Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2013 ✝ Benediktfæddist að Löndum í Stöðv- arfirði þann 8. febrúar 1935. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 17. apríl 2013. Foreldrar voru Guttormur Þor- steinsson og Fann- ey Ólafsdóttir, ábú- endur á Löndum. Benedikt átti einn bróður, Ólaf, f. 28. októ- ber 1937, d. 9. janúar 2002. Benedikt giftist þann 6. júní 1958 Olgu Jónsdóttur, f. 30. september 1937, frá Neskaup- stað, dóttur Jóns Karlssonar Þorsteinssyni, þau eiga tvö börn, Grétar Stein og Sig- urbjörgu Ástu og eitt barna- barn. Fyrir átti Benedikt dótt- urina Ásdísi, f. 12. ágúst 1953, og er hún gift Bergi Tómassyni og eiga þau tvö börn, Árnýju Björgu og Hjalta Þór og tvö barnabörn. Benedikt ólst upp að Lönd- um. Hann gekk í barnaskóla á Stöðvarfirði en lauk landsprófi frá Eiðaskóla árið 1953 og fyrsta hluta stýrimannsnáms árið 1958. Benedikt hóf ungur að stunda sjómennsku og varð hún að mestu hans ævistarf, fyrstu árin sem háseti og stýri- maður á vertíðarbátum og nótabátum, og síðustu 21 árin sem matsveinn á Berki frá Nes- kaupstað, eða allt þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 2003. Útför Benedikts verður frá Norðfjarðarkirkju í dag, 26. apríl 2013, kl. 14. sjómanns og Gísl- ínu Sigurjóns- dóttur húsfreyju. Benedikt og Olga eignuðust þrjú börn. 1) Guðlaug Björk, f. 9. desem- ber 1957, hún er gift Óla Hans Gestssyni, þau eiga synina Benedikt Lárus og Helga Frey og þrjú barnabörn. 2) Jón Ingi, f. 24. desember 1959, giftur Aðal- björgu Karlsdóttur, þau eiga tvö börn, Karl Sæberg og Olgu Kristínu og þrjú barnabörn. 3) Fanney Særún, f. 3. desember 1961, hún var gift Magnúsi Genginn er til feðra sinna vin- ur okkar, mágur og svili, eftir erfið og löng veikindi. Á þessum tímamótum koma upp í hugann margar og ánægjulegar sam- verustundir, sem spanna fimm- tíu ára sögu eða meira og tengja saman íslenskan kúltúr eins og hann gerist bestur. Á árum áður fórum við hjónin með Benna og Olgu í ferðalög, innanlands og utan, og bar þá margt á góma. Sérstaklega er minnisstætt hve næmt auga Benni alltaf hafði fyrir grósku landsins. Sama hvar við komum, alltaf var það fyrst að Benni hafði orð á land- kostum og blómlegum ökrum sveitanna, þvílíkir möguleikar til ræktunar þótti honum. Benni var alltaf trúr uppruna sínum úr sveitinni, sveitamaður í húð og hár og gegnheill framsóknar- maður þótt sjómennskan hafi verið hans lífsstarf. Benni var hvers manns hugljúfi og í þröngum hópi vina og kunningja naut hann sín best. Hann var alltaf boðinn og búinn til þess að rétta hjálparhönd og veita af sínu, hvort sem um var að ræða veisluföng eða annað sem fólk vanhagaði um og hann var þess umkominn að geta í té látið. Við hjónin erum svo heppin að hafa átt nána samleið með Benna og Olgu í meira en hálfa öld og deilt með þeim lífsins blíðu og stríðu nánast allan þennan tíma. Skemmtilegust var hin venju- lega lífsbarátta með barnaupp- eldi og tilheyrandi heimilisbasli ásamt ferðalögum. Erfiðust voru veikindin, sem gerðu vart við sig hjá Benna á seinni hluta æviskeiðsins. Lengi vel tókst þó að halda Parkinson-veikinni niðri þótt sóttin elnaði með ár- unum ásamt öðrum veikindum, þar til ekkert varð við ráðið. Við hjónin sendum elsku Olgu og börnum þeirra og barnabörnum og barnabarnabörnum okkar bestu kveðjur á þessum tíma- mótum. Emilía og Karl. Benedikt Guttormsson ✝ Jón Ormar Ed-wald fæddist á Ísafirði 19. júní 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl 2013. Foreldrar Jóns voru þau Jón Sam- úelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður, f. 