Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Gefðu þér tíma til að bæta vinnu-
venjur þínar og gefðu þér tíma til að rækta
líkama og sál því allt veltur á jafnvægi þar í
milli.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt auðvelt með takast á við verk-
efni sem krefjast einbeitingar í dag. Vertu
bjartsýnn leiðtogi og hafðu gagnrýnanda
með í för.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú leitar lausnar á vandamáli en
finnur hana ekki því þú ert of ákafur.
Reyndu að sýna sjálfri/sjálfum þér mildi.
Það má koma miklu í verk þegar samstarfið
gengur snurðulaust.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Um sinn skaltu varast að beina at-
hyglinni að þér, nema þú sért með það á
tæru hvernig þú ætlar að taka á hlutunum.
Reyndu að forðast sjálfsvorkunn og óraun-
hæfar kröfur til annarra.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leyfðu sköpunargáfu þinni að fá útrás
og vertu hvergi hræddur við að sýna þínum
nánustu afraksturinn. Brettu upp ermarnar
og breyttu hlutunum þér í hag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Eitthvað vill ekki ganga upp hjá þér
og þú kinokar þér við því að leita ástæðu
þess. Sár gróa hægt og rólega.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur orðið fyrir vonbrigðum og
þarft því að gera þér grein fyrir hvaða
væntingar þú gerir til annarra. Hafðu ekki of
miklar áhyggjur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Taktu þátt í samræðum um
trúarbrögð, kynþætti og heimsatburði.
Vissulega geta hugmyndir þeirra átt við að
hluta til.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður dagur til hvers
konar viðskipta, einnig hentar hann til
íþróttaiðkunar, listsköpunar og starfa sem
tengjast skemmtana- og ferðaþjónustunni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Steingeitin fær tækifæri til þess
að hafa áhrif í dag. Hleyptu engum að þér
fyrr en þú veist að þeir eru traustsins verð-
ir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Að líta inn á við fær mann til að
gera sér grein fyrir ýmsu. En jafnvel fólk
eins og þú getur verið í óstuði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert með aðfinnslur í garð annarra
og mátt vita að fólk er ekki alltaf í skapi til
að taka við þeim. Taktu þér tak og við-
urkenndu staðreyndir með bros á vör.
Ætli ég sé framleiddur meðhristivörn? Ég hef engan
skjálfta fundið?“ skrifaði listamað-
urinn og góðvinur Vísnahornsins
Hallmundur Kristinsson á fésbók-
arsíðu sína eftir skjálftahrinuna
fyrir norðan. Aðalsteinn Svanur
Sigfússon sendi honum kveðju – í
bundnu máli auðvitað:
Hallmundi varð ekki ekið
út úr rúminu,
þótt landið hefðu skjálftar skekið
í skollans húminu.
Þá Höskuldur Búi Jónsson:
Djúpt nú niðri hlær einn hátt
að háttsemi Norðlendinga:
Því skelfur fold og Frónið grátt
Framsókn lætur springa.
En Aðalsteinn var ekki hættur:
Ekkert þóttist skáldið skilja
skjálfandi um miðja nótt.
Ektakvinnan, Anna Lilja,
undraðist þó mannsins þrótt.
Hallmundur svaraði fyrir sig:
Þó að hugur mannsins myrkni
og morkni rætur,
eigi er skömm að skjálftavirkni
í skjóli nætur.
Hallmundur orti við annað tæki-
færi:
Í Furuvelli fara skal,
fögur listin blómstrar þar:
Margra góðra verka val
í Vinnustofu Hallmundar.
Viðtökurnar voru eftir því ef
marka má vísu Ævars Ragn-
arssonar:
Upp og ofan flest hér fer,
en fólkið lofar myndirnar.
Varla í kofa vísað er
í Vinnustofu Hallmundar.
Ármann Þorgrímsson virti fyrir
sér mannlífið á Glerártorgi og varð
að orði:
Ég vona að komið sé vor
í verslunum sjást þess nú spor
og ég veit fyrir víst
og véfengi síst
að hér drepst sko enginn úr hor.
