Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.05.2013, Side 4
Ég er mjög glaður fyrir hanshönd, en ég er City-maðurog hef verið frá 1955,“ segir Heimir Guðjónsson sem átti sam- skipti við David Moyes eldri sem stjórnarmaður í KR og hefur verið fjölskylduvinur síðan þá. „Ég vildi fá hann til City, en því miður hafa þeir ekki sama smekk og ég!“ Heimir kynntist Moyes eldri þeg- ar sá síðarnefndi var aðstoðar- skólastjóri í Anniesland College og KR-ingar settu sig í samband við hann. „Við vildum komast í sam- skipti við félag ytra og svo fór að við sendum út lið í þriðja flokki árið 1972. Þarna hófst gott samstarf og vinátta við Moyes og hún stendur enn á traustum grunni. Við erum alltaf í sambandi ég og sá gamli og ég hef hitt þann yngri nokkrum sinnum. Það er góður maður og traustur – séntilmaður.“ Skemmtilegri en Ferguson Moyes eldri var áður tækniteiknari í Clyde-skipasmíðastöðinni þar sem Sir Alex Ferguson vann sem lær- lingur verkfærasmiðs. Og spurning vaknar hvort Skotarnir David Moyes yngri og Sir Alex séu líkir. „Nei, nei, David Moyes er skemmtilegur. Ég held að Fergu- son sé ekkert skemmtilegur,“ svar- ar Heimir. – Eru þetta City-fordómar? „Að sjálfsögðu! Þú getur ekkert haldið með City og hælt gaurum hjá United. Þá værirðu ekki sannur í trúnni. Eins og ég fari að hæla Völsurum eða Skagamönnum. Það getur maður ekki, þó að ég geti borið virðingu fyrir þeim – upp að vissu marki.“ Heimir hefur tvisvar sinnum séð Moyes yngri spila fótbolta. „Fyrst með skoska unglingalandsliðinu sem kom hingað til landsins og svo einn leik með Celtic í Glasgow. Hann var bakvörður og harður nagli, eins og þeir eru allir þessir Skotar. Hann var góður knatt- spyrnumaður, en aldrei yfirburða- leikmaður. „Solid gaur“ í boltanum, myndi ég segja, en frábær þjálfari.“ Það er ekki á margra vitorði, en David Moyes yngri á ekki langt að sækja þjálfarahæfileikana, því sá eldri þjálfaði Drumchapel Ama- teurs, þar á meðal Kenny Dalglish og Andy Gray. „Þetta voru strákar undir átján ára aldri og hann sagði mér að hann hefði farið með þá í margar ferðir til Hollands á sínum tíma,“ segir Heimir. „Það er til skemmtileg saga af því sem karlinn sagði mér. Þegar Dalglish var sextán ára vildi Celtic fá hann í sínar raðir, en vegna ungs aldurs þurfti samþykki foreldra og pabbi hans sagði þvert nei. Hann vildi að Dalglish lyki trésmíðanám- inu fyrst í Anniesland College. Þá sagði Moyes eldri við hann: „Ef hann skrifar undir hjá Celtic getur hann keypt öll trésmíðaverkstæði í Glasgow og rúmlega það.“ Það dugði til að sannfæra föður Dalglish.“ Heimir rifjar upp að Moyes yngri hafi byrjað þjálfaraferil sinn 15ára gamall er hann æfði og spilaði í Eyjum, en þá hafi hann í fyrsta skipti fengið greitt fyrir þjálfun. „Sá gamli sagði mér að honum hefði aldrei leiðst eins mikið á æv- inni, enda var hann aðeins 15 ára og langt frá foreldrahúsum. En Eyjamenn geta verið stoltir af því að hafa gefið honum þetta tæki- færi.“ Fékk fálkaorðuna Moyes eldri átti í góðum sam- skiptum við fjölmörg félög hér á landi í tengslum við æfingaferðir til Skotlands. „Það er óhætt að segja að hann sé sannur Íslandsvinur,“ segir Heimir. „Enda fékk hann fálkaorðuna og er mjög stoltur af henni, sýndi mér hana þegar ég var hjá honum síðast. Og svo hefur hann líka fengið orðu frá drottning- unni. Hún á ábyggilega eftir að heiðra þann unga líka – fylgir það ekki starfinu hjá United?“ Hann þagnar. „Þú ert kannski United-maður?“ – Mikið rétt. „Þú hefðir þá átt að tala við mig á sama tíma í fyrra!