17. júní 1886, d. 30 apríl 1935 og Sigrún Edwald (f. Aspelund), f. 7. febrúar 1895, d. 3. júlí 1982. Jón kvæntist 12. október 1951 Ágústu Úlfarsdóttur Edwald, f. 25. maí 1928. Foreldrar hennar voru Úlfar Karlsson, f. 29. jan- úar 1896, d. 7. október 1996, og Helga Jónína Steindórsdóttir, f. 11. september 1905, d. 28. júlí 1974. Börn þeirra eru: 1) Jón Haukur, f. 1954, maki Álfheiður Magnúsdóttir, f. 1957, börn þeirra eru Lilja, f. 1982 og Magnús Helgi, f. 1988, 2) Birgir, f. 1958, maki Ragnheiður Ósk- arsdóttir f. 1955, dætur þeirra eru Þórunn, f. 1979, Ágústa, f. 1981 og Hildur f. 1986. Dóttir Birgis og Hrefnu Garðarsdóttur 1953. Námsdvöl á sjúkra- húsapótekum í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi veturinn 1953- 1954. Að loknu prófi starfaði Jón sem lyfjafræðingur og síðar yfirlyfjafræðingur hjá Lyfja- verslun ríkisins frá 1954-1968, var eftirlitsmaður lyfjabúða 1968-1969 og starfaði sem yf- irlyfjafræðingur hjá Lyfjaversl- un ríkisins frá 1969-1986. Eftir það starfaði Jón hjá ÁTVR til ársins 1991. Jón var prófdómari við Lyfjafræðingaskóla Íslands frá 1954-1956, stundakennari við sama skóla frá 1956 til 1957. Hann var stundakennari við Há- skóla Íslands 1957-1968 og sett- ur dósent 1968-1969. Þá var hann prófdómari í efnafræði við MH frá 1969-1973 og MT, síðar MS frá 1972-1985. Jón var í stjórn Lyfjafræðingafélags Ís- lands 1950 og 1959-1962, hann var formaður félagsins frá 1959- 1960. Jón sat í stjórn BHM frá stofnun 1958-1963. Jón þýddi fjölda bóka og starfaði við þýð- ingar hjá Sjónvarpinu frá 1966- 2008. Árið 2010 hlaut hann við- urkenningu frá Bandalagi þýð- enda og túlka fyrir brautryðjandastarf að sjón- varps- og kvikmyndaþýðingum. Útför Jóns fer fram frá Grensáskirkju í dag, 26. apríl 2013, kl. 13. er Harpa, f. 1974. 3) Helga, f. 1961, börn hennar og Kristins Eiríkssonar eru Viktoría, f. 1994 og Atli Þór, f. 1999. 4) Eggert, f. 1963, maki Jacquline McGreal, f. 1957. Börn Eggerts og Sigríðar Gunn- steinsdóttur eru Erna Björk, f. 1993 og Jón Orri, f. 1995. 5) Kristín, f. 1971, maki Þorsteinn Már Bald- vinsson, f. 1952. Börn Kristínar og Einars Karls Hallvarðssonar eru Snædís, f. 2001 og Helgi, f. 2004. Jón varð stúdent frá MA, stærðfræðideild, 1945. Hann hóf nám við Lyfjafræðingaskóla Ís- lands í október 1945, stundaði verknám í Ingólfs Apóteki frá október 1945 til apríl 1948, og lauk exam. pharm. í apríl 1948. Jón starfaði sem aðstoðarlyfja- fræðingur hjá Lyfjaverslun rík- isins frá 1948-1951. Hann hóf nám við Danmarks farmaceut- iske Højskole í Kaupmannahöfn í nóvember 1951 og lauk þaðan cand. pharm.-prófi í október Í dag kveð ég hann afa minn, málfarsráðunautinn, náttúru- fræðinginn og ættfræðinginn Jón Ormar. Hann var lyfjafræðingur en við töluðum sjaldan um það. Hann fræddi mig heldur um for- feðurna, ná- og fjarskylda ætt- ingja og eftirminnilega samferða- menn sína. Afi þekkti svo margt fólk sem hafði alvöru starfsheiti; bakarar, skóarar og rakarar. Sumir voru frá Ísafirði, aðrir frá Akureyri eða Reykjavík. Ég þekkti þetta fólk ekki og gekk svo illa að muna hver var hvað að stundum fannst honum nóg um. Afi kenndi mér hvað blómin heita, trén og fuglarnir og útskýrði ýmis efnaskipti – af hverju hlutir ryðga eða ryðga ekki og hvernig sykur er unninn. Hann var mikill áhuga- maður um málfar og hikaði ekki við að leiðrétta mig, ungabörn eru ungbörn og ég fór aldrei til eyja í Karabíska hafinu heldur Karíba- hafinu. Afi kunni líka að sauma út og smíða báta sem pössuðu á æv- intýralegan hátt inn í litlar flösk- ur. Þegar ég flutti