Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 ✝ Grétar EmilIngvason fædd- ist í Gíslholti í Holt- um í Rangár- vallasýslu 26. september 1921. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 17. apríl 2013. Foreldrar hans voru Ingvi Brynj- ólfsson bóndi, f. 16. mars 1886, d. 30. maí 1964 og Sólrún Nikulásdótt- ir, f. 27. feb. 1894, d. 12. ágúst 1973. Systkini Grétars sam- mæðra eru Alfífa Olga Sigríður Benediktsdóttir, f. 4. ágúst 1912, d. 23. apríl 1989. Hjalti Benediktsson, f. 2. júlí 1915, d. 2. jan. 1989. Börn Ingva og Sól- rúnar eru Bryndís, f. 8. nóv. 1919, d. 1934. Ingunn, f. 17. júlí 1924. Sigurður, f. 26. ágúst 1926, d. 21. apríl 2000. Gunnar, f. 31. jan. 1931. Hinn 27. ágúst 1949 kvæntist Grétar Dagbjörtu Elsu Ágústs- dóttur, f. 27. ágúst 1926, d. 29. Grétar ólst upp fyrstu fjögur ár sín í Gíslholti í Holtum í Rangárvallasýslu. 1926 fluttist fjölskyldan frá Gíslholti í Hlið- snes í Bessastaðahreppi. Grétar vann öll almenn störf á búinu, og margar ferðir fór hann 9 til 10 ára gamall inn í Hafnarfjörð og til Reykjavíkur með nýjar kartöflur, rófur og mjólk á hest- vagni. 18 ára tók hann við plássi föður síns á togaranum Ar- inbirni Hersi vetrarvertíðina 1939. Sumarið 1940 og 41 var hann á síldarvertíð á Siglufirði á mótorbátnum Má frá Hafn- arfirði. 1942 og 43 vann hann al- menna verkamannavinnu þar til hann fór á Reykjaskóla veturinn 1943-44 og síðan í Samvinnu- skólann í Reykjavík 1944-46. Hann starfaði hjá Endurskoð- unarskrifstofu N. Manscher í Reykjavík frá því í maí 1946 til des. 1947. Grétar var fyrsti aðal- bókari Loftleiða, frá des. 1947 til júní 1954. Hann var aðalbók- ari og síðar skrifstofustjóri frá 1954 til 1991 hjá Áburðarverk- smiðjunni. Hann stofnaði Sápu- gerðina Sám 1964 sem Brynj- ólfur sonur hans á og rekur í dag. Útför Grétars fer fram frá Garðakirkju í dag, 26. apríl 2013, og hefst athöfnin kl. 15. ágúst 2011. Börn þeirra eru: a) Yngvi Rúnar, f. 28. jan. 1950. Fyrri kona hans er Auður Jónsdóttir, f. 31. júlí 1950. Dætur þeirra eru: Dag- björt Elsa, f. 3. des. 1970. Jónína Björg, f. 6. apríl 1976. Seinni kona Yngva er Virgina Karen Zimbler, f. 16. júní 1955. Synir þeirra Emil Yngvi Gretarsson, f. 27. júní 1981. Gary Lee Gret- arsson, f. 23. sept. 1983, b) Ágúst Már (Anna Margrét), f. 9. jan. 1953. Maki: Þórhildur Óla- dóttir, f. 8. júlí 1952. Þau skildu. Börn þeirra eru Sólrún, f. 30. ágúst 1977. Hannes Óli, f. 2. feb. 1981, c) Brynjólfur, f. 13. mars 1958. Maki: Elín Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 23. okt. 1955. Börn þeirra: Sigrún, f. 13. apríl 1984. Grétar, f. 3. apríl 1988. Barnabörn Grétars eru 8 og barnabarnabörnin eru 12. Komu Grétars og Elsu móð- ursystur minnar vestur í Hólm var alltaf beðið með mikilli eft- irvæntingu. Með þeim komu ferskir vindar að sunnan, orka, kraftur, gleði og glettni. Grétar taldi heldur aldrei eftir sér að leika við okkur krakkana, láta reyna á kraftana, taka glímu, nokkur fangabrögð og glettast við okkur með ýmsum hætti. Allir voru jafnir í hans huga. Ekki var farið í manngreinaálit og kom hann fram við börn eins og fullorðna. Vorið hófst með komu Grét- ars og vina hans í árlega eggja- ferð í Breiðafjarðareyjar. Þar var Grétar foringinn. Oft fékk maður að fara með. Það voru ógleymanlegar stundir á slóðum forfeðranna, sem byggðu Breiðafjarðareyjar af miklu harðfylgi, oft við þröngan kost. Fyrir nokkrum árum tókum við nokkrir frændurnir síðan upp þennan sið Grétars og félaga að fara á vorin á kunnar slóðir í eggjaleit. Á hverju sumri hélt Grétar svo til silungsveiða, oft einn