Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Gunnar Valgeirsson Coachella | Ef marka má viðbrögð áhorfenda á vefsíðu Sigur Rósar, jafnt sem athugasemdir lesenda blaðagreina fjölmiðlafólks í hinum ýmsu borgum, er ljóst að leikur hljómsveitarinnar hefur hvarvetna haft mikil áhrif á fólk. Undirritaður fór til Santa Bar- bara á föstudag til að hlýða á síð- ustu tónleika sveitarinnar, eftir að hafa séð Jónsa og félaga á fyrri helgi Coachella-hátíðarinnar sex dögum fyrr. Á þeirri hátíð var tón- listin í aðalhlutverki, þar sem myndabakgrunnurinn sem sveitin notar á venjulegum tónleikum sín- um var fjarri. Við þetta verða allar hljómsveitir á Coachella hinsvegar að eiga, þar sem hraðinn í að skipta um hljóðfæri listafólks á sviðum hátíðarinnar er fyrir öllu. Tónleikarnir fóru fram á Santa Barbara Bowl, útlileikhúsi uppi í hlíðum borgarinnar. Uppselt var á 5.000 manna hljómleikastaðnum, rétt eins og á 6.000 manna Billy Graham-samkomuhúsinu í San Fransiskó tveimur kvöldum áður. Þetta er þrátt fyrir að hljómsveitin hafi leikið hér í Kaliforníu í fyrra- sumar og haldið tvenna tónleika á Coachella. Ljóst er að Sigur Rós hefur dyggan hóp aðdáenda hér á vesturströndinni. Batnar með hverri tónleikaferð Það er skemmst frá því að segja að sviðsuppsetning og myndabak- grunnurinn falla vel inn í andrúms- loftið í hljómi sveitarinnar. Rétt eins og á hljómleikunum um síð- ustu helgi sýndi hljómsveitin að leikur hennar batnar með hverri tónleikaferð. Það er komið ákveðið sjálfstraust í leik sveitarinnar, enda hefur Sigur Rós nú leikið alls 76 tónleika á þessari heimsreisu sinni. Nýju lög hljómsveitarinnar benda til þess að Kveikur, nýja plata sveitarinnar, muni falla betur í geðið á aðdáendum og skríbentum en Valtari gerði í fyrra. Eftir að hafa séð sveitina í ágúst síðastliðnum var eins og eitthvað vantaði upp á að láta nýju strengja- og blásturshlóðfæraleikarana falla inn í lög sveitarinnar. Á þessari tónleikaferð er ljóst að þetta á ekki lengur við. Bakgrunnshljómlist- arfólkið fellur nú vel inn í bæði eldri og nýrri lög Sigur Rósar. Löng lög sveitarinnar skapa öll sérstakt andrúmsloft og er hreint ótrúlegt að sjá hversu virkir áhorf- endur eru í að hlusta. Maður sá enga farsíma á lofti meðal þeirra á meðan Sigur Rós lék. Jafnvel kenn- arar geta ekki sagt það! Þegar mað- ur lítur yfir múginn virðist sem þús- undir manna séu í heimspeki- pælingum. Þetta er mjög óvenjulegt hjá áhorfendum hér vestra, ef und- an eru skildir sinfóníutónleikar. Falsetta í tunglsljósi Að öðrum ólöstuðum er það að sjálfsögðu rödd Jóns Birgissonar sem sem setur mestan svipi á hljómlistina. Það er heint ótrúlegt að sitja í miðjum áhorfendahópnum – með skært tungl og stjörnur hangandi yfir gilinu – hlustandi á falsetturödd Jónsa fylla andrúms- loftið á svæðinu. Hljómsveitin hefur tekið upp þá hefð í lok hljómleika að ganga út af sviðinu eftir barninginn í lokin á Popplaginu – með gítar og bas- sasuð enn hangandi í loftinu, sviðsljósin enn á. Eftir stutta stund kemur síðan allur ellefu manna hópurinn aftur fram á sviðið, hneigir sig og þakkar áhorfendum fyrir. Þetta er skemmtileg hefð þar sem hljóm- sveitin lætur hljómlistina tala fyr- ir sínu án þess að vera símasandi milli laga. Það er skemmtilegt fyrir áhorfendur að geta þakkað fyrir sig og fyrir hljómsveitina að svara fyrir sig. Þetta gefur áhorf- endum tækifæri til að finna rök- hugsunina aftur eftir að hafa misst hana meðan á tónleikunum stóð. Annars myndi enginn rata út! Galdur í Santa Barbara Sjálfstraust „Það er komið ákveðið sjálfstraust í leik sveitarinnar, enda hefur Sigur Rós nú leikið alls 76 tónleika á þessari heimsreisu sinni“ segir m.a. um tónleika sveitarinnar í Santa Barbara. Meðfylgjandi mynd var tekin á Berlínarhátíðinni í fyrra.  