“ David Moyes hefur tekið við keflinu frá samlanda sínum Ferguson. Ferguson vann hjá sömu skipasmíðastöð og Moyes eldri. AFP Séntilmaður MOYES-FJÖLSKYLDAN HEFUR HEIMSÓTT ÍSLAND REGLULEGA SÍÐUSTU ÁRATUGI. DAVID MOYES ELDRI ER STOLTUR AF FÁLKAORÐUNNI. SÁ YNGRI HÓF FERILINN Í VESTMANNAEYJUM. HARÐUR NAGLI Á VELLINUM OG FRÁBÆR ÞJÁLFARI. David Moyes, Heimir Guðjónsson og David Moyes eldri á góðri stundu. 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.5. 2013 „Ég kynntist David Moyes eldri fyrir 27 árum þegar ég hóf störf að ferðaþjónustu fyrir íþróttahópa,“ segir Hörður Hilmarsson hjá ÍT ferðum. „Þá vorum við Þórir heitinn Jónsson, burð- arás hjá FH í fótbolta, að stofna íþróttadeild Samvinnuferða-Landsýn. Eitt af því fyrsta sem við gerðum var að heimsækja David Mo- yes eldri, sem hafði verið í sambandi við knattspyrnuhreyfinguna, útvegað þjálfara og leikmenn til Íslands og tekið á móti mörgum íslenskum fótboltaliðum í Glasgow.“ Nóg að komast til Íslands Moyes vann raunar lengi fyrir Glasgow Rang- ers við að leita að leikmönnum og tók á móti mörgum þekktustu leikmönnum íslenskrar knattspyrnu á borð við Ásgeir Sigurvinsson, Arnór Guðjohnsen, Sigurð Jónsson, Pétur Pétursson og Arnar Grétarsson. Ungir og efnilegir íslenskir leikmenn fengu að æfa með Rangers, gistu oft heima hjá Moyes- hjónunum, hún eldaði ofan í þá og keyrði þá á æfingar.“ Það sem vakti fyrir Herði og Þóri var að skipuleggja íþróttaferðir til Skotlands og Mo- yes tók vel í það. „Ég man að ég spurði hvort við ættum ekki að leggja á 10 til 20 pund á mann til að greiða hans þjónustu, en hann vildi halda verðinu eins lágu og hægt væri og sagði að það væri nóg fyrir sig ef hann kæmist til Íslands einu sinni á ári að hitta vini sína. Okkur þótti þetta sérstakt, því yfirleitt hreyfa menn sig ekki nema fyrir peninga.“ Hörður hefur hitt David Moyes yngri nokkrum sinnum. „Ég hef hitt hann í tengslum við leiki bæði í Skotlandi og Eng- landi. Ég fór með honum á landsleik hér á Ís- landi fyrir rúmum tíu árum og út að borða eft- ir leik, en þá var hann að velta fyrir sér hvort hann ætti að vera áfram hjá Preston. Honum hafði boðist eitthvað af störfum, m.a. sem að- stoðarstjóri hjá Man. Utd. Hann kom mér fyrir sjónir sem rólegur og yfirvegaður mað- ur, það var engin fyrirferð í honum, og hann tók greinilega sjálfan sig og starfið mjög al- varlega. Það hefur líka komið fram hjá Sir Alex Ferguson að arftakinn sé stálheiðar- legur og vandaður maður.“ Salt jarðar Hörður hitti Ferguson einu sinni með hópi í Newcastle. „Við borðuðum á hóteli sem Unit- ed-liðið gisti á. Ég var gerður út af örkinni til að spjalla við karlinn og hann var fljótur að kveikja á Íslandi, mundi strax að hann hefði komið með Aberdeen í leik á móti ÍA 1984 og gist á Hótel Sögu. Þegar ég nefndi Moyes- fjölskylduna kinkaði hann kolli og sagði: „Mo- yes-feðgarnir, salt jarðar.“ Hörður sendi Moyes eldri heillaóskir frá ís- lenskum vinum fjölskyldunnar þegar sá yngri var ráðinn til United og hringdi í kjölfarið. „Gamli maðurinn var nánast klökkur og sagði: Síminn stoppar ekki.“ Síminn hefur ekki stoppað hjá Moyes eldri Kenny Moyes tók við samstarfinu við Íslendinga af föður sínum. Hér með bróðurnum David. * Einu sinni sat ég með Moyes eldri á knæpu í Glasgow, líklega átjánára – þ.e.a.s. ég – og ræddum við m.a. um drykkjusiði Íslendingaog Skota, þegar hann mælti þessi ódauðlegu orð: „Við förum ekki á fyll- irí. Við förum bara út og fáum okkur nokkrar kollur!“ Skapti Hallgrímsson Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.