til Reykjavíkur sem unglingur var afi ætíð boðinn og búinn að skutla og sækja. Hann kom jafnan í fyrra fallinu svo við gætum rúntað svolítið um og hann sagt mér af hverju Bar- ónsstígur og Skothúsvegur bera þessi nöfn, hvernig Sæbrautin var byggð á uppfyllingu og kennt mér að þekkja „signatið“ í Esjunni við rétt veðurskilyrði. Hann sagði mér líka oft sögur af húsum og fólki, sumar sagnfræðilegar aðrar yfirnáttúrulegar með draugum, hurðum sem skelltust af sjálfu sér og óútskýrðum barsmíðum. Afi var mikill húmoristi. Það er ómetanlegt að fá að kynnast jafnfróðleiksfúsu og metnaðarfullu fólki og ég bý að því að hafa fengið að njóta hans vandvirkni og sagnagleði. Takk fyrir mig, elsku afi, og góða ferð. Ágústa. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá honum. Hann var ótrúlega fróður á mörgum sviðum og hafði auk þess mjög frjóan frá- sagnarstíl á kjarnmikilli og vand- aðri íslensku. Samtölin við hann urðu oft bæði löng og skemmtileg. Við Jón Ormar, eða Dáti eins og við systkinin vöndumst á að kalla hann í æsku fyrir vestan, vorum systkinabörn af norsku ætterni og höfðum við gaman af að grafa upp fróðleik um þau tengsl, en Jón var líka mikill fræðimaður um íslenskar ættir eins og svo margt fleira. Við áttum svo margt eftir að ræða en maður heldur alltaf að það sé nógur tími og vaknar svo upp við vondan draum. Nú saknar maður þess að eiga ekki lengur kost á að hlusta á frábærar frá- sagnir hans af mönnum og mál- efnum. Fjölskylda mín og ég sendum Ágústu og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Magnús Aspelund. Hann Jón tók mér opnum örm- um við okkar fyrstu kynni. Ég minnist hans og vináttu okkar með miklu þakklæti. Ást hans til barna minna var skilyrðislaus og ekkert var ofgjört fyrir þau. Hann gladdist með mér yfir framförum þeirra, stórum sem smáum. Hringdi eða kom eins og sigri hrósandi til þess eins að segja mér hvað hann væri hreykinn. Samverustundirnar með honum eru fjársjóður þeirra og engu þurfti að kosta til. Á heimili hans var sem tíminn stöðvaðist þegar hann sat í sófanum með þeim og gluggaði í bók, talaði við þau og fór með vísur, föndraði með þeim og smíðaði litla hluti. Ekki man ég eftir að hann hafi vandað um við þau. Hann huggaði, hrósaði þeim, hvatti og leiðbeindi, hvað sem á gekk. Snædís og Helgi þurftu aldrei ástæðu til að mega dvelja hjá honum og ömmu sinni. Þau hlökkuðu til í hvert skipti og áttu alltaf sama erindið sem aldrei þurfti að útskýra. Jón hafði yndi af alls kyns nátt- úruvísindum og einstakt lag á að fræða krakkana um svo margt. Við fórum t.d. í fjöruna við Sel- tjarnarnes eða í Heiðmörk og átt- um dýrmætar stundir; gerðum margar uppgötvanir. Svo sátu þau með honum heima og hann hélt áfram að kynna þeim vísindin og fræða. Ég fékk að heyra í leik- skólanum að þau væru vel máli farin, en átti ekki gott með að eigna mér hrósið. Börnin út- skýrðu fyrir mér hin ýmsu fyr- irbrigði náttúrunnar, heiti dýra eða plantna. Svo oft ráku þau mig á gat og þá birtist Jón mér fyrir hugskotssjónum, leit til mín stolt- ur og svolítið sposkur á svip. Það er huggun að eiga bara góðar minningar um Jón. Hann gaf sér góðan tíma og útbjó gott veganesti fyrir börnin mín. Þau eiga fallega minningu um afa sinn og náinn vin. Einar Karl. Hér verður ekki rakin ævi né starfsferill Jóns O. Edwalds, að- eins minnst þessa eftirminnilega og skemmtilega samverkamanns hjá Sjónvarpinu í fáeinum fátæk- legum orðum. Þegar íslenska sjónvarpið hóf útsendingar haustið 1966 starfaði Jón hjá Lyfjaverslun ríkisins en hann var lyfjafræðingur að mennt. Um það