Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33Kosningar 2013 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Fyrir síðustu kosningar vantaði ekki stóru orðin hjá þeim flokkum sem síðan mynduðu ríkisstjórn. Skjaldborg um heimilin. Norræn velferðarstjórn átti að skapa hér lífskjör sem best þekkjast. Byggja átti upp öflugt atvinnu- líf. Sannleikurinn er að meiri vandræðagang- ur, sundurlyndi og trúnaðarbrestir ríktu inn- an stjórnarliðsins, nánast frá fyrsta degi, svo aldrei hefur annað eins þekkst. Svo var mikið talað um betri verkstjórn. Dæmi hver fyrir sig hvernig til tókst. Stórslys í uppsiglingu Árangurinn varð líka hörmulegur. Atvinnuleysi hefur allt tímabilið verið mikið og er enn. Eitt besta heilbrigð- iskerfi í heimi sem hér var, stendur nú á brauðfótum. Stórslys er í uppsiglingu ef þessari þróun verður ekki snúið við. Skattafargan hefur verið lagt á þjóðina með þvílíkum þunga að allt er að sligast, á það jafnt við um at- vinnuvegina sem launþega. Öryrkjar og eldri borgarar hafa verið hýrudregnir svo skömm er að. Stöðugleika- samningur var gerður við Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins. Hann var svikinn að flestu leyti og endaði með því að ASÍ gafst upp og sagði sig frá öllum samn- ingum við ríkisstjórnina. Dæmalaus atlaga var gerð að fyrrverandi forsætisráðherra og hann dreginn fyrir landsdóm. En þá höfðu fleiri flokkar bæst við hópinn. Varla fríkkaði ákærendahópurinn við það. Þar var reitt hátt til höggs – en höggið geigaði. Og nú fyrir þessar kosningar er lofað og það stórt. En nú eru það ekki stjórnarflokkarnir sem lofa, þeir gera sér grein fyrir því að á þá hlustar enginn og þeir hafa ekkert að bjóða, eng- ar lausnir. Loforð sem ekki verður efnt Nú er það Framsóknarflokkurinn. Ég tel að í gegnum tíðina hafi Framsóknarflokkurinn verið ábyrgur stjórn- málaflokkur sem oft hefur lagt gott til málanna. Hann hefur reynst traustur í stjórnarsamstarfi og komið mörgu góðu til leiðar. Það hefur þó viljað brenna við að flokkurinn hafi tekist á loft í loforðaflaumi fyrir kosn- ingar. Allir sem aldur hafa til muna loforðið: Eiturlyfjalaust Ísland árið 2000. Varla þarf að minnast á 90% leiðina sem Framsókn inn- leiddi. Sú leið leiddi meðal annars af sér þá óheillaþróun sem við glímum við í dag. Og nú svífur flokkurinn með himinskautum og lýsir yfir því að hann hafi kjark til að standa með heimilunum í landinu. Þvílíkur kjarkur! Hafa ekki allir flokkar það sem aðalmarkmið? Auð- vitað er það svo. Leiðirnar sem framboðin vilja fara eru hinsvegar mjög misvel útfærðar og oft órar einir. Að Framsóknarflokkurinn skuli falla í þá gryfju og reyna hreint og beint að blekkja kjósendur með því kosningaloforði sem hann setur fram. Þessi loforð eru beinlínis skaðleg heimilunum sem á að bjarga og veldur það miklum vonbrigðum að slíkt skuli koma frá þessum flokki. Hver getur lofað peningum sem aðrir eiga? Jafnvel þótt líklegt sé að eitthvað fáist út úr sjóðnum, þá veit enginn hversu mikið eða hvenær það verður. Þess vegna er óforskammað að bjóða kjósendum upp á slíka lausn og sýnir í senn kjarkleysi og óvönduð vinnubrögð. Framsóknarflokkurinn hefur mörgu ágætu fólki á að skipa, þeim mun meiri vonbrigði eru það að flokkurinn skuli falla svona á prófinu. Munið svo framsóknarmenn að vinur er sá er til vamms segir. Að mínu mati