Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Svarið við spurningu dagsins HVAÐ ER Í MATINN? Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar@fylgifiskar.is - fylgifiskar.is Tilbúnir fiskréttir · Ferskur fiskur Heitur matur í hádeginu · Veisluþjónusta Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is EVE Fanfest hófst í Hörpu á fimmtudag og er hátíðin nú með stærra sniði en nokkru sinni. Þar koma saman unnendur íslenska tölvuleiksins EVE Online til að gera sér glaðan dag og njóta dagskrár sem tileinkuð er þessum vinsæla leik. „Hátt í tvö þús- und erlendir gest- ir koma á hátíðina og rúmlega 80 er- lendir blaðamenn. Uppselt var á EVE Fanfest fyr- ir tveimur mán- uðum og liggur við að megi segja að Harpa sé orðin of lítil fyrir okk- ur,“ segir Eldar Ástþórsson, fjöl- miðlafulltrúi tölvuleikjaframleiðand- ans CCP. Er þetta í 9. sinn sem hátíðin er haldin og óvenjumikið um dýrðir því spilarar fagna nú 10 ára afmæli EVE online. Meðal dagskrárliða má nefna veislur og leikjamót að ógleymdum erindum fjölda fyrirlesara sem taka fyrir fjölbreytileg málefni allt frá tölvuleikjum til vísinda. Fjallað verð- ur um ýmsar hliðar leiksins, efna- hagslíf hans, átök og pólitík. Ferðast um geiminn Sérstakur dagskrárliður er helgaður tækniframförum og geimvísindum mannskyns. Þannig munu þrír leið- andi vísindamenn á geimsviðinu fjalla um geimlyftur, geimferðir á hraða ljóssins og hvernig nýta má auðlindir sem finna má á loftsteinum eða öðrum plánetum sólkerfisins. Einnig mun sýningarstjóri nútíma- listasafnsins MoMA taka þátt í pall- borðsumræðum um tölvuleiki sem listform. Árangur EVE online er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að vin- sældir leiksins hafa aðeins aukist með tímanum og ekki útlit fyrir að spilurum taki að fækka í bráð. „Í dag erum við með rúmlega hálfa milljón áskrifenda að leiknum og hefur fjölg- að um liðlega 150.000 á um tveimur árum,“ segir Eldar og bætir við að þessi stöðuga fjölgun sé einstakt fyr- irbæri í tölvuleikjaheiminum. Að 10 ára gamall tölvuleikur skuli enn eiga stóran og ört stækkandi hóp aðdá- enda er eitthvað sem töluleikjageir- inn hefur ekki áður séð. „Það hafa komið fram á sjón- arsviðið fjölmargir leikir sem hafa náð að sanka að sér fleiri spilurum en EVE en yfirleitt lifa þeir leikir stutt og eru horfnir af sjónarsviðinu eftir nokkur ár. EVE hefur mikla sér- stöðu að halda stöðugt áfram að vaxa.“ Árangurinn hefur gert CCP að miklu veldi. Hjá fyrirtækinu starfa 500 manns, þar af um 300 á Íslandi en fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík, Sjanghæ, Atlanta, San Francisco og Newcastle. Ný sóknarfæri En eins og bandaríska heilræðið seg- ir þá er ekki skynsamlegt að geyma öll eggin í einni körfu. Eftir því sem rekstur CCP hefur styrkst hefur fyr- irtækið tekið til við að þróa nýja leiki sem ættu að efla starfsemina enn frekar og skapa áhugaverð ný sókn- artækifæri. Leikurinn DUST 514 er væntanlegur á næstunni en und- anfarið ár hefur leikurinn verið að- gengilegur í þróunarútgáfu og forrit- arar CCP hafa unnið hörðum höndum að því að sníða af vankanta sem áhugasamir prufuspilarar hafa komið auga á. Eldar er bjartsýnn á að leikurinn fái góðar viðtökur þegar hann verður fullkláraður enda viðbrögð til þessa verið góðar. DUST 514 mætti lýsa sem n.k. sprota út frá EVE og eru ákveðnar tengingar á milli leikjanna. DUST er hins vegar fyrstu persónu skotleikur og fyrir PS3-leikjatölvur á meðan EVE er geimskipaleikur fyrir PC-tölvur. Tekjumódelið verður ekki heldur það sama. Spilarar EVE borga mán- aðarlegt áskriftargjald á meðan DUST verður ókeypis en spilarar geta borgað aukalega fyrir tæki og tól í leiknum til að gera upplifunina skemmtilegri. Þriðji leikurinn er síðan í þróun en CCP eignaðist á sínum tíma réttinn til að gera leik byggðan á sagnaheimi World of Darkness hlutverka- leiksins. Er sá leikur enn á þróun- arstigi og fer vinna við World of Darkness-leikinn fram í útibúi CCP í Atlanta. Fagna 10 ára afmæli EVE Eldar Ástþórsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Veisla Langt er síðan uppselt var á hátíðina í Hörpu. Spilarar EVE eru samheldinn hópur og uppátækjasamur. Um 2.000 gestir koma á hátíðina.  Húsfyllir í Hörpu og gestir koma frá öllum heimshornum  Styttist í að DUST 514 verði fullklár- aður og má reikna með góðum viðtökum  CCP orðið mikið veldi með 500 starfsmenn víða um heim Hagnaður mótorhjólaframleiðand- ans Harley-Davidson jókst um 30% á fyrsta fjórðungi ársins. Þessi góði árangur er einkum rak- inn til minnkandi kostnaðar við endurskipulagningu rekstrarins samhliða auknum tekjum og vexti í sölu. Undanfarin ár hefur mikil upp- stokkun átt sér stað hjá Harley- Davidson en betrumbætur á stærstu verksmiðju fyrirtækisins urðu nýlega til þess að trufla framleiðslu og hægja á sölu. Um- bætur á rekstrinum hófust árið 2009 og reiknar fyrirtækið með að endurskipulagningin skili 305 milljóna dala sparnaði í ár. Árið 2014 ætti hagræðingin að skila ár- lega um 320 milljóna dala sparnaði Hagnaður Harley-Davidson á ársfjórðunginum var 224,1 milljón dala eða 99 sent á hlut. Tekjur jukust um 11% milli tímabila og námu samtals 1,41 milljarði dala. Á öðrum fjórðungi ársins reiknar Harley-Davidson með að selja 80- 85.000 mótorhjól sem er svipaður fjöldi og á sama tímabili í fyrra. Höfðu hlutir í Harley-Davidson hækkað um rösklega 3,5% á mið- vikudag. ai@mbl.is AFP Ferlíki Aðdáendur Harley-Davidson efndu nýlega til hópreiðar í Katar. Horfur eru góðar hjá fyrirtækinu og útlit fyrir góða sölu á næstunni. Góður fjórðungur hjá Harley-Davidson  Uppstokkun skilar góðum árangri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.