leyti voru þau hjón að koma sér upp húsnæði og ala upp barnahóp. Jóni veitti þá ekki af aukatekjum og leitaði því eftir verkefnum við þýðingar hjá Sjónvarpinu á fyrstu árum þess. Því var vel tekið enda var Jón mikill íslenskumaður og vel að sér í tungumálum, einkum Norður- landamálunum þótt hann þýddi líka feiknin öll úr ensku. Best lét Jóni að þýða heimildamyndir; náttúrufræði, læknisfræði, eðlis- og efnafræði en leikna þætti og bíómyndir fékkst hann einnig við. Okkur hinum þótti gott að leita til Jóns þegar eitthvað stóð í okkur í fræðunum svona fyrir daga að- gengilegra orðabóka og veraldar- vefsins. Við þýðingar hjá Sjónvarpinu starfaði Jón síðan óslitið fram yfir áttrætt, lengst af í hjáverkum. Við það má bæta að Jón hætti störf- um hjá Lyfjaverslun og starfaði eftir það hjá ÁTVR. Þar vann hann mörg þarfaverk, fann upp Kláravín, sem lengi var vinsæll drykkur, og blandaði rétt þann þjóðlega drykk Svartadauða. En helst minnumst við Jóns fyrir það hvað hann var oft ein- staklega skemmtilegur í viðræð- um. Sjaldan snerust þær þó um þetta venjulega dægurþras; oft um þau verkefni sem Jón var að glíma við þá stundina eða íslenskt mál og málvöndun sem hann bar mjög fyrir brjósti. Skemmtilegast var þó þegar hann sagði frá atvik- um úr ævi sinni, einkum á æsku- árunum á Ísafirði þar sem ýmis strákapör voru framin og margur kynlegur kvistur var á þeim ár- um. Minni hans á þessi ár var með ólíkindum og sama var að segja um menntaskólaárin á Akureyri og námsárin við Hafnarháskóla. Frásagnargáfan brást honum aldrei enda gáfu margir sig á tal við Jón þegar hann var á ferð. Mér er eiður sær að það gat tekið hann allt að hálftíma að rölta frá þýðingastofu í austurenda út- varpshússins nýja að útidyrum vestanvert. Seinni árin átti Jón að vísu óhægt um gang vegna lé- legra mjaðmaliða en það sem tafði var hve margir gáfu sig á tal við þennan sagnaþul. Síðustu árin vann Jón við að skrá æviminning- ar sínar en því miður entist hon- um ekki aldur til að ljúka því verki. Ég ávítaði hann oft fyrir að hafa ekki byrjað fyrr. Og Jón var ekki bara vísinda- maður og málamaður; hann var þúsundþjalasmiður. Hann gerði við bílana sína, hann sá um allt viðhald heima, hann saumaði út veggteppi og myndir og hann sag- aði út leikföng úr krossviði handa barnabörnunum af miklum hag- leik. Loks viljum við votta Ágústu, eiginkonu Jóns, börnum þeirra og öllum afkomendum innilega sam- úð. Við kveðjum nú þennan öðling með söknuði og þakklæti fyrir samveruna. Með kveðju frá öllu samverka- fólki við þýðingar og textun, Ellert Sigurbjörnsson, fv. yfirþýðandi. Kynni okkar Jóns O. Edwald hófust haustið 1964, þegar við tókum ásamt fjölskyldum okkar við íbúðum í fjölbýlishúsi að Háa- leitisbraut 117, „tilbúnum undir tréverk“. Þótt við heimilisfeðurn- ir ynnum ásamt fleirum oft að vinnudegi loknum við að mála, leggja flísar og annað, var mörgu ábótavant þegar við fluttumst í nýju íbúðirnar, báðir fyrir jól. Við Jón uppötvuðum brátt ýmis sam- eiginleg áhugamál, enda unnum við saman að ýmsu; báðir við þýð- ingu á fræðsluefni í sjónvarpi og síðar einnig við þýðingu og vinnslu fróðleiksrita. Það leyndi sér ekki að Jón var víðlesinn og hafði gott vald á íslenskri tungu. Örlögin höguðu því svo, að ég fluttist frá Háaleitisbraut 117 fyr- ir nokkrum áratugum. En þótt daglegt samband legðist af héld- ust góð kynni mín við Jón O. Ed- wald og Ágústu konu hans. Ég kveð góðan vin með söknuði og votta fjölskyldu hans einlæga samúð. Örnólfur Thorlacius. Hann var litríkur, frjór og skemmtilegur þýðendahópurinn sem ég kynntist