hefur Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, boðið upp á raunhæfa lausn til handa heimilum í vanda. Það er að efla atvinnu og lækka skatta á fyrirtæki og fólkið í landinu. Á þann hátt aukast ráðstöfunartekjur og þjóðfélagið lifnar við að nýju. Skattafsláttur sem greiðist inn á höf- uðstól húsnæðislána og lækkar hann um allt að 20% á fjórum árum er góð leið. Að geta skilað lykli og forðast þannig gjaldþrot er leið fyrir þá sem standa frammi fyrir slíkri stöðu. Að lokum: Kynnið ykkur vel þessi stefnumál. Í mínum huga er enginn vafi á hvað gera skal á kjördag. Kjósum x-D. Loforðin eru skaðleg heimilum í landinu Eftir Guðna Stefánsson Guðni Stefánsson Höfundur er stálvirkjameistari og fyrrv. bæjarfulltrúi í Kópavogi. Fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt skoðanakönnunum hefur óneitanlega vakið nokkra athygli og umræðu nú síðustu vik- urnar. Flokkurinn hefur markað sér skýra stefnu á miðju stjórnmálanna, hafnar öfgum frá hægri svo sem frjálshyggjunni sem átti öll heimsins vandamál að leysa, en setti að lok- um hið kapítalíska hagkerfi í þrot eða vinstri með síaukinni miðstýringu og ríkisafskiptum. Þessar hreyfingar á fylgi milli flokka sýna að kjósendur eru núna að leita að nýrri nálgun á stjórnmálin þar sem leitað er bestu lausna hverju sinni án þess að vera bundin á klafa hægri eða vinstri. Stefna Framsóknarflokksins snýst fyrst og fremst um réttsýni, sanngirni og rökhyggju þar sem leitað er bestu lausna hverju sinni fyrir land og þjóð. Eins og flest önnur vestræn samfélög hefur Ísland náð að skapa velmegun á síðustu áratugum sem varla á sér hliðstæðu í sögunni. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í landi ofgnóttar af öllum þeim helstu lífsgæðum sem allar þjóðir heims vilja hafa. Má þar nefna gríð- arlega orku bæði í fallvötnum og jarðvarma, mikið land- rými bæði til búsetu og matvælaframleiðslu, auðug fiski- mið, hreint vatn til neyslu og hreint og heilnæmt loft, meðan við mengum það ekki sjálf. Þessi mikla velmegun hefur hins vegar ekki leitt af sér aukinn félagslegan jöfn- uð heldur fremur misræmi milli hópa, þar sem hópur fá- tækra fer sífellt stækkandi og ungt fólk er njörvað í viðj- um verðtryggðra skulda. Við verðum að forðast það að samfélag allsnægtanna fari að taka á sig mynd af sam- félagi skortsins. Við höfum stofnað til skulda erlendis sem takmarka athafnafrelsi okkar og atvinnuleysi hefur haldið innreið sína sem áður var óþekkt og tapast hafa tugir þúsunda starfa. Þau tvö ríkjandi hugmyndakerfi, sem vinstrimenn og hægrimenn taka gjarnan mið af eru í kjarna sínum efna- hagslegar þróunarkenningar, mótuð á átjándu og nítjándu öld. Það er nauðsyn á nýrri hugmyndafræði, uppreisn frá miðju stjórnmálanna, uppgjöri við stirðnaða afstöðu og gamaldags og úreltar kenningar. Það þarf að aðlaga hugmynda- fræðina nútímasamfélögum og stjórn- arháttum. Miðjufylgið hefur verið dreift á flesta hina hefðbundnu stjórnmálaflokka hér á landi, einkum sökum þess að það hefur ekki talið sig hafa skýran valkost. Nú hefur hins vegar orð- ið breyting á þar sem Framsóknarflokkurinn hefur markað sér skýra stefnu á miðju ís- lenskra stjórnmála og tekur afstöðu til mála út frá skyn- semi, sanngirni og rökhyggju og er óbundinn hug- myndafræði til hægri eða vinstri. Það hefur mátt greina á skoðanakönnunum að fylgi hefur verið að streyma frá bæði stjórnarflokkunum