fullorðinn með krakkaskarann og sló aldrei slöku við að leið- beina og aðstoða við veiðarnar. Oft varð fyrir vikið lítið úr hans eigin veiðiskap. Þrátt fyrir það var hann ætíð jafn glaður eftir hverja veiðiferð, sérstaklega ef veiðin var góð hjá okkur krökk- unum. Dyrnar á heimili Elsu og Grétars í Hlíðargerði 13 stóðu alltaf opnar fyrir ættingja og vini. Það var eins og manns annað heimili og þegar kom að skólagöngu í Reykjavík, kom ekki annað til greina en að búa hjá þeim. Orðið leiga var óþekkt fyrirbrigði í Hlíðargerð- inu. Grétar var glæsilegur á velli, sjálfsöruggur, með góða nær- veru, sterklegur og með þétt handartak. Fas hans bar öll merki manns sem vissi hvað hann vildi og var öllum til eft- irbreytni sem því kynntust. Að leiðarlokum þakka ég fyr- ir alla þá aðstoð og leiðsögn sem Grétar veitti mér og fyrir að hafa verið ungum manni stoð og stytta við að stíga sín fyrstu spor í heimi fullorðinna. Blessuð sé minning Grétars E. Ingvasonar. H. Ágúst Jóhannesson. Tilviljanir geta haft mikil áhrif á lífshlaup manna. Þetta segi ég vegna þess að segja má að það hafi verið algjör tilviljun að vorið 1963 var ég ráðinn í söludeild Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi, þá búinn að ljúka fyrra vetri náms í Sam- vinnuskólanum, Bifröst. Þessi tilviljun varð til þess að ég kynntist heiðursmanninum Grétari Ingvasyni, skrifstofu- stjóra og fyrrverandi aðalbók- ara, sem við kveðjum í dag. Kynnin við Grétar og annan heiðursmann, Hjálmar Finns- son framkvæmdastjóra, urðu til þess að eftir brautskráningu frá Bifröst, vorið 1964, var ég ráð- inn sölustjóri í Gufunesi. Ég dreg enga dul á að samskiptin við þessa góðu menn, og annað starfsfólk Áburðarverksmiðj- unnar ollu straumhvörfum í lífi mínu. Nokkrir góðir skólafélag- ar mínir frá Bifröst fóru í fram- haldsnám að loknu prófi, en mér lá á að fara að afla tekna, þar sem ég var þá þegar kom- inn með fjölskyldu. Segja má að framhaldsnám mitt hafi ég stundað undir handleiðslu Grét- ars vinar míns, þegar ég fljót- lega söðlaði um og gerðist aðal- bókari verksmiðjunnar. Kennarar auk Grétars, þeir Hjálmar Finnsson og Svavar Pálsson, löggiltur endurskoð- andi. Hjá þessum heiðursmönn- um var ekkert sem hét hér um bil, eða næstum því, allt skyldi vera nákvæmt og standast ströngustu kröfur. Þar sem ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi síðar að kynn- ast einstaklega hagnýtu og góðu námi Háskólans á Bifröst, leyfi ég mér að gerast svo kok- hraustur að jafna þeirri auknu bókhaldsþekkingu sem ég öðl- aðist hjá Grétari á sjöunda ára- tug liðinnar aldar, við grunngr- áðu háskólamenntunar. Grétar var einstaklega glöggur, marg- reyndur og góður bókari, og ákvað að skóla nú strákinn úr Bifröst þannig að bókhaldið gæfi áfram glögga mynd af rekstri og efnahag verksmiðj- unnar. Hvort það tókst, er ann- arra um að dæma, en víst er að kennarinn kunni sitt fag fram í fingurgóma. Fyrir þetta góða uppeldi verð ég Grétari ævinlega þakklátur, og minnist hans með miklum hlýhug. Við leiðarlok koma upp í hugann margháttaðar góðar minningar, m.a. sérstaklega ánægjuleg samskipti við hann og annað starfsfólk í Gufunesi, ferðalögin okkar skemmtilegu víða um land, en síðast en ekki síst var það mitt gæfuspor að eignast hann að vini. Ég veit því að það verða mér þung spor í dag að bera hann síðasta spöl- inn til grafar í kirkjugarðinn að Görðum, skammt frá æsku- heimili hans á Álftanesi. En allt hefur víst sinn tíma, þ. á m. líf okkar allra. