Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Flour úr Dölunum Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við öll tækifæri. +++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + Eftir að hafa tekið mikla dýfu um miðjan mánuðinn virðist sem verð á gulli sé smám saman að ná sér á strik. MarketWatch segir frá að framvirkir samningar á gulli með afhendingu í júní hafi hækkað í byrjun vikunnar og stóðu þeir í um 1.447 dölum við lok viðskipta á þriðjudag. Ef miðað er við að gullverð hafi lækkað úr 1.560 döl- um niður í 1.320 dali á únsuna má líta svo á að gullverðið hafi bætt sig um sem nemur helmingi verðhrunsins undanfarið. Greinendur hjá Commerzbank vilja einkum rekja batnandi verð á gulli til spákaupmennsku en óvissa ríkir á markaði um niðurstöður vænt- anlegs fundar Seðlabanka Evrópu og eins þykja einhverjar líkur á að pen- ingastefna Bandaríkjanna kunni að verða mjög frjálsleg á næstu misser- um. Nýjustu tölur frá mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum virðast ýta undir bölsýnisspár sem aftur verður til þess að fleiri veðja á gullið. Eins og venjulega eru skiptar skoð- anir um hvaða stefnu gullið mun nú taka. Greinandi Commerzbank býst ekki við að gullið muni aftur ná fyrra verði í bráð en greinandi hjá fjárfest- ingarsjóði John Paulson spáir því að gullið muni hækka þegar nýprentaðir seðlar og björgunarpakkar byrja að seytla út í hagkerfi þjóða heims. Greinandi Societe Generale gekk svo langt að spá því að gull mundi lenda í 10.000 dölum á únsuna, en gaf þó ekki upp neinn tímaramma fyrir þá spá. ai@mbl.is Er gullið að braggast  Lækkunin undanfarið að ganga til baka  Skiptar skoðanir sérfræðinga um í hvaða átt verðið þróast AFP Heillandi Kona virðir vandlega fyrir sér styttu í gullverslun í kínversku borginni Huabei. Mikið hefur gengið á á gullmarkaði síðustu vikurnar. Nýjustu mælingar benda til að fjöldi atvinnulausra á Spáni hafi aukist mikið frá áramótum. Mældist at- vinnuleysið 26% í lok síðasta árs en tölur fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins benda til þess að atvinnuleysið sé nú 27,2%. Wall Street Journal greinir frá þessu. Tölurnar gera að engu vonir spænskra stjórnvalda um að fjölgun starfa í einkageiranum myndi vega upp á móti uppsögnum hjá hinu op- inbera. Höfðu vonir verið bundnar við að störfum tæki að fjölga eftir að slakað var á reglum á vinnumarkaði og vinnuveitendum gefinn aukinn sveigjanleiki í ráðningum. Þvert á móti virðist sem dræmur aðgangur að lánsfé og svartsýni meðal neytenda hafi veiklað mark- aðinn og neytt fyrirtæki til að draga saman seglin. Rýrnaði hagkerfið um 2% á fyrsta ársfjórðungi. Störfum á Spáni fækkaði um 322.000 á fyrsta ársfjórðungi og einkum í þjónustugeiranum. Nær þó fækkunin til nærri allra starfs- greina. Af 17 löndum evrusvæðisins er atvinnuástandið hvergi verra að Grikklandi undanskildu. Hefur at- vinnuleysi á Spáni ekki mælst meira síðan hagstofa landsins hóf mæl- ingar á 8. áratugnum. ai@mbl.is AFP Kreppa Fólk bíður í langri röð fyrir utan þjónustumiðstöð atvinnulausra í Madríd, höfuðborg Spánar. Aukið at- vinnuleysi á Spáni  Aldrei mælst meira atvinnuleysi mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.