Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Hönnunarverðlaun 2013 (húsgagnaflokki) Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Aria borð Nýja Aría borðalínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslum. Verð frá kr. 91.000 Hönnuður: Sturla Már Jónsson KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM ÁTOPPNUM Í ÁR KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á EGILSHÖLLÁLFABAKKA IRONMAN33D KL.3:40-5:20-6:20-8-9-10:40-11:40 IRONMAN32D KL. 5:20 -8 -10:40 IRONMAN3VIP KL. 5:20 -8 -10:40 OLYMPUSHASFALLEN KL. 5:30 -8 -10:30 BURTWONDERSTONE KL.8 -10:10 SIDEEFFECTS KL.5:50 KRINGLUNNI IRONMAN3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 8 - 10:30 OBLIVION KL. 10:10 ÓFEIGURGENGURAFTURKL.5:50-8 IRONMAN3 3D KL. 5:20 - 7 - 8 - 10:40 IRONMAN3 2D KL. 9:40 OLYMPUSHAS FALLEN KL. 5:30 - 10:30 OBLIVION KL. 5:30 - 8 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI KEFLAVÍK IRONMAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 THE CALL KL. 8 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 10 THE CROODS ÍSLTAL KL. 5:50 AKUREYRI IRONMAN 3 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 OLYMPUS HAS FALLEN KL. 8 - 10:40 ÓFEIGURGENGURAFTUR KL. 6  H.S. - MBL WALL STREET JOURNAL TIME STÓRMYNDIN SEM TEKIN VAR UPP Á ÍSLANDI  T.K., KVIKMYNDIR.IS  H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ MÖGNUÐ GRÍNMYND STEVE CARELL JIM CARREY FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINING DAY OG HANDRITSHÖFUNDINUM KATRÍN BENEDIKT GRJÓTHÖRÐ SPENNUMYND Í ANDA DIE HARD ROBERT DOWNEY JR. GWYNETH PALTROW BEN KINGSLEY GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR  EMPIRE  HOLLYWOOD REPORTER Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin My Bubba, sem áður hét My Bubba & Mi, er nú stödd í Los Angeles við upptökur á næstu breiðskífu sinni í hljóðverinu House of Blues í Encino. Pródúsentinn, þ.e. framleiðandinn eða verkefnisstjór- inn, er ekki af verri endanum, Noah Georgeson, en hann hefur m.a. unnið með Joanna Newsom og The Stro- kes. Danska fyrirtækið Fake Dia- mond Records mun gefa plötuna út í haust en það hefur m.a. gefið út verk Oh Land, Eagger Stunn og Dark- ness Falls. Mia stakk af My Bubba & Mi gaf fyrir þremur árum út sína fyrstu breiðskífu, How it’s done in Italy og ári síðar stutt- skífuna Wild & You. My Bubba, eins og hún heitir í dag, skipa þær „Bubba“, þ.e. Guðbjörg Tómasdóttir og hin sænska My Larsdotter. Spurð að því af hverju nafni hljóm- sveitarinnar hafi verið breytt segir Bubba að það hafi verið vegna þess að hin danska Mia, sem var „Mi-ið“ í My Bubba & Mi, hafi stungið af með „psychedelic rock n’ roll“-hljómsveit fyrir nokkru síðan og þeim hafi fundist tími til kominn að breyta nafninu. En hvernig stendur á því að My Bubba fékk Georgeson til liðs við sig? „Við komumst fyrst í kynni við hann þegar við hlustuðum á Little Joy plötuna fyrir u.þ.b. tvemur ár- um, plötu sem hefur verið ein af okk- ar uppáhalds síðan. Noah hefur framleitt margar fallegar plötur og eiga þær allar sameiginlegt að vera mjög melódískar, fullar af textúrum og litadýrð án þess nokkurn tímann að ofgera það. Við vorum sann- færðar um að hann væri okkar mað- ur og höfðum samband við hann og nú átta mánuðum síðar erum við staddar í borg englanna að taka upp.“ Framandi ferðalag Bubba segir að platan verði um- vafin exótískum áhrifum, hún sé e.k. ferðalag um ímynduð höf og heims- álfur sem þær My hafi látið sig dreyma um í skandínavísku skamm- degi. „Þetta er enn þjóðlagatónlist, en þessi plata hljómar af minni „am- ericana“ en þær fyrri. Við ímynd- uðum okkur hvernig framandi frum- skógar og lönd myndu hljóma. Á plötunni má heyra þetta exótíska blandast við okkar norrænu og skandinavísku rætur, sem gerir dáldið skemmtilegan bragðaref,“ segir Bubba. „Það er líka gaman að segja frá því að stúdíóið sem við höf- um verið að taka upp í er gamla hús- ið hans Charlie Chaplin,“ segir Bubba. – Er það flott hús? „Já, það er vægast sagt stór- fenglegt,“ svarar Bubba og bætir við að Tito Jackson, einn Jackson- bræðranna fimm, hafi látið útbúa hljóðver í húsinu. Í því megi m.a. finna veggtennissal og þær vinkon- urnar hafi brugðið sér í veggtennis (sjá meðfylgjandi ljósmynd). Að lokinni dvöl sinni í L.A. heldur My Bubba í stutta tónleikaferð um Danmörk og kemur m.a. fram á Hróarskelduhátíðinni. Danski kontrabassaleikarinn Ida Hvid verð- ur með í för og í haust tekur svo við önnur tónleikaferð, til kynningar á hinni væntanlegu skífu. Hljómur framandi frumskóga og landa  My Bubba tekur upp plötu í Los Angeles  Hljóðverið í „stórfenglegu“ húsi sem var eitt sinn í eigu Chaplins Ljósmynd/Karólína Thorarensen Fimar Bubba og My léttar á fæti í veggtennissal hljóðversins í Los Angeles sem Tito Jackson lét byggja. Hægt er að fylgjast með ferðum hljómsveitarinnar á Facebook-síðu hennar: facebook.com/ohmy- bubba. Vinkonurnar gera einnig út vefsíðu, mybubbaandmi.com, þar sem má m.a. finna myndbönd með hljómsveitinni og lög. Sköpunarskólinn og Borgarbóka- safnið bjóða upp á ókeypis örnám- skeið í skapandi skrifum á morgun milli kl. 13-16. Námskeiðið er ætlað 13-16 ára og fer fram í Kringlu- safni. „Á námskeiðinu verður fjallað um sögur, brandara og bíó- myndir og þátttakendur fá aðstoð við að móta eigin hugmyndir og koma þeim niður á blað,“ segir m.a. í tilkynningu. Leiðbeinandi er Dav- íð Stefánsson bókmenntafræð- ingur, en hann hefur kennt ein- staklingum á öllum aldri skapandi skrif á undanförnum árum, m.a. hjá Listaháskólanum og Kvikmynda- skólanum. Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning fer fram á vefnum borgarbokasafn.is. eða hjá Davíð í síma 864-7200. Morgunblaðið/Frikki Skrifar Davíð Stefánsson hefur kennt einstaklingum á öllum aldri skapandi skrif. Örnámskeið í skapandi skrifum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.