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans allr- ar. Í mínum huga er og verður minning Grétars Ingvasonar ætíð sveipuð ljóma. Far í friði, vinur sæll. Óli H. Þórðarson. Elsa og Grétar og fjölskylda í Hlíðargerði 13 eru hluti af fyrstu minningum mínum. Ég var eina barn mömmu og pabba í rúm 5 ár og fannst því frekar dauft í Skipasundinu. Við mamma löbbuðum því oft eða tókum strætó í stuðið í Hlíð- argerði 13. Heimili þeirra Elsu og Grétars stóð okkur opið sem og öðrum ættingjum og vinum, þar var gott og skemmtilegt að dvelja. Grétar var með mynd- arlegri mönnum, alltaf glaður og til í að grínast og gantast. Hann var líka hugrakkur, kvartaði aldrei, og alltaf boðinn og búinn til að rétta hjálpar- hönd. Þegar pabbi og mamma byggðu húsið á Laufásvegi 16, þá var verið að skipta um eld- húsinnréttingu hjá vinum þeirra Elsu og Grétars í Hlíðargerði 15. Fengu þau þá gömlu gefins og gáfu okkur hana. Sendu hana vestur, létu setja upp á Laufásvegi 16 og fengu síðan málara til að mála hana. Mér fannst þessi innrétting alltaf falleg. Þetta var ómetanleg hjálp, takk aftur elsku Grétar og Elsa. Þau frænka og Grétar voru í mínum huga alltaf eins og nýtrúlofuð, falleg saman. Eftir að við fluttum vestur var Grétar vorboði í mörg ár, hann kom þá ásamt vinum sín- um í eggjatínslu. Það var svo gaman að fá hafa þá, þeir voru eldhressir og kátir, og alls kon- ar eggjastúss kringum þá því það þurfti að sortera eggin. Amma bakaði stafla af pönnu- kökum úr eggjunum, sem gikk- urinn og pönnukökuaðdáandi nr. 1, ég, gat þó ekki borðað, því amma sparaði ekki eggin, enda nóg af þeim, þannig að pönnukökurnar urðu appelsínu- gular, nokkuð sem mér leist engan veginn á. Minning um góðan, hugrakk- an og skemmtilegan Grétar mun lifa. Hann var einn af þeim sem gerðu lífið skemmtilegra. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Grétars og Elsu og af- komendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. Grétar Emil Ingvason ✝ Magnús Þor-steinn Karlsson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1936. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 13. apríl 2013. Foreldrar hans voru Þorgerður Magnúsdóttir, f. 3. júní 1903 í Skáney, Reykholtsdalshr., Borg., d. 22. júlí 1980 og Karl J. Jónsson, bif- reiðastjóri og dyravörður, f. 19. jan. 1898 í Reykjavík, d. 12. mars 1979. Föðurfor.: Vigdís Ei- ríksdóttir og Jón Magnússon, kaupmaður í Reykjavík. Móð- urfor.: Sigríður Halldórsdóttir og Magnús Rögnvaldsson, bóndi á Brennistöðum í Flókadal, Reykholtsdalshr. Systir Magn- úsar er Erla Vigdís Karlsdóttir, f. 3. nóv. 1929 í Reykjavík. Magnús kvæntist 10. des. 1966, Önnu Ernu Bjarnadóttur, ar Anton, f. 2000 með Berglindi Stefánsdóttur. Önnur dóttir Magnúsar er: Hjördís Björk, f. 7. okt. 1966, maður hennar er Barði Már Barðason. Börn Hjör- dísar eru: Brynja Björk, f. 1990, Daníel Bergmann, f. 1993, Birg- ir Theodór, f. 1995 og Baldvin Freyr, f. 1995. Seinni sambýliskona Magn- úsar er Anna María Sam- úelsdóttir, f. 1. des 1941. Magnús var við vélvirkjanám í Iðnskólanum í Reykjavík 1954- 58, lauk vélstjóraprófi í Vél- skóla Íslands og prófi í Tollskóla Íslands 1966. Hann vann á véla- verkstæði Reykjavík- urflugvallar 1959-60 en starfaði síðan við vélvirkjun í Ástralíu til 1964 og var því næst rennismið- ur og viðgerðarmaður á norsku olíuskipi í eitt ár. Hann vann í Fiskiðjuverksmiðju Einars Sig- urðssonar í Vestm.eyjum 1965- 66 en var starfsmaður Tollgæsl- unnar í Reykjavík frá 1966. Síð- ustu árin vann hann hjá Steypustöðinni og sá um viðhald og viðgerðir á steypudælum og bílum. Útför Magnúsar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 26. apr- íl 2013, og