þegar ég tók við starfi yfirþýðanda á Sjónvarpinu í byrjun febrúar 1978. Einn stór- virkasti þýðandi í þessum um eða yfir 20 manna hópi var Jón O. Ed- wald. Flestir stunduðu þýðingarnar í hjáverkum um kvöld, helgar eða nætur, meðfram aðalstarfi sínu. Jón var þar á meðal því hann gegndi starfi aðstoðarforstjóra Lyfjaverslunar ríkisins og bland- aði auk þess íslenska áfengið sem ÁTVR seldi. Þessi störf voru annasöm en engu að síður komst Jón á hverj- um mánuði yfir að þýða svo sem einn framhaldsflokk og 1-2 kvik- myndir ásamt fræðsluefni af ýms- um toga. Hann var ákaflega fljót- ur að þýða. Þegar myndir bárust af einhverjum orsökum seint til landsins og örfáir dagar voru til útsendingar leitaði ég iðulega til Jóns. Hann náði á einni nóttu að þýða kvikmynd, þar sem mikið var talað, og skila vélrituðu og hreinu handriti að morgni næsta dags, áður en hann hélt til vinnu sinnar. Hann fékk ekki af sér að skila uppkasti, útkrotuðu og leið- réttu þótt það væri leyfilegt í tímaþröng. Handritunum skilaði hann aldrei öðruvísi en óaðfinn- anlegum. Á þessum árum urðu þýðendur að koma í Sjónvarps- húsið og keyra skjátextana með myndunum einu sinni eða tvisvar til að sannreyna að textarnir féllu rétt og vel að talinu. Og meðan út- sending myndar stóð yfir sat þýð- andinn í Sjónvarpshúsinu og studdi á takka til að birta textana á skjám áhorfenda. Þannig út- heimtu leiknar myndir og þættir talsvert vafstur og bindingu út- sendingarkvöldið. En þrátt fyrir stórt heimili og allt sitt annríki fann Jón sér tíma til að sauma út riddarateppi með fyrirmynd í teppinu á Þjóðminjasafni. Ég held að hann hafi verið í essinu sínu þegar öll spjót stóðu á honum og ekki sá út úr augum. Jón var með lyfjafræðipróf frá Kaupmannahöfn, fjölfróður og vel heima á flestum sviðum, ekki síst í raunvísindum. Sú sérþekking hans nýttist vel. Hann hafði einkar gott lag á því að þýða fræðsluefni, hvort sem það var um dýr og plöntur, vísindi eða tækni, á lipra íslensku, hreina og skýra, og var þulur með mörgum myndum. Ég minnist þátta sem hétu Spekingar spjalla og voru frá sænska sjónvarpinu. Í þessum þáttum spjölluðu stjórnendur við nýkrýnda Nóbelsverðlaunahafa á mörgum sviðum og þar var skilj- anlega víða komið við og stundum kafað djúpt. Jón var sjálfkjörinn til að þýða þessa þætti, ég held hann hafi þýtt þá alla eftir seg- ulbandsupptökum því handrit fylgdu sjaldan eða aldrei með þáttunum. Auk sjónvarpsþýðing- anna liggja margar bókarþýðing- ar eftir Jón. Jón var kvikur á fæti, skjótur í hugsun, stálminnugur, hress í tali, glettinn og góður sögumaður. Hann kunni ótal sögur af fólki og fyrirbærum frá bernskuárunum á Ísafirði, frá skólaárunum og af samferðafólki sínu og ég minnist þess ekki að hann hafi sagt sömu sögu oftar en einu sinni, það var af svo miklu að taka. Sögurnar voru gamansamar og græskulausar, hann hnjóðaði ekki í aðra. Aldrei bar skugga á samstarf okkar Jóns, sem stóð í tæp tíu ár. Það er hlýtt og bjart yfir minning- unni um hann. Pálmi Jóhannesson. Jón Ormar Edwald ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Breiðamörk 15, Hveragerði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands föstudaginn 19. apríl, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 27. apríl kl. 14.00. Arnheiður I. Svavarsdóttir, Einar Sigurðsson, Anna María Svavarsdóttir, Wolfgang Roling, Hannes Arnar Svavarsson, Guðbjörg Þóra Davíðsdóttir, Árni Svavarsson, Svandís Birkisdóttir, Guðrún Hrönn Svavarsdóttir, Svava Sigríður Svavarsdóttir, Erlendur Arnar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.