60 einstaklingar eru á sólarhrings- og dagdeild Grensáss á degi hverjum. » Að auki nýtir fjöldi manns göngudeildina og á milli 70 og 80 manns nýta sér sundlaug- araðstöðuna á degi hverjum. » Á Grensási vinna um 90 manns í 75 stöðugildum. » Starfsemin byggist á þver- faglegri starfsemi, lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfa, fé- lagsráðgjafa, sálfræðinga og talmeinafræðinga svo eitthvað sé nefnt. „Þessi staður er alveg meiriháttar. Ég hafði heyrt talað um að þetta væri góður staður en mér hefði aldrei dottið í hug að hann væri svona góður,“ segir Guðmundur Jónsson, 62 ára vörubíl- stjóri sem fékk heila- blóðfall fyrir rúmum þremur mánuðum. Guð- mundur lamaðist öðrum megin og missti málið. Eftir að hafa verið á end- urhæfingu á Grens- ásdeildinni í þrjá mánuði, fyrst á legudeild og nú á dagdeild er Guðmundur farinn að ganga við staf, mátturinn í hendinni er byrjaður að aukast og málið batnar dag frá degi. Guðmundur er ekki spar á yfirlýsing- arnar þegar hann er spurður um andann á Grensásdeildinni. „Starfs- fólkið á Grensásdeild er alveg yndislegt, himneskt. Það á við um hvern einasta starfsmann. Þetta er allt gott fólk, alltaf brosandi, þykir vænt um mann og hefur gaman af því að grínast. Það vantar ekki létt- leikann hérna,“ segir Guðmundur. Eins og áður segir þá var Guðmundur fyrst um sinn á legudeild á Grensási en nú er hann á dagdeild og kemur því inn kl. 9 á morgnana og fer heim um 16. Æðruleysi og jákvæðni Guðmundar er aðdáun- arverð og gaman er að fylgja honum eftir á göngunum á Grensási. Þar heilsast allir, sjúklingar stappa stálinu hver í annan og fer Guðmundur þar fremstur í flokki. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna, það segi ég. Áður en ég veiktist vann ég sem vörubílstjóri en núna er vinnan mín hérna og ég hugsa ekkert öðruvísi. Vörubíllinn er bara heima, númerslaus og bíð- ur,“ segir Guðmundur áður en hann heldur áfram í þjálfun dagsins. „Starfsfólkið á Grensásdeild er alveg yndislegt, himneskt“ TEKST Á VIÐ AFLEIÐINGAR HEILABLÓÐFALLS Guðmundur Endurhæfing sem hver önnur vinna. FOCUS ÖFLUGI ORKUDRYKKURINN Með koffín, guarana og ginseng – fyrir orku, úthald og einbeitingu Góðar ástæður a Áhrifarík innihaldsefni - virkar samstundis a Freyðitöflur - 15 stk. Leystar upp í vatni þegar þér hentar a Aðeins 2 hitaeiningar í 100 ml a Inniheldur „electrolytes” - gott fyrir vökvajafnvægi líkamans a Ótrúlegt verð Hentar vel a Fyrir allar aðstæður sem þú gætir þurft á aukinni orku að halda a Alltaf við hendina – heima, í vinnunni, íþróttatöskunni, skólatöskunni, golfpokanum... Fæst í helstu apótekum brokkoli.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.