hefst athöfnin kl. 13. f. 16. apríl 1943 í Vestm.eyjum, d. 3. feb. 1996. For- eldrar hennar voru Kristín Ein- arsdóttir, f. 29. apr- íl 1914 á Steinavöll- um í Flókadal, Skag., d. 7. feb. 1995 og Bjarni Bjarnason rak- arameistari, f. 12. maí 1916 í Vest- m.eyjum, d. 26. des. 1998. Börn Magnúsar og Önnu Ernu eru: 1) Kristín Björk, f. 7. nóv. 1965 í Vestm.eyjum, búsett í Hafn- arfirði, gift Páli G. Arnar og á með honum dæturnar Aldísi Ernu, f. 1992, Berglindi Elinóru, f. 1994 og Silju Björk, f. 2000, 2) Þröstur, f. 12. okt. 1971 í Reykjavík, búsettur í Noregi, kona hans er Auður Árný Ólafs- dóttir og á með henni dæturnar Söru, f. 2006 og Ingibjörgu, f. 2010. Fyrir átti hann soninn Ív- Í dag, 26. apríl, verður hann pabbi borinn til grafar. Minning- arnar streyma fram og margt kemur upp í hugann. Ég er ein af þessum heppnu manneskjum sem eiga mjög góðar æskuminn- ingar. Einhvern veginn finnst mér að alltaf hafi verið gott veð- ur á mínum barnsárum, ástúð og umhyggja og umfram allt öryggi. Það sem einkenndi hans kar- akter var létt fas, ljúfmennska og snyrtimennska. Hann var mús- íkalskur og spilaði á sínum yngri árum á klarinett í Hljómsveitinni Kátum Félögum. Hann var mikill handverksmaður og lék sér að því að gera við vélar og vinna alls kyns handverk. Bílar voru hans áhugamál og oftar en einu sinni gerði hann upp ónýta bíla og kom þeim í gott ökufært ástand. Fyrsti bíllinn minn var einmitt bíll sem hann keypti ónýtan og lagfærði. Ég man þegar pabbi var að kenna mér að hjóla á tvíhjóli í fyrsta skipti. Við vorum stödd í Vestmannaeyjum og hann teymdi mig upp og niður Heið- arveginn. Ekki gekk þetta áfalla- laust fyrir sig, því þrátt fyrir hjálpardekkin þá datt ég alloft af hjólinu og mikið reyndi á þolin- mæði okkar beggja en hann gafst aldrei upp. Ég var mikil pabbastelpa og fannst hann rosalega skemmti- legur og fyndinn. Hann var æv- intýragjarn og elskaði að koma okkur á óvart. En hann var líka þver og þrjóskur og oft mættust stálin stinn ef okkur sinnaðist. Hvorugt okkar gaf sig og þá þurfti mamma að koma inn í mál- ið og leysa það. Pabbi og mamma voru mjög hamingjusöm, þau voru miklir vinir og samheldin hjón. Þau nutu þess að ferðast saman og heimilið okkar var fallegt og mik- il umhyggja borin fyrir öllum fjölskyldumeðlimum. Mamma var afbragðs góður kokkur og pabbi sem kunni ekkert að elda naut góðs af því. Það er aldrei auðvelt að kveðja sína nánustu en minningarnar sem eftir standa eru ómetanleg- ar og er ég þakklát því að hafa átt góðan föður sem reyndist mér vel. Blessuð sé minning hans. Kristín Björk Magnúsdóttir. Elsku afi minn. Núna þegar þú ert farinn frá okkur fer ég að hugsa um allar góðu minningarn- ar. Það sem kemur mér fyrst í huga er þegar þú komst alltaf í sunnudagsmat til okkar þegar ég var yngri. Þegar þú komst þá hlupum við Aldís á móti þér fagn- andi því að okkur fannst svo gaman að fá þig í heimsókn og að fá að hitta þig. Ég man eftir nammihringnum sem þú gafst okkur á hverjum sunnudegi þeg- ar þú komst. Ég man hvað þú varst alltaf hress og skemmtileg- ur og hvað hláturinn þinn var skemmtilegur og fékk mann til þess að brosa. Ég man eftir nammikrúsinni sem þú leyfðir okkur systrunum alltaf að laum- ast í þegar mamma sá ekki. Þín verður sárt saknað, elsku afi, en gott er að hugsa að þú sért kominn til ömmu þar sem þér líð- ur vel. Hvíldu í friði. Berglind Elinóra. Elsku afi, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur, en svona er víst lífið. Eftir standa góðar minningar sem ég er mjög þakklát fyrir að eiga. Ég gleymi aldrei hvað þú