og Sjálfstæðisflokknum til Framsóknarflokksins eða inn á miðjuna. Þetta er ekki hægt að túlka á annan veg en ákall kjósenda um miðju- stjórn, en hún getur aðeins orðið undir stjórn Framsókn- arflokksins. Hættan er sú að öfl til hægri og vinstri muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að reyna að koma í veg fyrir að svo geti orðið. Það má merkja á ýmsum dylgjum, rógburði og lygum sem þessir aðilar eru að dreifa út núna síðustu dagana, bæði um málefni flokksins og helstu forustumenn hans. Framsóknarmenn munu aldrei láta draga sig niður á það plan, heldur svara mál- efnalega og með rökum. Til að kjósendur fái að sjá ein- hverjar breytingar að loknum kosningum er eina vonin að Framsóknarflokkurinn komi sterkur út og verði for- ystuafl í íslenskum stjórnmálum, svo glatist ekki þau tækifæri sem eru í pípunum. Að öðrum kosti er eins víst að hægri og vinstri myndi stjórn þar sem slegin verður skjaldborg um verðtrygginguna og umsátrið um heimilin heldur áfram. Uppreisn frá miðju Eftir Einar Baldursson Höfundur er kennari. Einar Baldursson Margir eru hissa, flokksmenn sem aðrir, á þeim vinnubrögðum sem verið hafa í gangi og það til langs tíma gegn formanni Sjálf- stæðisflokksins. Svo er að sjá og heyra að svipað áhlaup sé komið í gang gegn formanni Framsókn- arflokksins vegna þess að hann og hans fólk hefur hlustað á ákall fólksins í landinu um nauðsynlega niðurfærslu stökkbreyttra lána og flokkurinn fengið fylgisaukningu vegna þessa. Formenn flokka sem og aðrir stjórnmálamenn hljóta að eiga rétt á að njóta sannmælis, bæði hjá samflokksfólki sem öðrum. Að sjálfsögðu gildir það sama um aðra þegna þessa lands. Almennt vilja frambjóðendur ekki né kjós- endur ódrengilega kosningabaráttu og við það eigum við að halda okk- ur. Slík vinnubrögð missa bara marks þegar upp er staðið. Síðan koma til hinir ýmsu spekingar sem telja sig vera talsmenn vissra flokka, en skipta um skoðun nánast við hvert götuhorn á forystufólki flokkanna þ.e. eftir því hvernig vindar blása og fréttir berast af fylgi þeirra hverju sinni. Við því er í sjálfu sér ekkert hægt að gera ef slíkum vindhana- hætti fylgir ekki loddaraháttur og ódrengileg vinnubrögð sem því mið- ur vill gerast við slíkar aðstæður. Eftir því sem ég best veit þá hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn verið með allt upp í 37-39 prósent fylgi í skoð- anakönnunum og jafnvel meira undir forystu núverandi formanns og þá var hann talinn góður for- ystumaður til allra verka af við- komandi aðilum. Jafnframt er nýbúið að staðfesta enn á ný endur- kjör formannsins með glæsilegri kosningu. Flokksmenn verða að virða niðurstöðu kosninga hvort sem þær eru innan flokksins eða á öðrum vettvangi, þannig virkar lýðræðið. Ljóst er að nefnd aðför hefur dregið úr fylgi Sjálfstæðisflokksins á undanförnum vikum. Breyting hefur reyndar orðið þar á eftir að for- maðurinn úttalaði sig um starfsum- hverfi sitt og fleira í sjónvarps- viðtali fyrir skömmu. Á næstu dögum taka landsmenn ákvörðun um fylgi flokka til Alþingis. Ljóst er að kallað er eftir sterkri ríkisstjórn á næsta kjörtímabili þ.e. kappsfullum frambjóðendum til hinna ýmsu verka/mála sem kjós- endur leggja áherslu á. Jafnframt er kallað eftir því að stjórn- málamenn veiti hinum almenna kjósanda meiri áheyrn en verið hef- ur, ekki bara þeim sem betur mega sín. Núverandi