Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Missa Dei Patris eftir tékkneska tónskáldið Jan Dismas Zelenka verður flutt í Hofi á morgun, laugardag, kl. 16. Flytjendur eru Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Kór Akureyrarkirkju og Barokksmiðju Hólastiftis, en ein- söngvarar eru Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran, Alina Dubik mezzósópran, Snorri Wium tenór og Ágúst Ólafsson bassi. Stjórn- andi á tónleikunum er Eyþór Ingi Jónsson, organisti og kórstjóri Akureyrarkirkju. „Missa Dei Patris er á margan hátt óvenjulegt, sérstaklega ef það er borið saman við verk sam- tímamanna Zelenka, J.S. Bach, G.F. Händel o.fl. Í verkinu eru hressileg tékknesk þjóðlagaáhrif, ítölsk gamansemi og hraði ásamt áhrifum frá þýska barokkskól- anum. Verkið er fjörugt og krefj- andi fyrir kór og hljómsveit vegna mikils hraða sem er aðaleinkenni þess. Verkið er engu að síður afar aðgengilegt á að heyra,“ segir m.a. í tilkynningu frá skipuleggj- endum. Samkvæmt upplýsingum frá Eyþóri Inga ríkir mikil tilhlökkun hjá hópnum sem að flutningnum stendur. „Þetta verða glæsilegir tónleikar. Að leiða saman Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands, frá- bæra einsöngvara og þennan sterka og magnaða kór sem Kór Akureyrarkirkju er, býður upp á einstaka upplifun sem enginn tón- listarunnandi ætti að láta fram hjá sér fara. Hópurinn er sam- heldinn og það er mjög gefandi fyrir alla þessa aðila að fá tæki- færi til að vinna saman og skapa tónlistaratburð af þessu tagi.“ Miðasala er á menningarhus.is og í síma Hofs: 450-1000. Gleði Kór Akureyrarkirkju syngur á tónleikum með Barokksmiðju Hóla- stiftis og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Allt litróf tilfinninganna  Barokktónleikar þar sem hraði, gleði og hressileg tékk- nesk þjóðlagaáhrif eru í fyrirrúmi í Hofi á morgun kl. 16 Fræðimaðurinn Per Langgård heldur fyrirlestur um grænlenska tungu í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns Íslands í dag kl. 12. Fyrirlest- urinn, sem er í boði Stofnunar Vig- dísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Máltækniseturs og Málvísindastofnunar Háskóla Ís- lands, er öllum heimill enda að- gangur ókeypis. Langgård mun flytja mál sitt á ensku, en erindi hans ber yfirskrift- ina: „Of course Greenlandic dish- washers will understand Green- landic in the future – A short introduction to language policy in Greenland and an elaborated dis- cussion of why massive support from advanced language techno- logy might be the prime factor in keeping Green- landic vital in the years to come“. Samkvæmt upplýsingum frá skipu- leggjendum tala aðeins um 50 þús- und manns grænlensku nú. Per Langgård Um grænlenska tungu The Call Í myndinni segir af Jordan, síma- verði hjá neyðarlínunni sem svarar kalli unglingsstúlku sem hefur ver- ið rænt. Til að bjarga lífi hennar verður Jordan að takast á við morð- ingja sem hún hefur áður haft kynni af. Leikstjóri myndarinnar er Brad Anderson og í aðalhlut- verkum Halle Berry, Abigail Bresl- in og Morris Chestnut. Metacritic: 51/100 Passion Græna ljósið sýnir nýjustu kvik- mynd hins þekkta leikstjóra Brians De Palma. Í henni segir af Christine og Isabelle sem starfa saman í markaðsfyrirtæki og sinna markaðssetningu nýrrar gerðar af síma. Christine eignar sér hug- mynd sem Isabelle fær og verður það afdrifaríkt. Á vef Senu segir að í myndinni megi finna kynferð- islega spennu, sundraða sjálfsmynd og þjófnað á persónueinkennum sem minni á þekktustu spennu- myndir De Palma, m.a. Body Double. Með aðalhlutverk fara Noomi Rapace og Rachel Mc- Adams. Metacritic: 55/100 Latibær Kvikmynd unnin úr nýrri og vænt- anlegri þáttaröð um Latabæ sem sýnd verður á Stöð 2 í maí. Tveimur þáttum hefur verið skeytt saman og verða þeir sýndir í bíó. Þetta eru þættirnir Fjólublái pardusinn, sem er tvöfaldur, og Blái riddarinn. Í þeim fyrri segir af því þegar haldin er hátíð í tilefni af opnun Lata- bæjarsafnsins og kristal Íþrótta- álfsins er stolið. Í Bláa riddaranum er farið aftur í miðaldir, krakk- arnir í Latabæ klæða sig í búninga riddara og kóngafólks og halda í Latabæjarkastalann. Fjólublái riddarinn mætir á svæðið, ætlar sér að stela öllu íþróttanamminu og það þarf að koma í veg fyrir það. Spenna Úr nýjustu kvikmynd Brians De Palma, Passion. Mannrán, spenna og Latabæjarbíó Bíófrumsýningar 14 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is MISSIÐ EKKI AF FYNDNUSTU OG BESTU MYNDINNI Í SERÍUNNI KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ROBERT DOWNEY JR. BEN KINGSLEY GWYNETH PALTROW GUY PEARCE FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR POWE RSÝN ING KL. 10 :40 -Empire -Hollywood Reporter Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 12 12 IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 5:20 -8 -10:10 -10:40 (P) IRON MAN 3 2D Sýnd kl. 7:30 LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 4 - 6 OBLIVION Sýnd kl. 8 SCARY MOVIE 5 Sýnd kl. 10:30 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi Stærsta opnun ársins! FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ HALLE BERRY Í AÐALHLUTVERKI SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS - T.K., KVIKMYNDIR.IS - H.V.A. FRÉTTABLAÐIÐ NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK. MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! - H.S.S., MBL FALSKUR FUGL KL. 6 14 OBLIVION KL. 10 12 / THE CALL KL. 8 - 10 16 SCARYMOVIE 5 KL. 8 14 LATIBÆR KL. 6 L PASSION KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL KL. 8 - 10.10 16 LATIBÆR KL. 6 L FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 - 10 14 OBLIVION KL. 9 12 / KAPRINGEN KL. 5.45 12 THE CALL KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 THE CALL LÚXUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 LATIBÆR KL. 4 L FALSKUR FUGL KL. 6 - 8 14 SCARYMOVIE 5 KL. 6 - 8 - 10 14 OBLIVION KL. 8 - 10.40 12 G.I JOE RETALATION 3D KL. 10 12 THE CROODS 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.45 L THE CROODS 2D ÍSL.TAL KL. 3.30 L FLÓTTINN FRÁ JÖRÐU 2D KL. 3.30 L -H.S., MBL G.H.J., RÚV -H.V.A., FBL “FÍNASTI FUGL”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.