elskaðir að koma í pönnukökur með sultu og rjóma hjá mömmu um helgar, eða þegar þú ákvaðst að mála húsið þitt í Hraunbæn- um bleikt. Ekki má heldur gleyma nammikrúsinni sem ég og Berglind fengum alltaf að stelast í þegar við komum í heim- sókn. Ég er glöð að ég fékk að kveðja þig áður en þú fórst því ég veit að ég var ekki dugleg að koma að heimsækja þig eftir að þú varðst mikið veikur, mér fannst bara svo erfitt að sjá hvað sjúkdómurinn var að gera þér. En mér líður betur að hugsa til þess að þú sért á góðum stað með ömmu Ernu. Ég mun sakna þín, elsku afi minn, hvíldu í friði. Aldís Erna. Það eru kaflaskil í lífi Krist- ínar vinkonu minnar nú þegar við kveðjum Magnús föður hennar. Þrettán ár eru liðin frá því að Erna mamma hennar lést. Ég er ekki í vafa um að nú hafa for- eldrar hennar sameinast á ný, ef för okkar er heitið á annað til- verustig eftir þessa jarðvist. Ég var daglegur gestur á æskuheimili Kristínar vinkonu minnar í Hraunbænum. Þar voru hefðir í heiðri hafðar, Erna var heima við meðan Kristín og Þröstur voru lítil og Magnús færði björg í bú. En Magnús var ekki einungis hefðbundinn faðir á sjöunda ára- tug síðustu aldar, því hann átti sér ævintýralega fortíð. Hann hafði búið í Ástralíu, siglt um heimsins höf og séð nánast allan heiminn. Það var ekki lítið spennandi að litast um í forstofu- herberginu þar sem heimilisfað- irinn réð ríkjum, efst í huga er forláta uppstoppaður krókódíll sem svo sannarlega prýddi ekki neitt annað heimili í Árbænum á þessum tíma. Þó maður eyddi nú ekki mikl- um tíma í að velta fyrir sér sam- skiptum foreldra og tilhögun full- orðna fólksins á þessum aldri skynjaði maður alla tíð sam- heldnina milli þeirra hjóna. Þau áttu einstakt og fallegt samband, voru sálufélagar og sjálfum sér nóg. Magnús missti mikið þegar Erna lést, og var í raun aldrei samur. Magnús og Erna voru sam- hent í uppeldi barnanna, fylgdust vel með námi og félagslífi þeirra. Við vinkonurnar nutum góðs af, því foreldrar Kristínar töldu ekki eftir sér að sækja okkur seint á nóttu eftir skólaböllin. Þetta var ekki algengt í þá tíð, en sýndi vel það traust sem ríkti milli Krist- ínar og foreldra hennar. Kristín og Palli hafa reyndar haft sama háttinn á með dæturnar þegar þær fóru að sækja framhalds- skólaböllin. Elsku Kristín mín, það er gott að eiga fallegar minningar um góða foreldra. Ég sendi ykkur Palla og dætrunum, Þresti og fjölskyldu, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur minn er hjá ykkur. Sólveig Ólafsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Alltaf er það þannig þegar ein- hver fellur frá að minningar og myndbrot fljúga hjá. Margar góðar stundir áttum við með þeim Magga, Ernu, Kristínu Björk og Þresti. Fórum í útileg- ur, þau með fína tjaldvagninn, og þá var allt klárt á núll einni en við vorum nú aðeins lengur með tjald og himin og fortjald. Maggi skildi ekkert í okkur að fá okkur ekki vagn. Hann var alltaf svo mikill bílakarl og var mikið úti í skúr, þar var svo fínt að ekki hefði sést blettur á hvítum sokk- um ef maður hefði farið úr skóm. Einu sinni tók hann bilaðan bíl hjá okkur og fór yfir hann allan þannig að hann var sem nýr. Þau Erna voru góð heim að sækja, hollustan í fyrirrúmi og smá kaffi eða öl með. Gaman var að fá að sjá slides-myndirnar og allar gömlu kvikmyndirnar á vegg. Elsku Kristín, Palli og dætur, Þröstur, Auður og börn, megi guð og góðir vættir gefa ykkur styrk. Elsku Maggi takk fyrir allt, knúsaðu Ernu frá okkur Guð geymi þig. Einar og Ester. Magnús Þ. Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.