Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013
gert ráð fyrir því að
mögulegt verði að reka
austur-vestur flugbrautina
frá 2016 til loka skipu-
lagstímabilsins. Ekki er
gert ráð fyrir N-S flug-
brautinni í aðalskipulag-
inu eftir árið 2016.
Norður-suður (N-S)
flugbrautin er mun mik-
ilvægari fyrir flugið en
norðaustur-suðvestur brautin sem ákveðið
er að leggja af. Dagur var spurður hvort til
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Samkomulag ríkisins og Reykjavíkurborgar
um byggingu nýrrar flugstöðvar við
Reykjavíkurflugvöll, lokun norðaustur-
suðvestur flugbrautarinnar og kaup borg-
arinnar á hluta flugvallarlandsins hefur
ekki áhrif á stöðu norður-suður flugbraut-
arinnar í aðalskipulagi Reykjavíkur, að sögn
Dags B. Eggertssonar, formanns borg-
arráðs.
Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 er
greina kæmi að gera breytingu á að-
alskipulagi Reykjavíkur hvað notkunartíma
norður-suður flugbrautarinnar varðaði.
„Drög að nýju aðalskipulagi 2010-2030
eru í vinnslu og þau verða kynnt í vor.
Þetta hefur mikið verið til umræðu,“ sagði
Dagur. Hann vildi ekki greina frá því hvaða
hugmyndir væru uppi varðandi norður-
suður flugbrautina í drögunum. Dagur
kvaðst vona að nýtt aðalskipulag Reykjavík-
ur yrði auglýst í vor og samþykkt í haust.
Dagur sagði að með samkomulagi borg-
arstjóra og innanríkisráðherra á dögunum
væri verið að efna fyrirheit sem gefin voru
árið 1999 þegar borgin féllst á lagningu nýs
slitlags á flugbrautir Reykjavíkurflugvallar.
„Þá var gengið út frá því að þriðja braut-
in [norðaustur-suðvestur] legðist af og gefn-
ar um það yfirlýsingar,“ sagði Dagur. Hann
sagði að þáverandi samgönguráðherra,
Sturla Böðvarsson, hefði tvívegis gefið út
skriflegar yfirlýsingar sama efnis. Dagur
sagði að í huga borgaryfirvalda hefði lengi
verið ljóst að þessi flugbraut yrði lögð af og
svæðið sem þá losnaði notað fyrir íbúða-
byggð.
Hefur ekki áhrif á norður-suður flugbrautina
Leyfi fyrir brautinni til 2016 Drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kynnt í vor
Dagur B.
Eggertsson.
Nærri tíu þúsund
manns hafa flog-
ið með flugfélag-
inu Ernir til og
frá Húsavík,
þangað sem fé-
lagið hóf reglu-
lega áætl-
unarflug fyrir
réttu ári. Fyrstu
mánuðina voru
flognar sjö ferðir
í viku en vegna mikillar eftirspurnar
eru ferðir nú orðnar 10 í viku og er
flogið alla daga vikunnar, nema
laugardaga.
„Gott samstarf er við fyrirtæki og
stofnanir innan svæðisins sem styrk-
ir mjög flugið, sem og að ferðaþjón-
ustan er stór þáttur sérstaklega yfir
sumarið,“ segir Ásgeir Örn Þor-
steinsson, markaðsstjóri Ernis. Má
búast við fjölgun farþega á þessu
ári, að sögn Ásgeirs, og líklegt er að
við ákveðnar aðstæður þurfi að
fjölga ferðum vegna fjölda farþega.
Hann segir mörg spennandi verk-
efni í farvatninu viðvíkjandi flugið
til Húsavíkur, sem er vinsæll áfanga-
staður ferðamanna. sbs@mbl.is
Tíu þúsund til
Húsavíkur
Ernisvél á
Húsavíkurvelli.
Dr. Þóranna
Jónsdóttir hefur
verið ráðin deild-
arforseti við-
skiptadeildar
Háskólans í
Reykjavík. Hún
tekur við starf-
inu 1. maí. Frá-
farandi forseti er
dr. Friðrik Már
Baldursson sem nú verður prófess-
or við deildina.
Sl. tvö ár hefur Þóranna starfað
sem framkvæmdastjóri stjórnunar
og rekstrar við HR, en hún er með
víðtæka menntun í viðskiptafræð-
um. Áður starfaði hún hjá Auði
Capital og sem framkvæmdastjóri
hjá Veritas- Vistor. Þóranna hefur
setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja
og er ferillinn fjölbreyttur.
Þóranna ráðin
deildarforseti
Þóranna Jónsdóttir
Samtök íbúa og hagsmunaaðila í
Mýrdal harma þá ákvörðun um-
hverfisráðherra að staðfesta að-
alskipulag Mýrdalshrepps 2012-
2028 án þess að synja eða fresta
þeim hluta er lýtur að breyttri legu
þjóðvegar 1 um héraðið. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu.
Samtökin segjast undrast að ráð-
herra skuli þannig hunsa afgerandi
vísindaleg og þjóðhagsleg rök sem
færð hafa verið gegn færslu hring-
vegarins.
Harma ákvörðun
umhverfisráðherra
Vík Í hestaferð um Mýrdal.
Morgunblaðið/Ómar