Sigur Rós lauk fjögurra vikna tón- leikaferðalagi sínu um Norður-Ameríku á sunnudag á seinni helgi Coachella- tónlistarhátíðarinnar AFP Parísarhjól Stærðarinnar Parísarhjól er á hátíðarsvæði Coachella. Nýtt myndlistargallerí tóktil starfa á dögunum ogheitir það Hverfisgallerí.Húsakynni gallerísins eru falleg, það er vel staðsett á Hverfisgötunni og að öllu leyti hin prýðilegasta viðbót við galleríflór- una í bænum. Hverfisgallerí starfar á faglegan hátt með hópi viður- kenndra og frambærilegri lista- manna. Einn þeirra er Sigurður Árni Sigurðsson og opnunarsýning gallerísins kemur í hans hlut. Sigurður Árni sýnir ný verk, olíu- málverk og vatnslitamyndir – en stefin í vatnslitamyndunum eru kunnugleg. Þar er sem gagnsæjar kúlur svífi í lausu lofti og varpi ann- arlegum skuggum í myndrýminu. Uppspretta birtunnar er þó óræð, það er sem hún komi úr ýmsum átt- um. Myndirnar fela í sér leik með sjónrænar blekkingar; kúlur og skuggar þeirra virðast skipa sér reglulega um myndflötinn en þegar betur er að gáð sjást lítilsháttar frá- vik sem grafa undan röklegum skiln- ingi og skapa spennu í huga áhorf- andans. Svipað má segja um málverk frá þessu ári þar sem áferð og litur hörstrigans eiga þátt í þrí- víddarblekkingunni, og „bakgrunn- urinn“ fær aukið vægi í sjónarspilinu og keppir um athygli áhorfandans. Sjónrænar rannsóknir listamanns- ins eru vel ígrundaðar og vinnu- brögðin fáguð en verkin eru full- endurtekningarsöm. Þetta á sér- staklega við um vatnslitaverkin; þau byggjast á fínlegri tækni en þar saknar maður meiri tilbreytingar og að listamaðurinn stígi út fyrir vissan þægindaramma. Í þremur stórum, einlitum mál- verkum frá 2012 er flöturinn þakinn þunnu málningarlagi, í björtum lit- um. Skuggarnir af mannverum sem þar sjást eru mjúkir og hafa útlínur barna sem virðast hafa staðnæmst um stund. Ólíkt skuggunum í kúlu- myndunum, lifa þessir skuggar, þessar eftirmyndir, sjálfstæðu lífi þó að „frummyndirnar“ séu víðs fjarri. Þessi málverk eru tvívíð en þau hafa skírskotun til þriðju víddarinnar – út í rými áhorfandans (og þar með gall- erírýmisins). Skuggamyndirnar höfða til ímyndunaraflsins og þær vekja spurningar: hvar eru mann- verurnar? Eru þetta ef til vill aðeins flöktandi minningar? Listamaðurinn er þarna á áhugaverðum, frum- spekilegum slóðum í vangaveltum um eðli veruleikaskynjunar, og um eiginleika málverksins og mynd- rænnar sköpunar. Bjartir skuggar Morgunblaðið/Einar Falur Skuggar Sigurður Árni Sigurðsson á sýningu sinni í Hverfisgalleríi sem hóf starfsemi í febrúar síðastliðnum. Hverfisgallerí, Hverfisgötu 4 Sigurður Árni Sigurðsson – ný verk bbbmn Til 4. maí 2013. Opið þri.- fös. kl. 11-8 og lau. kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST 1. Yfirborð 2. Ný Batterí 3. Vaka 4. Hrafntinna 5. Sæglópur 6. Svefn-g-englar 7. Varúð 8. Hoppípolla 9. Með Blóðnasir 10.Olsen Olsen 11.Kveikur 12.Festival 13.Brennisteinn Aukalög 14.Glósóli 15.Popplagið 15 lög LAGALISTI SIGUR RÓSAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.