Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 116. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Grindavík tryggði sér oddaleik 2. Skuggalega líkt íslenskum … 3. Þyrla Gæslunnar nauðlenti 4. Davíð fékk skilorðsbundinn dóm »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Já elskan eftir Steinunni Ketils- dóttur, verður sýnt í Rýminu hjá Leik- félagi Akureyrar í dag og á morgun. Umfjöllunarefni verksins er fjöl- skyldan, samskipti hennar, meðvirkni, leyndarmál og mynstur. Flytjendur eru Aðalheiður Halldórsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Berglind Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Magnús Guð- mundsson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir. Dansverkið Já elskan sýnt á Akureyri  Listahátíðin List án landamæra stendur nú yfir og verður boðið upp á ýmsa viðburði um helgina í Reykjanesbæ, m.a. myndlistarsýn- ingu í bíósal Duushúsa, strætóskýli bæjarins fá andlitslyftingu og um helgina sýnir leikhóp- urinn Bestu vinir í bænum verkið Tíma- vélina. List án landamæra í Reykjanesbæ  Þeir sem skráðir eru á póstlista Ljósmyndasafns Reykjavíkur fá vikulega senda mynd úr safninu og sú síðasta sýnir Pétur A. Ólafsson athafnamann gægjast í gegnum sturtuhengið á heimili sínu á Patreksfirði árið 1910. Með póstinum fylgdi 8. heilræði úr fyrirlestri Steingríms Matthíassonar árið 1912 sem snýr að líkamsherð- ingu. Hvetur þar Steingrímur unga pilta og stúlkur til þess að herða sig með köldu baði á hverjum degi. Ungmenni herðast með köldu baði Á laugardag Vestlæg átt, 8-15 m/s og rigning en allvíða slydda til landsins. Skúrir eða él vestantil síðdegis en gengur í norðan 5-13 norðantil um kvöldið með dálítilli snjókomu, fyrst á Vestfjörðum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst smám saman í suðvestanátt og þykknar upp vestantil og fer að snjóa á Vestfjörðum en léttir til fyrir norðan og austan. Slydda og síðar rigning V-til í kvöld. VEÐUR „Þetta er risastórt verkefni sem við erum mjög glöð yfir að vera trúað fyrir,“ segir Þor- gerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Fimleikasambands Íslands, en síðasta vetrardag var innsiglað að Evrópumeist- aramótið í hópfimleikum verð- ur haldið hér á landi síðla árs 2014. Vegna þessa var m.a. rit- að undir samkomulag við Reykjavíkurborg um móts- haldið sem fer fram í Laug- ardalshöll. »4 Risastórt verkefni að halda EM 2014 Góður varnarleikur og markvarsla færðu Stjörnunni óvæntan en góðan útisigur á Fram í fyrsta úrslitaleik lið- anna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik í gær en Garðabæj- arliðið vann, 21:20, í Safamýrinni. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar þegar 20 sek- úndur voru til leiksloka. »2 Vörn og markvarsla gerðu útslagið Valskonur eru komnar í úrslitaleik deildabikars kvenna í knattspyrnu í fimmtánda skipti af þeim átján sem keppnin hefur verið haldin. Þær hafa hinsvegar beðið lægri hlut í tíu úr- slitaleikjum til þessa. Valur vann Ís- landsmeistara Þórs/KA í víta- spyrnukeppni í gær og mætir Stjörnunni sem lagði Breiðablik að velli. »4 Valskonur í fimmtánda úrslitaleikinn af átján ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ömmur og tengdamömmur eru möndlar hverrar fjölskyldu. Sam- eina fólkið og eru öllum skjól. Sjálfur á ég slíka ömmu og því var sérstaklega ánægjulegt að efna til þessarar sýningar þar sem bæði afi og amma, börn, barnabörn og tengdabörn gátu lagt ýmislegt til,“ segir Nikulás Stefán Nikulásson. Saga ömmu hans, Magneu Rein- aldsdóttur og leit hennar að bandarískum föður sínum, er uppi- staðan í leikritinu Tengdó sem síð- ustu misseri hefur verið sýnt á litla sviði Borgarleikhússins. Einstök saga og áhrifarík „Þetta er einstök saga og áhrifarík. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöld voru mörg börn í líkri stöðu og amma, fengu að vita að faðir þeirra væri amerískur hermaður sem aftur leiddi til þess að þau fóru að leita föður síns. Sum fundu þá en önnur ekki og þetta reyndi á alla aðila mála,“ segir Nikulás Stefán um söguna og leikritið sem hefur fengið góða umsögn. Höfundur verksins og annar leikarinn er Valur Freyr Einarsson, sem segir og túlkar sögu Magneu tengdamóður sinnar, ásamt konu sinni, Ilmi Maríu Stef- ánsdóttur – sem er, eins og aug- ljóst er – dóttir Magneu og Stef- áns Geirs Karlssonar eiginmanns hennar. Tengdó hefur fengið góðar við- tökur og á Grímunni í fyrra var verkið valið sýning ársins. Í gær, 25. apríl, var leikritið sýnt í 50. sinn, það er á 68. afmælisdegi Magneu. Því þótti hennar fólki við hæfi að efna til listsýningar, til- einkaðrar þessari sögupersónu leiksviðsins. Er sýningin í Kaffi- stofunni á Hverfisgötu 44 í Reykjavík. Hugmynd í kaffiboði „Í okkar fjölskyldu er fólk gjarnan að skapa og búa eitthvað skemmtilegt til. Hugmynd um sýn- ingu kom upp í kaffiboði hjá ömmu og þegar á reyndi var lítið mál að safna saman í eina sýningu. Lista- mennirnir eru alls þrettán. Amma Magnea, tengdó sjálf, kom með teikningar og málverk og afi, Stef- án Geir, með skúlptúra og ég sömuleiðis. Eitt barnabarnið, Grettir Valsson, var með innsetn- ingu og svona gæti ég talið lista- mennina þrettán og verkin sem voru talsvert fleiri. Við erum mjög listræn fjölskylda,“ segir Nikulás Stefán. Tengdó af leiksviði í myndlist  Afkomendur Magneu sýna í Kaffistofunni Morgunblaðið/Kristinn Sögupersóna Í hörpu Magneu Reinaldsdóttur eru margir stengir. Örlagasaga hennar hefur vakið áhuga gesta í Borgarleikhúsinu og listaverk stórfjölskyldunnar – svo sem málverk og skúlptúrar – eru líka eftirtektarverð. Listin hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Man ekki öðruvísi eftir mér en að ég væri að teikna og alltaf eitthvað að bralla og bardúsa,“ segir Nikulás Stefán Nikulásson. Hann er um þessar mundir að ljúka námi í myndlist við Listaháskóla Íslands og er meðal þátttakenda í út- skriftarsýningu nemenda skólans sem þessa dagana er haldin í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Verkin þar eru mjög fjölbreytt en í list- sköpun sinni hefur Nikulás Stef- án lagt áherslu á innsetningar, myndbandaverk og gjörninga – sem eru í takt við tísku og tíð- aranda. Alltaf að bralla og bardúsa NIKULÁS STEFÁN LÝKUR MYNDLISTARNÁMI Nikulás Stefán Nikulásson VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.