Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 Gígja Hjaltadóttir talar enn með norðlenskum hreim þó að húnsé fyrir löngu kominn í bæinn. „Ég fann mig strax hér fyrirsunnan. Fannst líka munur þegar systir mín flutti suður ekki löngu síðar,“ segir Gígja sem er 36 ára í dag. Hún er fædd á Húsavík þar sem hún ólst upp til sjö ára aldurs. Flutti þá með sínu fólki til Akureyrar þar sem hún ól manninn fram yfir tvítugt. Kom svo suð- ur árið 2006. Eins og gengur og gerist hefur Gígja sinnt ýmsum störfum um dagana og var fangavörður frá 1999 til 2010, fyrst á Akureyri og síðar í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. „Þetta voru ellefu lær- dómsrík ár og starfið fékk mann oft til að velta fyrir sér hve ólík ör- lög mannfólksins í raun væru. Já, einhverjar fréttir fær maður stundum af fyrrverandi föngum og það ánægjulega er að margir virðast komnir á beina braut í lífinu, þó að öðrum vegni því miður ekki jafn vel,“ segir Gígja, sem í dag starfar hjá Þjóðskrá Íslands við skráningu fólks sem hingað flytur frá löndum innan EFTA og EES. „Þetta er nú ekki tímamótaafmæli en þó ætla ég að leyfa mér að vera í fríi í dag og gera eitthvað skemmtilegt. Fara kannski í bæinn og einnig þarf ég að undirbúa boð hér heima, í tilefni þess að ég er komin í nýja íbúð hér í efri byggðum Kópavogs,“ segir Gígja Hjalta- dóttir að síðustu. sbs@mbl.is Gígja Hjaltadóttir er 36 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norðanstúlka Ekki tímamótaafmæli en þó ætla ég að leyfa mér að vera í fríi og gera eitthvað skemmtilegt, segir Gígja Hjaltadóttir. Fangavörður en skráir nú þjóðina Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjanesbæ Steindís Erla fæddist 7. júní kl. 1.18. Hún vó 3.290 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Bylgja Dís Erlingsdóttir og Brynjar Steinn Jónsson. Nýir borgarar Reykjanesbær Lovísa Rut fæddist 11. júní. Hún vó 4.375g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Lóa Rut Reyn- isdóttir og Ágúst Þór Guðmundsson. E ggert fæddist í Flatey á Breiðafirði og ólst þar upp til tólf ára aldurs meðan faðir hans var þar prestur og prófastur, en síðan á Bergþórs- hvoli í Landeyjahreppi er fjöl- skyldan flutti þangað. Eggert lauk búfræðiprófi frá Bæandaskólanum að Hvanneyri 1953. Hann hóf búskap að Berg- þórshvoli 1955, fyrst í félagsbúi með föður sínum til 1973, en tók þá al- farið við búinu og stundaði þar bú- skap síðan. Eggert er nú hættur búskap og fluttur til Reykjavíkur að hluta til en hefur þó enn lögheimili að Berg- þórshvoli. Eggert var alþing- ismaður Suðurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1978- 95 en bauð sig fram utan flokka árið 1979. Eggert Haukdal, fyrrv. alþingismaður - 80 ára Morgunblaðið/RAX Stjórnmálakempa Eggert Haukdal með málverk í bakgrunni sem minnir á storma stjórnmálanna fyrr á árum. Stjórnmálamaðurinn frá Bergþórshvoli Í sviðsljósinu Fréttamenn ræða við Eggert um sögufræga stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen í ársbyrjun 1980. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Orkuskot sem virkar strax! Lífrænt grænmetisduft fyrir alla Heilbrigð orka úr lífrænni næringu og fullt af andoxunarefnum Eykur vellíðan, skerpir hugsun, heilbrigði og frísklegt útlit. Börn, unglingar og fullorðnir finna mun á orku og úthaldi - Fyrir íþróttaæfingar, skólann og vinnuna Gefur góða líðan og dregur úr sælgætislöngun Blóðsykursjöfnun úr grænmeti er æskilegust fyrir alla. Kjörið fyrir sykursjúka. Meðmæli næringafræðinga - 100% náttúrleg uppspretta Brokkál Spínat Rauðrófur Salatkál – Gulrætur – Steinselja lífræn bætiefni fyrir allaFæst í: Lifandi markaður, Lyfjaveri, Krónunni og Hagkaup Ekkert erfðabreytt – Ekkert skordýraeitur – Engar geymslugeislanir Engin aukaefni, litar- eða bragðefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.