efnahagsástand sem er til komið að stórum hluta vegna aðfarar sem gerð var að þjóðfélag- inu þarfnast helst samstarfs allra flokka á komandi kjörtímabili þ.e. til að leysa úr þeim mikla vanda sem við er að fást í okkar efnahags- umhverfi. Þar dugar ekki til þjark og þras sem engu skilar, heldur góð samvinna og að hagur vissra hags- munahópa verði ekki eingöngu hafður að leiðarljósi, heldur þjóð- félagsins í heild. Þannig vill þjóðin að þingmenn starfi og eftir því munu landsmenn kalla á komandi kjörtímabili, þ.e. ný vinnubrögð og traust almennt í stjórnmálin. Með því mun hagur okkar allra verða mun betri á komandi árum. Aðför í kosningabar- áttu og ákall kjósenda Eftir Ómar G. Jónsson Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og talsmaður sjálfstæða framfarahópsins fyrir betra/bætt stjórnmálaumhverfi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að framfarir í fjarskiptum og flutningum hafa opnað nýja möguleika til þess að vinna ýmiss konar störf, óháð stað- setningu. Fólk getur nú tekið með sér störf- in hvert á land sem er. Að mínu áliti hljóta þessar framfarir að efla byggð úti á landi ef rétt er að málum staðið og opinber stefnu- mörkun snýr sér að því að opna möguleika fremur en loka þeim. Staðreyndin er sú að með einföld- um og smáum aðgerðum má styðja við atvinnusköpun á landsbyggð- inni í stað þess að einblína á hinar „stóru“ lausnir í atvinnumálum. Hér gildir hið fornkveðna að margt smátt gerir eitt stórt. Það er hugmyndafræði hinna mörgu smáu verka sem er hinn málefnalegi hornsteinn Regnbog- ans. Aukinheldur að þeir sem búa á ákveðnum stað geti notið þeirra auðlinda sem þar er að finna og nýtt með sjálfbærum hætti. Landið er ríkt ef við bara fáum að njóta þess. Það er þessi hugmyndafræði sem við frambjóðendur Regnbog- ans leggjum fram í þessum kosn- ingum. Hér eru engin innantóm loforð. Stjórnmál krefjast oft samninga af ýmsu tagi, svo ná megi málamiðlunum, en þó má ekki ganga of langt. Oddviti listans hér í Norðvesturkjördæmi, Jón Bjarnason, hefur sýnt það og sannað í ESB- málinu að hann svíkur ekki þau grundvall- arstefnumál sem kjós- endur hans kjósa hann fyrir. Ég gæti einnig bætt því við að ef hægt væri að nefna einn merkisbera fyrir þessa hug- myndafræði margra smárra verka væri það Jón Bjarnason sem fylgt hefur þessari stefnu í verki sem bæði þingmaður og ráð- herra. Með þetta í huga lagði Jón Bjarnason fram frumvarpið um strandveiðar á sinum tíma, sem loksins opnaði leið fyrir einyrkja að stunda veiðar á handfærum á smábátum, án kvóta. Hann jók svo við frumvarpið og gaf mörgum tækifæri á að skapa sér atvinnu, hverjum á sínum stað. Hann hefur einnig lagt sérstaka áherslu á að styðja við ýmis framfaraverkefni á landsbyggðinni, sem kunna að sýn- ast smá og lítilsigld í augum fólks á höfuðborgarsvæðinu en skipta þó höfuðmáli fyrir marga staði á landsbyggðinni. Hér mætti nefna aðgerðir ásamt fleira góðu fólki til þess að koma aftur á flugi til Sauðárkróks, að hefja sjóflutninga til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar og svo mætti lengi áfram telja. Þetta sjónarhorn þurfum við áfram á þingi og þess vegna biðj- um við um stuðning þinn. Hugmyndafræði margra smárra verka Eftir Arnþrúði Heimisdóttur Arnþrúður Heimisdóttir Höfundur er í 2. sæti á lista Regnbog- ans í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.