Björn Ingólfsson orti um allt ann-
að en pólitík:
„Þú ert ekkert, Stefán, í straffi,“
sagði Steingerður Elva (með vaffi)
„en gott er að spara
og því gef ég þér bara
moðvolgt og kolmórautt kaffi!“
Friðrik Steingrímsson slær á
létta strengi:
Ég ruddi braut sem reyndist grýtt
og reif í burtu tálmana,
orti síðan upp á nýtt
alla Passíusálmana.
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af straffi, skjálftum og
listamanni með hristivörn
Í klípu
„ÞETTA ER SÆMILEGT STARF, LÁG LAUN EN
FRÍR MATUR. ÉG REYNDI AÐ HÆTTA EINU
SINNI EN KOMST EKKI ÚT UM DYRNAR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„VIÐ FÓRUM BARA ÚT ÚR
HERBERGINU Í TVÆR MÍNÚTUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hringja
gleðibjöllum saman.
TOLLUR
TOLL
FRÖNSKU-
VAGN
NUDD-
STOFA
MJÁ! ÉG ER Í FRÍI
Í DAG.
ÞAÐ ER ALLT OF HÁTT
GJALD FYRIR AÐ GERA
VIÐ SKIPIÐ!
ÞAÐ ER SAMT
BARA ÁÆTLAÐ
TILBOÐ.
HVAÐ ÞÝÐIR „ÁÆTLAÐ
TILBOГ?
AÐ REIKNINGURINN
VERÐUR SENNILEGA
MIKLU HÆRRI.
Undanfarin misseri og ár hefurhagræðing verið lykilorðið en
öllu má nú ofgera. Í vikubyrjun
vantaði 16 síður í Fréttablaðið og
daginn eftir mátti meðal annars sjá
eftirfarandi í blaðinu til nánari skýr-
ingar: „Tveir dómar um listviðburði
sem féllu fyrir vikið út úr blaðinu
eru endurbirtir í dag …“ Víkverji
veltir fyrir sér hvernig hægt er að
endurbirta það sem aldrei hefur
birst.
x x x
Samkvæmt þjóðtrúnni á sumariðað vera gott frjósi vetur og sum-
ar saman aðfaranótt sumardagsins
fyrsta. Trausti Jónsson veðurfræð-
ingur skaut þessa þjóðtrú í kaf, eins
og greint var frá í Morgunblaðinu í
gær, og bendir á að sumar og vetur
hafi frosið saman hérlendis 56 sinn-
um á síðustu 64 árum og ekki hafi öll
þau sumur verið góð.
x x x
Víkverji hefur mikla trú á Traustaog vill líka halda í forna siði,
hefðir, gömlu góðu gildin og þjóðtrú.
Vetur og sumar frusu saman í fyrri-
nótt og Víkverji er sannfærður um
að sumarið verði gott, þó að ekki
væri nema vegna þess að lykilmenn í
pólitíkinni boða skattalækkanir og
hækkun ráðstöfunartekna eftir
kosningarnar á morgun.
x x x
Fyrir helgi sá Víkverji verðandiþingmann dreifa kosningabækl-
ingum fyrir utan verslun í Árbæn-
um. Viðkomandi virtist forðast við-
skiptavini frekar en að ná til þeirra,
og honum létti greinilega þegar
hann hljóp undan úrkomunni inn í
bíl og keyrði í burtu. Það verður
fróðlegt að sjá viðbrögðin þegar al-
mennilega pusar á viðkomandi.
x x x
Annað var uppi á teningnum þegarSnúður Baggi og Hrafna Flóki
eða Krummi eins og hann er kall-
aður hittust í fyrsta sinn. Þeir þef-
uðu hvorn annan uppi á göngustígn-
um vinsæla við Ægisíðu ífyrradag.
Eigendur tóku tal saman og í ljós
kom að hundarnir voru ekki aðeins
af sama kyni heldur hálfbræður. Lít-
ill er hundaheimur rétt eins og
mannheimur. víkverji@mbl.is
Víkverji
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú
ert Guð minn, þinn góði andi leiði
mig um slétta braut. (Sálmarnir 143:10)
Vandaðir og vottaðir ofnar
Ofnlokasett í
úrvali
NJÓTTU ÞESS AÐ GERA
BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA
FINGERS 70x120 cm
• Ryðfrítt stál
KROM 53x80 cm
• Aluminum / Ál
COMB 50x120 cm
• Ryðfrítt stál
Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem
gæði ráða ríkjum á góðu verði.
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is